Auðveldum kaup á fasteignum Willum Þór Þórsson og Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 19. október 2015 07:00 Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí síðastliðnum sendi ríkisstjórnin frá sér yfirlýsingu um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar er til að mynda litið til þess að auðvelda fólki kaup á fasteignum, þá sérstaklega ungu fólki sem vill festa kaup á sinni fyrstu eign.Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessiEins og margir muna eflaust fór ríkisstjórnin í skuldaleiðréttingaraðgerðir fyrir íslensk heimili með verðtryggðar húsnæðisskuldir fyrr á þessu kjörtímabili. Aðgerðirnar snerust annars vegar um beina niðurfærslu verðtryggðra lána og hins vegar heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa. Nú er heimildin til skattfrjálsrar ráðstöfunar tímabundin, til fimm ára þegar um er að ræða húsnæðissparnað. Ein af þeim aðgerðum sem samþykkt var að ráðast í er að skoða möguleika þess að húsnæðissparnaðurinn verði gerður að varanlegu sparnaðarformi. Þannig verði komið til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, með hvata til sparnaðar og skattaafslætti. Þetta er oft ungt barnafólk og einmitt sá hópur sem að flestra mati er mikilvægt að hlúa að.Hagkvæmari byggingar Þá er verið að leita leiða til að lækka kostnað vegna byggingar íbúðarhúsnæðis. Lækki byggingarkostnaður eru líkur á að framboð á ódýru húsnæði aukist. Sveitarfélög gætu lagt sitt af mörkum með lækkun lóða- og gatnagerðargjalda til að lækka byggingarkostnað enn frekar. Umhverfisráðherra skipaði starfshóp þann 30. júní sl. í þeim tilgangi að endurskoða byggingarreglugerð og löggjöf á sviði byggingar- og skipulagsmála með ofangreint að markmiði. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi.Litið til fleiri þátta en greiðslumats Einnig er unnið að því að um fasteignalán til neytenda verði sett sérlög og lánveitendum veitt svigrúm til að horfa til fleiri þátta en niðurstöðu greiðslumats við ákvörðun um lánveitingu. Í dag er alltof algengt að fólk komist ekki í gegnum greiðslumat þrátt fyrir að greiða leigu sem er hærri en afborganir af húsnæðisláni og vera í raun fullfært um að standa undir greiðslum af húsnæðisláni. Þær breytingar sem boðaðar hafa verið eru til þess fallnar að greiða leið þeirra sem vilja skapa sér sitt eigið heimili. Við styðjum því þessar aðgerðir heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Willum Þór Þórsson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í maí síðastliðnum sendi ríkisstjórnin frá sér yfirlýsingu um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar er til að mynda litið til þess að auðvelda fólki kaup á fasteignum, þá sérstaklega ungu fólki sem vill festa kaup á sinni fyrstu eign.Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessiEins og margir muna eflaust fór ríkisstjórnin í skuldaleiðréttingaraðgerðir fyrir íslensk heimili með verðtryggðar húsnæðisskuldir fyrr á þessu kjörtímabili. Aðgerðirnar snerust annars vegar um beina niðurfærslu verðtryggðra lána og hins vegar heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa. Nú er heimildin til skattfrjálsrar ráðstöfunar tímabundin, til fimm ára þegar um er að ræða húsnæðissparnað. Ein af þeim aðgerðum sem samþykkt var að ráðast í er að skoða möguleika þess að húsnæðissparnaðurinn verði gerður að varanlegu sparnaðarformi. Þannig verði komið til móts við þá sem kaupa sína fyrstu íbúð, með hvata til sparnaðar og skattaafslætti. Þetta er oft ungt barnafólk og einmitt sá hópur sem að flestra mati er mikilvægt að hlúa að.Hagkvæmari byggingar Þá er verið að leita leiða til að lækka kostnað vegna byggingar íbúðarhúsnæðis. Lækki byggingarkostnaður eru líkur á að framboð á ódýru húsnæði aukist. Sveitarfélög gætu lagt sitt af mörkum með lækkun lóða- og gatnagerðargjalda til að lækka byggingarkostnað enn frekar. Umhverfisráðherra skipaði starfshóp þann 30. júní sl. í þeim tilgangi að endurskoða byggingarreglugerð og löggjöf á sviði byggingar- og skipulagsmála með ofangreint að markmiði. Gert er ráð fyrir að hann skili tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi.Litið til fleiri þátta en greiðslumats Einnig er unnið að því að um fasteignalán til neytenda verði sett sérlög og lánveitendum veitt svigrúm til að horfa til fleiri þátta en niðurstöðu greiðslumats við ákvörðun um lánveitingu. Í dag er alltof algengt að fólk komist ekki í gegnum greiðslumat þrátt fyrir að greiða leigu sem er hærri en afborganir af húsnæðisláni og vera í raun fullfært um að standa undir greiðslum af húsnæðisláni. Þær breytingar sem boðaðar hafa verið eru til þess fallnar að greiða leið þeirra sem vilja skapa sér sitt eigið heimili. Við styðjum því þessar aðgerðir heilshugar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun