UFC 192: Hvað gerir Gustafsson gegn nýja meistaranum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. október 2015 22:00 Cormier og Gustafsson í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 192 fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætir léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier Svíanum Alexander Gustafsson í spennandi viðureign. Daniel Cormier er nýkrýndur léttþungavigtarmeistari UFC eftir að hann sigraði Anthony Johnson í maí. Þeir Johnson og Cormier mættust um beltið eftir að léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones var sviptur titlinum. Í fyrstu titilvörn Cormier mætir hann Alexander Gustafsson. Sú ákvörðun að gefa Alexander Gustafsson titilbardaga var harðlega gagnrýnd þar sem Gustafsson tapaði sínum síðasta bardaga gegn fyrrnefndum Johnson. Þrátt fyrir gagnrýnina gæti Gustafsson verið með réttu vopnin í vopnabúrinu til að taka nýja beltið hans Cormier. Gustafsson er með gott box en einnig með framúrskarandi felluvörn sem mun skipta miklu máli í kvöld. Það mun mæða mikið á felluvörn Gustafsson enda er Cormier einn allra besti glímumaður sem stigið hefur fæti í UFC búrið. Cormier komst tvisvar á Ólympíuleikana í frjálsri glímu og náði fjórða sætinu í annað skiptið.Sjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Gustafsson tókst að stöðva fellur Jon Jones á sínum tíma er þeir börðust um titilinn og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson kom gríðarlega á óvart gegn Jones og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson tapaði fyrir Jones en tekst honum að gera betur gegn nýja meistaranum Cormier? Það verða fimm bardagar á dagskrá í kvöld. Bardagi Johny Hendricks og Tyron Woodley átti að fara fram í kvöld en var aflýst í gær eins og kom fram á vef MMA Frétta. Í stað Hendricks og Woodley var bardagi Ali Bagautinov og Joseph Benavidez færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins. Bein útsending frá UFC 192 hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Alexander GustafssonLéttþungavigt: Rashad Evans gegn Ryan BaderÞungavigt: Shawn Jordan gegn Ruslan MagomedovFluguvigt: Joseph Benavidez gegn Ali BagautinovBantamvigt kvenna: Jessica Eye gegn Julianna Peña MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
UFC 192 fer fram í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætir léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier Svíanum Alexander Gustafsson í spennandi viðureign. Daniel Cormier er nýkrýndur léttþungavigtarmeistari UFC eftir að hann sigraði Anthony Johnson í maí. Þeir Johnson og Cormier mættust um beltið eftir að léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones var sviptur titlinum. Í fyrstu titilvörn Cormier mætir hann Alexander Gustafsson. Sú ákvörðun að gefa Alexander Gustafsson titilbardaga var harðlega gagnrýnd þar sem Gustafsson tapaði sínum síðasta bardaga gegn fyrrnefndum Johnson. Þrátt fyrir gagnrýnina gæti Gustafsson verið með réttu vopnin í vopnabúrinu til að taka nýja beltið hans Cormier. Gustafsson er með gott box en einnig með framúrskarandi felluvörn sem mun skipta miklu máli í kvöld. Það mun mæða mikið á felluvörn Gustafsson enda er Cormier einn allra besti glímumaður sem stigið hefur fæti í UFC búrið. Cormier komst tvisvar á Ólympíuleikana í frjálsri glímu og náði fjórða sætinu í annað skiptið.Sjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Gustafsson tókst að stöðva fellur Jon Jones á sínum tíma er þeir börðust um titilinn og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson kom gríðarlega á óvart gegn Jones og gæti gert það sama gegn Cormier. Gustafsson tapaði fyrir Jones en tekst honum að gera betur gegn nýja meistaranum Cormier? Það verða fimm bardagar á dagskrá í kvöld. Bardagi Johny Hendricks og Tyron Woodley átti að fara fram í kvöld en var aflýst í gær eins og kom fram á vef MMA Frétta. Í stað Hendricks og Woodley var bardagi Ali Bagautinov og Joseph Benavidez færður upp á aðalhluta bardagakvöldsins. Bein útsending frá UFC 192 hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Alexander GustafssonLéttþungavigt: Rashad Evans gegn Ryan BaderÞungavigt: Shawn Jordan gegn Ruslan MagomedovFluguvigt: Joseph Benavidez gegn Ali BagautinovBantamvigt kvenna: Jessica Eye gegn Julianna Peña
MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn