Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2015 22:32 Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati. (…)Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson um málið á Alþingi í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arion banki selur hlutabréf í fyrirtækjum á lægra verði til valinna fjárfesta áður en viðkomandi fyrirtæki eru skráð á markað. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34 prósenta hlut í matvöruverslanakeðjunni Högum til hóps fagfjárfesta og lífeyrissjóða með þá Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson í broddi fylkingar á 4,1 milljarð króna á genginu 10 krónur á hlut en þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Arion banki gerði þetta líka í tilviki fasteignafélagsins Reita. Valinn hópur fjárfesta fékk að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi nokkrum mánuðum áður en félagið var skráð á markað. Fjórða dæmi er svo fasteignafélagið Eik. Við sameiningu Landfesta og Eikar seldi Arion banki hluti í Eik um það bil ári fyrir skráningu félagsins á lægra gengi. Spyrja má, af hverju ætti bankinn ekki að gera þetta? Fyrsta lagi er ekkert ólöglegt við þetta, í öðru lagi var bankinn í umræddum tilvikum að selja bréf sem hann átti sjálfur og í þriðja lagi þekkist það víða í viðskiptalífinu að vildarviðskiptavinir njóti betri kjara. Af hverju ætti bankinn ekki að rækta samband við góða viðskiptavini sína og bjóða þeim betri kjör en öðrum ef hann hefur sjálfur beina fjárhagslega hagsmuni af því? Gagnrýnin virðist helst ganga út á að þetta sé ósanngjarnt en kannski undirstrikar þetta í hnotskurn þann aðstöðumun sem er ríkjandi á fjármálamarkaði á milli efnaðra viðskiptavina bankanna og annarra. Alþingi Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. Mikil ónægja er með þá ákvörðun Arion banka að selja stóran hlut í Símanum, til forstjóra fyrirtækisins og fjárfestahóps sem hann setti saman og til valinna vildarviðskiptavina Arion banka, á lægra gengi nokkrum vikum fyrir skráningu félagsins. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Það ríkir mikil reiði í samfélaginu yfir mismunun sem veður hér uppi. Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati. (…)Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi. Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson um málið á Alþingi í vikunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Arion banki selur hlutabréf í fyrirtækjum á lægra verði til valinna fjárfesta áður en viðkomandi fyrirtæki eru skráð á markað. Í febrúar 2011 seldi Arion banki 34 prósenta hlut í matvöruverslanakeðjunni Högum til hóps fagfjárfesta og lífeyrissjóða með þá Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson í broddi fylkingar á 4,1 milljarð króna á genginu 10 krónur á hlut en þegar Hagar voru skráðir á markað var byrjunargengi bréfanna 13,5 krónur á hlut. Arion banki gerði þetta líka í tilviki fasteignafélagsins Reita. Valinn hópur fjárfesta fékk að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi nokkrum mánuðum áður en félagið var skráð á markað. Fjórða dæmi er svo fasteignafélagið Eik. Við sameiningu Landfesta og Eikar seldi Arion banki hluti í Eik um það bil ári fyrir skráningu félagsins á lægra gengi. Spyrja má, af hverju ætti bankinn ekki að gera þetta? Fyrsta lagi er ekkert ólöglegt við þetta, í öðru lagi var bankinn í umræddum tilvikum að selja bréf sem hann átti sjálfur og í þriðja lagi þekkist það víða í viðskiptalífinu að vildarviðskiptavinir njóti betri kjara. Af hverju ætti bankinn ekki að rækta samband við góða viðskiptavini sína og bjóða þeim betri kjör en öðrum ef hann hefur sjálfur beina fjárhagslega hagsmuni af því? Gagnrýnin virðist helst ganga út á að þetta sé ósanngjarnt en kannski undirstrikar þetta í hnotskurn þann aðstöðumun sem er ríkjandi á fjármálamarkaði á milli efnaðra viðskiptavina bankanna og annarra.
Alþingi Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira