Kjaraviðræðurnar ganga hægt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. október 2015 12:20 Formenn LL, SLFÍ og SFR sitja á fundi í Karphúsinu. Vísir/GVA Kjaraviðræður sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins ganga hægt þrátt fyrir stíf fundarhöld alla helgina. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands telur ólíklegt að samningar náist í dag en ástandið á Landspítalanum er erfitt vegna verkfalla sem nú hafa staðið í vel á aðra viku. Verkfallsaðgerðir sjúkraliða og félagsmanna SFR hófust 15. október. Þá fóru um 1.600 starfsmenn Landspítalans í allsherjarverkfall svo og SFR-félagar hjá Tollstjóranum, hjá sýslumannsembættunum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Starfsmenn um eitt hundrað og fimmtíu ríkisstofnanna til viðbótar hafa síðan farið í skemmri verkföll á þessum tíma. Á meðan hafa samninganefndir félaganna og ríkisins fundað stíft í Karphúsinu og hófst nýr fundur þeirra klukkan ellefu. „Viðræðurnar hafa verið bara í miklum hægagangi það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag íslands. Hún bindur vonir við að eitthvað þokist í rétta átt í dag en segir alveg ljóst að nýjir kjarasamningar verði ekki undirritaðir í dag. Kristín segir viðræðurnar undanfarið hafa að mestu snúist um launalið kjarasamninganna og enn eigi eftir að ná saman um nokkur atriði þar. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. „Það er bara gríðarlega alvarlega staða og eftir því sem að undanþágunefndin hefur tjáð mér þá eru hundruðir undanþága veitt til viðbótar þeim undanþágulista sem að fyrir lá fyrir verkfallið. Þannig að það sýnir sig bara eins og við höfum sagt í töluvert langan tíma að álagið er bara gríðarlegt á þeim sem starfa inn á sjúkrahúsunum. Það má engu muna. Það má ekki vanta hálfa manneskju þannig að það sé ekki í raun og veru bara algjört neyðarástand,“ segir Kristín. Verkfall 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Kjaraviðræður sjúkraliða, SFR, lögreglumanna og ríksins ganga hægt þrátt fyrir stíf fundarhöld alla helgina. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands telur ólíklegt að samningar náist í dag en ástandið á Landspítalanum er erfitt vegna verkfalla sem nú hafa staðið í vel á aðra viku. Verkfallsaðgerðir sjúkraliða og félagsmanna SFR hófust 15. október. Þá fóru um 1.600 starfsmenn Landspítalans í allsherjarverkfall svo og SFR-félagar hjá Tollstjóranum, hjá sýslumannsembættunum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Starfsmenn um eitt hundrað og fimmtíu ríkisstofnanna til viðbótar hafa síðan farið í skemmri verkföll á þessum tíma. Á meðan hafa samninganefndir félaganna og ríkisins fundað stíft í Karphúsinu og hófst nýr fundur þeirra klukkan ellefu. „Viðræðurnar hafa verið bara í miklum hægagangi það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag íslands. Hún bindur vonir við að eitthvað þokist í rétta átt í dag en segir alveg ljóst að nýjir kjarasamningar verði ekki undirritaðir í dag. Kristín segir viðræðurnar undanfarið hafa að mestu snúist um launalið kjarasamninganna og enn eigi eftir að ná saman um nokkur atriði þar. Verkfallsaðgerðirnar hafa haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans. „Það er bara gríðarlega alvarlega staða og eftir því sem að undanþágunefndin hefur tjáð mér þá eru hundruðir undanþága veitt til viðbótar þeim undanþágulista sem að fyrir lá fyrir verkfallið. Þannig að það sýnir sig bara eins og við höfum sagt í töluvert langan tíma að álagið er bara gríðarlegt á þeim sem starfa inn á sjúkrahúsunum. Það má engu muna. Það má ekki vanta hálfa manneskju þannig að það sé ekki í raun og veru bara algjört neyðarástand,“ segir Kristín.
Verkfall 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira