Skellt í lás í Háskóla Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2015 14:56 Ekki verður hægt að komast inn í Aðalbyggingu Háskóla Íslands komi til verkfalls SFR í næstu viku. vísir/ernir Umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands eru félagsmenn í SFR og fara að óbreyttu í skyndiverkfall þann 15. október næstkomandi og ótímabundið verkfall 16. nóvember ef ekki semst áður. Viðræður SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands við samninganefnd ríkisins sigldu í strand í gær og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Laufey Sigurðardóttir, sem stýrir daglegum rekstri bygginga HÍ, segir að þær byggingar sem ekki opna rafrænt verði lokaðar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. „Kennslustofur verða ekki opnaðar og þar með mun hefðbundin kennsla í raun lamast. Kennarar geta þó kennt annars staðar hafi þeir tök á eða nýtt internetið í kennslu “ segir Laufey í samtali við Vísi.Háskólabíó opið en íþróttahúsið lokað Verkfallið mun þó ekki hafa áhrif á kennslu í Háskólabíói þar sem það er sjálfstæð rekstarareining og umsjónarmaður hússins er ekki félagsmaður í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Þá verða einhverjar rannsóknarstofur mögulega opnar. Það er verkfallsbrot að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verður Aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sér um að opna hana. Starfsmenn skólans sem eru með aðgangskort eða lykla munu þó komast inn í byggingar en mega ekki opna þær og hleypa öðrum inn. Þá verður íþróttahús HÍ jafnframt lokað. „Við erum að vinna í því að undirbúa okkur undir þetta, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Umsjónarmenn fasteigna skólans eru gríðarlega mikilvægir öryggisaðilar hér því þeir sjá ekki aðeins um að húsum og kennslustofum sé læst og þær opnaðar á tilskyldum tíma heldur sjá þeir til dæmis um öryggisgæslu í byggingunum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11 SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands eru félagsmenn í SFR og fara að óbreyttu í skyndiverkfall þann 15. október næstkomandi og ótímabundið verkfall 16. nóvember ef ekki semst áður. Viðræður SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands við samninganefnd ríkisins sigldu í strand í gær og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Laufey Sigurðardóttir, sem stýrir daglegum rekstri bygginga HÍ, segir að þær byggingar sem ekki opna rafrænt verði lokaðar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. „Kennslustofur verða ekki opnaðar og þar með mun hefðbundin kennsla í raun lamast. Kennarar geta þó kennt annars staðar hafi þeir tök á eða nýtt internetið í kennslu “ segir Laufey í samtali við Vísi.Háskólabíó opið en íþróttahúsið lokað Verkfallið mun þó ekki hafa áhrif á kennslu í Háskólabíói þar sem það er sjálfstæð rekstarareining og umsjónarmaður hússins er ekki félagsmaður í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Þá verða einhverjar rannsóknarstofur mögulega opnar. Það er verkfallsbrot að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verður Aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sér um að opna hana. Starfsmenn skólans sem eru með aðgangskort eða lykla munu þó komast inn í byggingar en mega ekki opna þær og hleypa öðrum inn. Þá verður íþróttahús HÍ jafnframt lokað. „Við erum að vinna í því að undirbúa okkur undir þetta, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Umsjónarmenn fasteigna skólans eru gríðarlega mikilvægir öryggisaðilar hér því þeir sjá ekki aðeins um að húsum og kennslustofum sé læst og þær opnaðar á tilskyldum tíma heldur sjá þeir til dæmis um öryggisgæslu í byggingunum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11 SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00
Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00
SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00
Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11
SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16