Börn og íslenskt táknmál Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 28. október 2015 07:00 Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa neyðst til að flytja frá Íslandi þar sem börnin þeirra fá ekki nauðsynlega þjónustu eins og námsefni á íslensku táknmáli. Þetta eru sorglegar fréttir og er mikil eftirsjá að fjölskyldunum. Ég er sjálf heyrnarlaus, fædd í litlu sjávarþorpi norður á Langanesi þar sem ég sleit barnskónum. Ég var með heyrnartæki og gat eitthvað lesið af vörum og gert mig skiljanlega. Ég man vel eftir árunum í skóla sem voru erfið. Mér gekk vel að læra en ég var ekki hluti af nemendahópnum. Þegar ég var 11 ára tóku foreldrar mínir ákvörðun um að flytja suður svo ég gæti farið í Heyrnleysingjaskólann. Ákvörðun foreldra minna gjörbreytti lífi mínu og verð ég þeim ævinlega þakklát. Í Heyrnleysingjaskólanum var ég ekki lengi að ná íslenska táknmálinu enda var málumhverfið lifandi – táknmál alls staðar. Í fyrsta sinn gat ég fylgst með samræðum – fylgst með fullorðnum tala um veðrið, umferðina, vinnuna. Með heyrnartækjunum gat ég átt samskipti við einn einstakling í einu en þegar fleiri bættust við datt ég út. Ég fann mig loksins sem hluta af hópnum og ég eignaðist vini. Ég gat verið ég sjálf. Fékk að upplifa heiminn í gegnum táknmálið og veröldin stækkaði heilmikið. Margt hefði mátt betur gera með kennslu og nám en ég sé ekki eftir skólagöngu minni í Heyrnleysingjaskólanum eða Vesturhlíðaskóla eins og hann hét þegar ég lauk náminu. En lífið var ekki bara dans á rósum. Ég átti líka mín erfiðu unglingsár eins og flestir þegar sjálfsmyndin er ekki sérlega sterk. Mér fannst stundum ómögulegt að vera heyrnarlaus. Á norrænu æskulýðsmóti fyrir heyrnarlaus ungmenni sá ég ljósið. Ég varð döff, ég tilheyrði hópi, átti vini, ég var sátt við lífið og mér leið vel.Gefið börnum tækifæri Í dag er ég hamingjusamlega gift döff einstaklingi og á með honum þrjú ofurstykki sem eru altalandi á íslensku táknmáli og íslensku. Ég lauk stúdentsprófi og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Ég veit að dyrnar standa alltaf opnar ef mig langar í frekara nám. Ég lít til baka og veit að ég hefði ekki getað nýtt mér táknmálstúlkun í námi ef ég hefði ekki fengið að vaxa og dafna í góðu táknmálsumhverfi. Mér hafa boðist atvinnutækifæri í Noregi þar sem ég geng að öruggri táknmálstúlkaþjónustu vegna vinnu minnar og daglegs lífs t.d. þegar ég vil mæta á fundi sem tengjast íþrótta- og tómstundaiðju barna minna eða vil fara á endurmenntunarnámskeið í vinnunni. En ég vil eiga heima á Íslandi hjá mínu fólki sem tilheyrir sama mál- og menningarsamfélagi og ég – íslenska táknmálinu. Fjölskyldurnar sem tóku ákvörðun um að flytja frá Íslandi vildu ekki fara. Þau tóku ákvörðun sem er best fyrir barnið þeirra. Þau vilja gefa þeim tækifæri til að þroskast og dafna í umhverfi þar sem þeim stendur til boða menntun, námsgögn og túlkaþjónusta. Þessi staða er svo sorgleg því hún þarf ekki að vera svona. Íslensk stjórnvöld verða að styðja við íslenskt táknmál, börn og fjölskyldur sem reiða sig á það til samskipta. Gefið börnum tækifæri til að vaxa og dafna á Íslandi, gefið þeim möguleika til menntunar í skólakerfi þar sem íslenska táknmálið og menningarsamfélag þess nýtur virðingar. Þannig styðjum við best börn sem reiða sig á íslenska táknmálið til samskipta og gefum foreldrum þeirra val um að taka ákvörðun um að búa áfram á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa neyðst til að flytja frá Íslandi þar sem börnin þeirra fá ekki nauðsynlega þjónustu eins og námsefni á íslensku táknmáli. Þetta eru sorglegar fréttir og er mikil eftirsjá að fjölskyldunum. Ég er sjálf heyrnarlaus, fædd í litlu sjávarþorpi norður á Langanesi þar sem ég sleit barnskónum. Ég var með heyrnartæki og gat eitthvað lesið af vörum og gert mig skiljanlega. Ég man vel eftir árunum í skóla sem voru erfið. Mér gekk vel að læra en ég var ekki hluti af nemendahópnum. Þegar ég var 11 ára tóku foreldrar mínir ákvörðun um að flytja suður svo ég gæti farið í Heyrnleysingjaskólann. Ákvörðun foreldra minna gjörbreytti lífi mínu og verð ég þeim ævinlega þakklát. Í Heyrnleysingjaskólanum var ég ekki lengi að ná íslenska táknmálinu enda var málumhverfið lifandi – táknmál alls staðar. Í fyrsta sinn gat ég fylgst með samræðum – fylgst með fullorðnum tala um veðrið, umferðina, vinnuna. Með heyrnartækjunum gat ég átt samskipti við einn einstakling í einu en þegar fleiri bættust við datt ég út. Ég fann mig loksins sem hluta af hópnum og ég eignaðist vini. Ég gat verið ég sjálf. Fékk að upplifa heiminn í gegnum táknmálið og veröldin stækkaði heilmikið. Margt hefði mátt betur gera með kennslu og nám en ég sé ekki eftir skólagöngu minni í Heyrnleysingjaskólanum eða Vesturhlíðaskóla eins og hann hét þegar ég lauk náminu. En lífið var ekki bara dans á rósum. Ég átti líka mín erfiðu unglingsár eins og flestir þegar sjálfsmyndin er ekki sérlega sterk. Mér fannst stundum ómögulegt að vera heyrnarlaus. Á norrænu æskulýðsmóti fyrir heyrnarlaus ungmenni sá ég ljósið. Ég varð döff, ég tilheyrði hópi, átti vini, ég var sátt við lífið og mér leið vel.Gefið börnum tækifæri Í dag er ég hamingjusamlega gift döff einstaklingi og á með honum þrjú ofurstykki sem eru altalandi á íslensku táknmáli og íslensku. Ég lauk stúdentsprófi og B.Sc.-gráðu í hjúkrunarfræði. Ég veit að dyrnar standa alltaf opnar ef mig langar í frekara nám. Ég lít til baka og veit að ég hefði ekki getað nýtt mér táknmálstúlkun í námi ef ég hefði ekki fengið að vaxa og dafna í góðu táknmálsumhverfi. Mér hafa boðist atvinnutækifæri í Noregi þar sem ég geng að öruggri táknmálstúlkaþjónustu vegna vinnu minnar og daglegs lífs t.d. þegar ég vil mæta á fundi sem tengjast íþrótta- og tómstundaiðju barna minna eða vil fara á endurmenntunarnámskeið í vinnunni. En ég vil eiga heima á Íslandi hjá mínu fólki sem tilheyrir sama mál- og menningarsamfélagi og ég – íslenska táknmálinu. Fjölskyldurnar sem tóku ákvörðun um að flytja frá Íslandi vildu ekki fara. Þau tóku ákvörðun sem er best fyrir barnið þeirra. Þau vilja gefa þeim tækifæri til að þroskast og dafna í umhverfi þar sem þeim stendur til boða menntun, námsgögn og túlkaþjónusta. Þessi staða er svo sorgleg því hún þarf ekki að vera svona. Íslensk stjórnvöld verða að styðja við íslenskt táknmál, börn og fjölskyldur sem reiða sig á það til samskipta. Gefið börnum tækifæri til að vaxa og dafna á Íslandi, gefið þeim möguleika til menntunar í skólakerfi þar sem íslenska táknmálið og menningarsamfélag þess nýtur virðingar. Þannig styðjum við best börn sem reiða sig á íslenska táknmálið til samskipta og gefum foreldrum þeirra val um að taka ákvörðun um að búa áfram á Íslandi.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun