Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Snærós Sindradóttir skrifar 23. október 2015 10:00 Fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2013 var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi. Hann dalaði lítillega fram að kosningum. vísir/daníel Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur líklega aldrei verið lægra fyrir landsfund en einmitt í dag. Ný könnun MMR sýnir flokkinn með 21,7 prósenta fylgi sem er með því allra lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í sögu hans. „Það virðast vera tvenns konar tilhneigingar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Önnur er sú að þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu þá gengur honum betur en í stjórn. Það virðist vera eftir hrun töluverð fylgisleg áhætta samfara því að vera í ríkisstjórn. En jafnvel þótt þú takir tillit til þess þá er þetta slæm niðurstaða ef þú berð saman við árið 2009 þegar hann var að koma úr gríðarlega vondum málum,“ segir Gunnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll þann 26. janúar 2009. Á landsfundi flokksins níu vikum síðar var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi.Gunnar Helgi KristinssonGunnar segir að Sjálfstæðisflokknum hafi ekki tekist að halda jafn vel um borgaraleg öfl og áður. Hann hafi sterkari tengingu við landsbyggð en höfuðborg og evrópusinnaðir kjósendur séu að miklu leyti hættir að styðja flokkinn. „Ég held að akkúrat þessi tala nú endurspegli að einhverju leyti Hönnu Birnu og Illuga. Ég hef engar kannanir sem sanna það en reynslan af áhrifum slíkra mála sem ég þekki til alþjóðlega er að þau hafa einhver áhrif. Hversu mikil veit maður ekki,“ segir Gunnar. Hann á við lekamálið svokallaða en Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður þurfti að segja af sér embætti innanríkisráðherra þegar aðstoðarmaður hennar lak persónuupplýsingum um hælisleitanda til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Þá hefur Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra verið legið á hálsi fyrir að eiga í óeðlilegu viðskiptasambandi við Orku Energy og greiða götu fyrirtækisins í Kína. En telur Gunnar landsfundurinn geti gefið Sjálfstæðisflokknum byr í seglin að nýju? „Meginreglan er sú að fyrst eftir landsfund þá gengur flokkum aðeins betur en það er fljótt að fara aftur.“ Fréttablaðið hafði samband við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir bjuggust ekki við miklum átökum um málefnin og höfðu ekki áhyggjur af að umræður um Evrópusambandið drægjust á langinn. Nýmæla væri að vænta í málefnum hælisleitenda til að bregðast við flóttamannafjöldanum í Evrópu og Sýrlandi. Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur líklega aldrei verið lægra fyrir landsfund en einmitt í dag. Ný könnun MMR sýnir flokkinn með 21,7 prósenta fylgi sem er með því allra lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í sögu hans. „Það virðast vera tvenns konar tilhneigingar,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Önnur er sú að þegar flokkurinn er í stjórnarandstöðu þá gengur honum betur en í stjórn. Það virðist vera eftir hrun töluverð fylgisleg áhætta samfara því að vera í ríkisstjórn. En jafnvel þótt þú takir tillit til þess þá er þetta slæm niðurstaða ef þú berð saman við árið 2009 þegar hann var að koma úr gríðarlega vondum málum,“ segir Gunnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll þann 26. janúar 2009. Á landsfundi flokksins níu vikum síðar var flokkurinn með nærri 30 prósenta fylgi.Gunnar Helgi KristinssonGunnar segir að Sjálfstæðisflokknum hafi ekki tekist að halda jafn vel um borgaraleg öfl og áður. Hann hafi sterkari tengingu við landsbyggð en höfuðborg og evrópusinnaðir kjósendur séu að miklu leyti hættir að styðja flokkinn. „Ég held að akkúrat þessi tala nú endurspegli að einhverju leyti Hönnu Birnu og Illuga. Ég hef engar kannanir sem sanna það en reynslan af áhrifum slíkra mála sem ég þekki til alþjóðlega er að þau hafa einhver áhrif. Hversu mikil veit maður ekki,“ segir Gunnar. Hann á við lekamálið svokallaða en Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður þurfti að segja af sér embætti innanríkisráðherra þegar aðstoðarmaður hennar lak persónuupplýsingum um hælisleitanda til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Þá hefur Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra verið legið á hálsi fyrir að eiga í óeðlilegu viðskiptasambandi við Orku Energy og greiða götu fyrirtækisins í Kína. En telur Gunnar landsfundurinn geti gefið Sjálfstæðisflokknum byr í seglin að nýju? „Meginreglan er sú að fyrst eftir landsfund þá gengur flokkum aðeins betur en það er fljótt að fara aftur.“ Fréttablaðið hafði samband við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þeir bjuggust ekki við miklum átökum um málefnin og höfðu ekki áhyggjur af að umræður um Evrópusambandið drægjust á langinn. Nýmæla væri að vænta í málefnum hælisleitenda til að bregðast við flóttamannafjöldanum í Evrópu og Sýrlandi.
Alþingi Tengdar fréttir Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11 Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hanna Birna hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ráðherrann fyrrverandi sendi flokksmönnum bréf þess efnis nú fyrir skemmstu. 1. október 2015 21:11
Hanna Birna sögð vilja komast í góða stöðu í utanríkisþjónustunni Sjálfstæðismenn margir hverjir velta fyrir sér hver örlög Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verða. 22. október 2015 14:43
Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15