Formaður stúdentaráðs HÍ: Frábært að kennarar leiti leiða til að koma kennsluefninu á framfæri sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2015 19:32 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir ástandið í skólanum óviðunandi og hefur hvatt kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri. Hann segist ánægður með að kennarar hafi fært kennslu þeirra til. „Við auðvitað vonum að það verði samið sem allra fyrst. En í millitíðinni höfum við sent erindi á alla kennara skólans og hvatt þá til að leita annarra leiða til að miðla kennsluefninu til að lágmarka þá skerðingu sem hefur átt sér stað. Þetta er mikið efni sem kennt er á knöppum tíma og hver fyrirlestur skiptir miklu máli,“ segir hann.„Úrræðagóðir kennarar“ Þó nokkur dæmi eru um að kennarar hafi fært kennslu í heimahús, á skrifstofur, í lesrými og jafnvel á kaffihús, en SFR stéttarfélag segir það skýrt verkfallsbrot. Aron segist ekki sjá hvernig það geti talist brot á reglum, það sé þó ekki hans að meta það. „Ég lít ekki svo á að verið sé að svipta neinn verkfallsrétti eða að einhver sé að brjóta verkfallsreglur. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér þykja þetta úrræðagóðir kennarar. Við finnum mjög mikið fyrir verkfallinu nú þegar."„Bara til lausnir ekki vandamál," sagði Aron á Facebook í dag.Hvetur ekki til verkfallsbrota Aron segist þó aldrei myndu hvetja til verkfallsbrota, en að taka þurfi umræðuna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. SFR stéttarfélag hafi ekki skýrt það nægilega vel út og tekur nefnir tölvustofurnar sem dæmi. Upphaflega hafi þær átt að vera opnar en að nú hafi verkfallsverðir verið að „angra“ nemendur í tölvustofunum. „Það kom alltaf skýrt fram að tölvustofurnar ættu að vera opnar. Þær eru það alltaf en núna hafa verkfallsverðir verið að koma inn og reka nemendur út,“ útskýrir Aron. Þá segir hann það góða lausn að miðla námsefni rafrænt. „Við höfum til dæmis hvatt kennara til að taka upp fyrirlestra og senda á nemendur og þannig nýti sér svokallaða vendikennslu. Allavega á meðan þetta ástand varir.“ Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, sagði í samtali við Vísi í dag að slíkt gæti ekki talist brot á reglum. Það að færa kennsluna til væri það hins vegar.Verkfallsbrjótar gætu þurft að súpa seiðið af verkfallsbrotum síðar meir, því öll mál fara fyrir nefnd SFR og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort fara eigi með málið lengra. Verkfall 2016 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ, segir ástandið í skólanum óviðunandi og hefur hvatt kennara til að leita lausna til að koma kennsluefninu á framfæri. Hann segist ánægður með að kennarar hafi fært kennslu þeirra til. „Við auðvitað vonum að það verði samið sem allra fyrst. En í millitíðinni höfum við sent erindi á alla kennara skólans og hvatt þá til að leita annarra leiða til að miðla kennsluefninu til að lágmarka þá skerðingu sem hefur átt sér stað. Þetta er mikið efni sem kennt er á knöppum tíma og hver fyrirlestur skiptir miklu máli,“ segir hann.„Úrræðagóðir kennarar“ Þó nokkur dæmi eru um að kennarar hafi fært kennslu í heimahús, á skrifstofur, í lesrými og jafnvel á kaffihús, en SFR stéttarfélag segir það skýrt verkfallsbrot. Aron segist ekki sjá hvernig það geti talist brot á reglum, það sé þó ekki hans að meta það. „Ég lít ekki svo á að verið sé að svipta neinn verkfallsrétti eða að einhver sé að brjóta verkfallsreglur. Fyrir mitt leyti verð ég að segja að mér þykja þetta úrræðagóðir kennarar. Við finnum mjög mikið fyrir verkfallinu nú þegar."„Bara til lausnir ekki vandamál," sagði Aron á Facebook í dag.Hvetur ekki til verkfallsbrota Aron segist þó aldrei myndu hvetja til verkfallsbrota, en að taka þurfi umræðuna um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. SFR stéttarfélag hafi ekki skýrt það nægilega vel út og tekur nefnir tölvustofurnar sem dæmi. Upphaflega hafi þær átt að vera opnar en að nú hafi verkfallsverðir verið að „angra“ nemendur í tölvustofunum. „Það kom alltaf skýrt fram að tölvustofurnar ættu að vera opnar. Þær eru það alltaf en núna hafa verkfallsverðir verið að koma inn og reka nemendur út,“ útskýrir Aron. Þá segir hann það góða lausn að miðla námsefni rafrænt. „Við höfum til dæmis hvatt kennara til að taka upp fyrirlestra og senda á nemendur og þannig nýti sér svokallaða vendikennslu. Allavega á meðan þetta ástand varir.“ Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR, sagði í samtali við Vísi í dag að slíkt gæti ekki talist brot á reglum. Það að færa kennsluna til væri það hins vegar.Verkfallsbrjótar gætu þurft að súpa seiðið af verkfallsbrotum síðar meir, því öll mál fara fyrir nefnd SFR og í kjölfarið er tekin ákvörðun um hvort fara eigi með málið lengra.
Verkfall 2016 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira