SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Snærós Sindradóttir skrifar 24. október 2015 14:30 Laufey Rún Ketilsdóttir formaður SUS Búast má við miklum átökum um tillögu miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, upp úr tillögu Landssambands Sjálfstæðiskvenna, um að taka upp kynjakvóta innan Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur í ár er haldinn til heiðurs konum. Bæði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður flokksins, hafa bæði mælst til þess að tillagan verði samþykkt í ræðum sínum í dag og í gær. Tillagan gengur í stuttu máli út á það að öllum ákvæðum skipulagsreglnanna þar sem kveðið er á um framboðslista og kjör í nefndir, stjórnir, ráð verði breytt þannig að ávallt séu kosnir jafn margir karlar og konur eða því sem næst. Einnig að kveðið verði á um það að fyrstu tvö sæti framboðslista skulu skipuð karli og konu. Í dag er hlutfall kvenna innan flokksins hæst í sveitastjórnum eða 47 prósent. Lægst er það í fulltrúaráði og stjórnum kjördæmisráða, eða 35 prósent. Staða kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins. Konur eru appelsínugular en karlar táknaðir með bláu. Smellið til að sjá stærri mynd.Ungir Sjálfstæðismenn munu standa gegn tillögum miðstjórnar og Landssambands Sjálfstæðiskvenna. „Okkar skoðun í SUS er sú að flokkurinn byggir á einstaklingum og einstaklingsfrelsi. Í því felst að það má ekki mismuna fólki með ómálefnalegum hætti, það er einmitt tryggt í stjórnarskrá. Við teljum að jafnrétti sé tryggt þar og ef brotið er á mönnum geta þeir sótt rétt sinn varðandi það. Þannig að allt sem að fellur undir þvingað jafnræði, sem er að veita einum hópi forréttindi á kostnað annars, og mismuna á ómálefnalegum grundvelli, sem er kyn, það eigi ekki heima í stefnu Sjálfstæðisflokksins og hvorki í stefnunni né innan flokksstofnunarinnar sjálfrar,“ segir Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Hún segir að þó flokknum sé í sjálfvald sett hvaða skipulagsreglur hann hafi þá sé það hennar trú að kynjakvótar samræmist ekki grundvelli Sjálfstæðisflokksins, þ.e. einstaklingsfrelsinu. „Við höfum talað fyrir því í nefndum í gær, fyrir þessu sjónarmiði, að menn mega ekki gleyma þessu en vissulega má taka það fram að við erum algjörlega heilshugar á bakvið það að hvetja gott fólk til góðra verka. Einstaklingar sem eru með hæfileika eða eiginleika sem eru góðir í hvað sem er kemur, þá á að hvetja. Hvort sem það eru karlar konur eða eitthvað annað.“Eitt af póstkortum Landssambands SjálfstæðiskvennaLaufey Rún er önnur kvenna til að gegna stöðu formanns SUS. Hún lítur ekki svo á að það bendi til undirliggjandi skekkju sem halli á konur. „Við erum komin á þann stað að allir eru með jöfn tækifæri til að sækja það sem þeir vilja sækja. Þannig að ég lít á þetta þannig að sé einstaklingur sem hefur áhuga á einhverju þá eigi hann að sækja það og ef hann vinnur að því ötullega, eins og ég hef til dæmis gert og aðrir á undan mér sem hafa sótt í þetta embætti, hefur eitthvað fram að færa og menn eru sammála þér að leyfa þér að framfylgja stefnunni eins og í SUS þá nær slíkt fólk árangri. Þannig að þetta snýst bara um manns eigin stefnu og eigin elju og vilja til að sækja fram og það er ekkert sem stoppar menn í því í dag af því við erum komin þangað.“ Ungir Sjálfstæðismenn hafa ekki lagt fram breytingartillögu gegn tillögunni en Laufey segist sjálf ætla að mæla gegn henni í umræðum á morgun. Hún óttast samt að vegna „rótgróinnar stemningar“ í flokknum að samþykkja það sem formaður hefur mælt fyrir þá verði tillögurnar að veruleika. „. En ég vona að með því að koma með þessa athugasemd þá fari menn kannski að hugsa. Ég vona að menn taki þetta til greina og hugsi sig að minnsta kosti tvisvar um áður en þeir samþykkja þetta.“Þórey Vilhjálmsdóttir er formaður Landssambands SjálfstæðiskvennaVísir/ValliLandssamband Sjálfstæðiskvenna hefur dreift póstkortum tillögu miðstjórnar til stuðnings. Þar kemur meðal annars fram að 19 prósent ráðherra Sjálfstæðisflokksins frá upphafi hafa verið konur. Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður Sjálfstæðiskvenna, hélt erindi á fundinum í dag og fór yfir sögu kvenna í íslenskum stjórnmálum. Hlutur kvenna á Alþingi hefur aldrei verið meiri á Alþingi en einmitt nú, eða 49,2 prósent. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf á konum að halda og við þurfum aukið fylgi. Við eigum að sækja það til kvenna. Fyrsta skrefið er að auka áhrif kvenna í flokknum. Fyrr mun þetta ekki breytast.“ „Það á enginn frelsið og það á enginn jafnrétti kynjanna. Við eigum ekki að gefa eftir í þessum málaflokkum enda er Sjálfstæðisflokkurinn brautryðjandi þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Við erum flokkur sem vill fá konur til ábyrgðarstarfa. Nú er komið að því að stíga næsta skref. Að koma ákvæðum um jafnrétti kynjanna inn í skipulagsreglur flokksins og viðurkenna það sem eitt af grunngildum flokksins.“Eitt af þeim póstkortum sem Landssamband Sjálfstæðiskvenna dreifa á landsfundiÁ póstkorti frá sambandinu, sem sýnir bugaðan karl með barn og vagn á Alþingi, stendur: „Þetta er auðvitað grín því karlar geta aldrei átt of mörg börn til að vera á þingi eða á kafi í stjórnmálum. Konur í stjórnmálum og aðstandendur þeirra þurfa hins vegar, ennþá á því herrans ári 2014, að hlusta á athugasemdir um hvort þær hafi nokkuð tíma í þetta með þessa „stóru fjölskyldu“. Ennþá er gengið útfrá því að frumskyldur konunnar séu við eiginmenn og börn, þeirra staður sé á heimilinu og þær eigi ekki erindi í stjórnmál nema þær séu hreinlega barnlausar og helst einhleypar. Stjórnmálin lendi alltaf í öðru sæti ef konan á fjölskyldu. En það er auðvitað grín!“ Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Búast má við miklum átökum um tillögu miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, upp úr tillögu Landssambands Sjálfstæðiskvenna, um að taka upp kynjakvóta innan Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur í ár er haldinn til heiðurs konum. Bæði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi varaformaður flokksins, hafa bæði mælst til þess að tillagan verði samþykkt í ræðum sínum í dag og í gær. Tillagan gengur í stuttu máli út á það að öllum ákvæðum skipulagsreglnanna þar sem kveðið er á um framboðslista og kjör í nefndir, stjórnir, ráð verði breytt þannig að ávallt séu kosnir jafn margir karlar og konur eða því sem næst. Einnig að kveðið verði á um það að fyrstu tvö sæti framboðslista skulu skipuð karli og konu. Í dag er hlutfall kvenna innan flokksins hæst í sveitastjórnum eða 47 prósent. Lægst er það í fulltrúaráði og stjórnum kjördæmisráða, eða 35 prósent. Staða kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins. Konur eru appelsínugular en karlar táknaðir með bláu. Smellið til að sjá stærri mynd.Ungir Sjálfstæðismenn munu standa gegn tillögum miðstjórnar og Landssambands Sjálfstæðiskvenna. „Okkar skoðun í SUS er sú að flokkurinn byggir á einstaklingum og einstaklingsfrelsi. Í því felst að það má ekki mismuna fólki með ómálefnalegum hætti, það er einmitt tryggt í stjórnarskrá. Við teljum að jafnrétti sé tryggt þar og ef brotið er á mönnum geta þeir sótt rétt sinn varðandi það. Þannig að allt sem að fellur undir þvingað jafnræði, sem er að veita einum hópi forréttindi á kostnað annars, og mismuna á ómálefnalegum grundvelli, sem er kyn, það eigi ekki heima í stefnu Sjálfstæðisflokksins og hvorki í stefnunni né innan flokksstofnunarinnar sjálfrar,“ segir Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Hún segir að þó flokknum sé í sjálfvald sett hvaða skipulagsreglur hann hafi þá sé það hennar trú að kynjakvótar samræmist ekki grundvelli Sjálfstæðisflokksins, þ.e. einstaklingsfrelsinu. „Við höfum talað fyrir því í nefndum í gær, fyrir þessu sjónarmiði, að menn mega ekki gleyma þessu en vissulega má taka það fram að við erum algjörlega heilshugar á bakvið það að hvetja gott fólk til góðra verka. Einstaklingar sem eru með hæfileika eða eiginleika sem eru góðir í hvað sem er kemur, þá á að hvetja. Hvort sem það eru karlar konur eða eitthvað annað.“Eitt af póstkortum Landssambands SjálfstæðiskvennaLaufey Rún er önnur kvenna til að gegna stöðu formanns SUS. Hún lítur ekki svo á að það bendi til undirliggjandi skekkju sem halli á konur. „Við erum komin á þann stað að allir eru með jöfn tækifæri til að sækja það sem þeir vilja sækja. Þannig að ég lít á þetta þannig að sé einstaklingur sem hefur áhuga á einhverju þá eigi hann að sækja það og ef hann vinnur að því ötullega, eins og ég hef til dæmis gert og aðrir á undan mér sem hafa sótt í þetta embætti, hefur eitthvað fram að færa og menn eru sammála þér að leyfa þér að framfylgja stefnunni eins og í SUS þá nær slíkt fólk árangri. Þannig að þetta snýst bara um manns eigin stefnu og eigin elju og vilja til að sækja fram og það er ekkert sem stoppar menn í því í dag af því við erum komin þangað.“ Ungir Sjálfstæðismenn hafa ekki lagt fram breytingartillögu gegn tillögunni en Laufey segist sjálf ætla að mæla gegn henni í umræðum á morgun. Hún óttast samt að vegna „rótgróinnar stemningar“ í flokknum að samþykkja það sem formaður hefur mælt fyrir þá verði tillögurnar að veruleika. „. En ég vona að með því að koma með þessa athugasemd þá fari menn kannski að hugsa. Ég vona að menn taki þetta til greina og hugsi sig að minnsta kosti tvisvar um áður en þeir samþykkja þetta.“Þórey Vilhjálmsdóttir er formaður Landssambands SjálfstæðiskvennaVísir/ValliLandssamband Sjálfstæðiskvenna hefur dreift póstkortum tillögu miðstjórnar til stuðnings. Þar kemur meðal annars fram að 19 prósent ráðherra Sjálfstæðisflokksins frá upphafi hafa verið konur. Þórey Vilhjálmsdóttir, formaður Sjálfstæðiskvenna, hélt erindi á fundinum í dag og fór yfir sögu kvenna í íslenskum stjórnmálum. Hlutur kvenna á Alþingi hefur aldrei verið meiri á Alþingi en einmitt nú, eða 49,2 prósent. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf á konum að halda og við þurfum aukið fylgi. Við eigum að sækja það til kvenna. Fyrsta skrefið er að auka áhrif kvenna í flokknum. Fyrr mun þetta ekki breytast.“ „Það á enginn frelsið og það á enginn jafnrétti kynjanna. Við eigum ekki að gefa eftir í þessum málaflokkum enda er Sjálfstæðisflokkurinn brautryðjandi þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Við erum flokkur sem vill fá konur til ábyrgðarstarfa. Nú er komið að því að stíga næsta skref. Að koma ákvæðum um jafnrétti kynjanna inn í skipulagsreglur flokksins og viðurkenna það sem eitt af grunngildum flokksins.“Eitt af þeim póstkortum sem Landssamband Sjálfstæðiskvenna dreifa á landsfundiÁ póstkorti frá sambandinu, sem sýnir bugaðan karl með barn og vagn á Alþingi, stendur: „Þetta er auðvitað grín því karlar geta aldrei átt of mörg börn til að vera á þingi eða á kafi í stjórnmálum. Konur í stjórnmálum og aðstandendur þeirra þurfa hins vegar, ennþá á því herrans ári 2014, að hlusta á athugasemdir um hvort þær hafi nokkuð tíma í þetta með þessa „stóru fjölskyldu“. Ennþá er gengið útfrá því að frumskyldur konunnar séu við eiginmenn og börn, þeirra staður sé á heimilinu og þær eigi ekki erindi í stjórnmál nema þær séu hreinlega barnlausar og helst einhleypar. Stjórnmálin lendi alltaf í öðru sæti ef konan á fjölskyldu. En það er auðvitað grín!“
Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira