Verðtrygginguna burt Helga Þórðardóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Völd fjármálakerfisins eru allsráðandi í lífi okkar. Bankarnir hafa hagnast um rúma fjögur hundruð milljarða frá hruni. Samtímis eru til einstaklingar í þjóðfélagi okkar sem þurfa að velja á milli lyfja og matar. Alþingi Íslendinga horfir á án inngripa og samþykkir því glæpinn. Alþingi er stjórnað af sérhagsmunaaðilum og fátækir Íslendingar teljast ekki til þeirra. Þeir hvorki þrýsta né setja úrslitakosti eða múta. Verðtryggingin hefur verið nefnd „vítisvél andskotans“ og eiga erlendir bankastarfsmenn oft erfitt með að skilja hana. Hvernig getur bara annar aðilinn alltaf grætt spyrja þeir. Þeir eru vanir vissum ófyrirsjáanleika í störfum sínum sem íslenska bankakerfið hefur ekki haft manndóm í sér til að takast á við. Lánardrottnar á Íslandi, bankar og lífeyrissjóðir ætla sér að halda í verðtrygginguna hvað sem það kostar. Þeir græða á henni og hún veitir þeim yfirburðastöðu. Lánardrottinn á Íslandi sem veitir verðtryggt lán getur ekki tapað, bara lántakandinn meðan hann stendur í skilum. Sá fyrirsjáanleiki er ekki til staðar hjá erlendum lánastofnunum. Þannig sogar verðtryggingin sjálfvirkt fjármuni dag og nótt frá almenningi til lánardrottna, alla daga ársins. Síðan fá bankamenn bónusa fyrir snilldina. Til að bæta gráu ofan á svart þá veldur verðtryggingin verðbólgu og hver græðir á því? Þessu verður að breyta, það er réttlætismál. Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, ætlar að breyta þessu. Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna vilja 80% landsmanna afnema verðtrygginguna. Fimmflokkurinn hefur marglofað að afnema verðtrygginguna en hefur aldrei staðið við það og mun ekki gera það. Þess vegna er sterkasta vonin að styðja Dögun til áhrifa sem mun afnema verðtrygginguna, hvað sem tautar og raular. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Völd fjármálakerfisins eru allsráðandi í lífi okkar. Bankarnir hafa hagnast um rúma fjögur hundruð milljarða frá hruni. Samtímis eru til einstaklingar í þjóðfélagi okkar sem þurfa að velja á milli lyfja og matar. Alþingi Íslendinga horfir á án inngripa og samþykkir því glæpinn. Alþingi er stjórnað af sérhagsmunaaðilum og fátækir Íslendingar teljast ekki til þeirra. Þeir hvorki þrýsta né setja úrslitakosti eða múta. Verðtryggingin hefur verið nefnd „vítisvél andskotans“ og eiga erlendir bankastarfsmenn oft erfitt með að skilja hana. Hvernig getur bara annar aðilinn alltaf grætt spyrja þeir. Þeir eru vanir vissum ófyrirsjáanleika í störfum sínum sem íslenska bankakerfið hefur ekki haft manndóm í sér til að takast á við. Lánardrottnar á Íslandi, bankar og lífeyrissjóðir ætla sér að halda í verðtrygginguna hvað sem það kostar. Þeir græða á henni og hún veitir þeim yfirburðastöðu. Lánardrottinn á Íslandi sem veitir verðtryggt lán getur ekki tapað, bara lántakandinn meðan hann stendur í skilum. Sá fyrirsjáanleiki er ekki til staðar hjá erlendum lánastofnunum. Þannig sogar verðtryggingin sjálfvirkt fjármuni dag og nótt frá almenningi til lánardrottna, alla daga ársins. Síðan fá bankamenn bónusa fyrir snilldina. Til að bæta gráu ofan á svart þá veldur verðtryggingin verðbólgu og hver græðir á því? Þessu verður að breyta, það er réttlætismál. Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, ætlar að breyta þessu. Samkvæmt skoðanakönnun Hagsmunasamtaka heimilanna vilja 80% landsmanna afnema verðtrygginguna. Fimmflokkurinn hefur marglofað að afnema verðtrygginguna en hefur aldrei staðið við það og mun ekki gera það. Þess vegna er sterkasta vonin að styðja Dögun til áhrifa sem mun afnema verðtrygginguna, hvað sem tautar og raular.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar