Taylor Swift bölvunin í bandaríska hafnarboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 23:30 Vísir/EPA Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín. Taylor Alison Swift hefur verið að fylgja eftir 1989-plötunni með tónleikaröð um öll Bandaríkin og þrír af tónleikunum hafa fram á heimavöllum bandarískra hafnarboltaliða. Sigurhlutfall þessa þriggja liða, Houston Astros, Washington Nationals og San Diego Padres, hefur hrunið eftir að Swift fyllti heimavöll þeirra. D'Arcy Maine á ESPN skrifaði um Taylor Swift bölvunina í bandaríska hafnarboltanum og naut þar hjálpar Mackenzie Kraemer og tölfræðinganna á ESPN. Í lok júlí færði Houston Astros tónleika Taylor Swift frá 13. október til 9. september ef svo skyldi fara að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Þá leit þetta vel út en ekki lengur. Astros-liðið hefur aðeins unnið 7 af síðustu 18 leikjum sínum þar af tapaði liðið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum eftir tónleikanna. Tveimur dögum eftir tónleika Swift á heimavelli Washington Nationals fór rafmagnið af Nationals Park leikvanginum og það varð að fresta leik liðsins. Nationals var efst í sínum riðli þegar Swift fyllti leikvanginn en hefur síðan varla unnið leik og á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. San Diego Padres hafa ennfremur tapað 17 af 28 leikjum sínum síðan að Taylor Swift hélt tónleika á heimavelli þeirra Petco Park 29. ágúst síðastliðinn. Eitt lið enn getur farið að búa sig undir bölvunina því Taylor Swift heldur tónleika á heimavelli Toronto Blue Jays um helgina. Blue Jays liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en menn þar á bæ geta farið að búa sig undir að fara snemma í frí. Aðrar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
Þrjú bandarísk hafnarboltafélög í MLB-deildinni hafa verið í tómu tjóni eftir heimsókn frá einni vinsælustu tónlistakonu heimsins í dag og það þykir ekki boða gott að fá þessa stóru poppstjörnu í heimsókn til sín. Taylor Alison Swift hefur verið að fylgja eftir 1989-plötunni með tónleikaröð um öll Bandaríkin og þrír af tónleikunum hafa fram á heimavöllum bandarískra hafnarboltaliða. Sigurhlutfall þessa þriggja liða, Houston Astros, Washington Nationals og San Diego Padres, hefur hrunið eftir að Swift fyllti heimavöll þeirra. D'Arcy Maine á ESPN skrifaði um Taylor Swift bölvunina í bandaríska hafnarboltanum og naut þar hjálpar Mackenzie Kraemer og tölfræðinganna á ESPN. Í lok júlí færði Houston Astros tónleika Taylor Swift frá 13. október til 9. september ef svo skyldi fara að liðið kæmist í úrslitakeppnina. Þá leit þetta vel út en ekki lengur. Astros-liðið hefur aðeins unnið 7 af síðustu 18 leikjum sínum þar af tapaði liðið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum eftir tónleikanna. Tveimur dögum eftir tónleika Swift á heimavelli Washington Nationals fór rafmagnið af Nationals Park leikvanginum og það varð að fresta leik liðsins. Nationals var efst í sínum riðli þegar Swift fyllti leikvanginn en hefur síðan varla unnið leik og á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. San Diego Padres hafa ennfremur tapað 17 af 28 leikjum sínum síðan að Taylor Swift hélt tónleika á heimavelli þeirra Petco Park 29. ágúst síðastliðinn. Eitt lið enn getur farið að búa sig undir bölvunina því Taylor Swift heldur tónleika á heimavelli Toronto Blue Jays um helgina. Blue Jays liðið er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en menn þar á bæ geta farið að búa sig undir að fara snemma í frí.
Aðrar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira