Formaður ÍTR: Hækkun á stökum miðum ekki hluti af stærra verðhækkunarplotti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2015 10:37 Aðsókn í Vesturbæjarlaug hefur aukist töluvert undanfarið ár eða síðan nýr heitur pottur var tekinn í notkun. Vísir/Daníel Hækkun fullorðinsgjalds í sundlaugar Reykjavíkur úr 650 krónum í 900 krónur frá og með 1. nóvember hefur lagst öfugt ofan í margan borgarbúann. Um 38 prósenta hækkun er að ræða en aðgerðin er hluti af sparnaðaraðgerðum borgaryfirvalda.Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og varaborgarfulltrúi Pírata, segir markmiðið að ná frekari tekjum úr sundlauginni. Hann minnir á að engin hækkun verður í verði afsláttarkorta en hægt er að fjárfesta í tíu og tuttugu skipta kortum í sundlaugum auk árskorta. „Þetta á síst að bitna á þeim sem fara reglulega í sund, stærstu notendum sundlauganna,“ segir Þórgnýr. „Við ætlum að ná hærri tekjum af þeim sem koma sjaldan í sund. Stærsti hópur þeirra er auðvitað erlendir ferðamenn.“Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR.Ekki hluti af stærra plotti Þórgnýr segir að breytingin eigi að auka tekjur borgarinnar um í kringum 40 milljónir króna. Hingað til hafi tekjur af sundlaugunum numið í kringum 65 prósent af kostnaði. Hlutfallið eigi að hækka í 70 prósent með breytingunni. Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum vegna hækkunarinnar og sýnist sitt hverjum. Sumir segja breytinguna engu máli skipta fyrir neytendur þar sem afsláttarkortin hækki ekki og frekari tekjur þurfi af ferðamönnum. Því séu aðgerðir borgarinnar skiljanlegar. Hins vegar benda aðrir á að þetta hljóti að vera fyrsta skrefið hjá borgaryfirvöldum. Næst muni afsláttarkortin hækka í verði. „Ég get alveg staðfest að það er ekki í umræðunni. Það er hvorki markmiðið eða eitthvað plott að hækka fyrst einskiptiskortin og svo afsláttarkortin,“ segir Þórgnýr. Eðli málsins samkvæmt geti hann ekki útilokað að það komist einhvern tímann í umræðuna en svo sé ekki nú. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49 Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Hækkun fullorðinsgjalds í sundlaugar Reykjavíkur úr 650 krónum í 900 krónur frá og með 1. nóvember hefur lagst öfugt ofan í margan borgarbúann. Um 38 prósenta hækkun er að ræða en aðgerðin er hluti af sparnaðaraðgerðum borgaryfirvalda.Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og varaborgarfulltrúi Pírata, segir markmiðið að ná frekari tekjum úr sundlauginni. Hann minnir á að engin hækkun verður í verði afsláttarkorta en hægt er að fjárfesta í tíu og tuttugu skipta kortum í sundlaugum auk árskorta. „Þetta á síst að bitna á þeim sem fara reglulega í sund, stærstu notendum sundlauganna,“ segir Þórgnýr. „Við ætlum að ná hærri tekjum af þeim sem koma sjaldan í sund. Stærsti hópur þeirra er auðvitað erlendir ferðamenn.“Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR.Ekki hluti af stærra plotti Þórgnýr segir að breytingin eigi að auka tekjur borgarinnar um í kringum 40 milljónir króna. Hingað til hafi tekjur af sundlaugunum numið í kringum 65 prósent af kostnaði. Hlutfallið eigi að hækka í 70 prósent með breytingunni. Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum vegna hækkunarinnar og sýnist sitt hverjum. Sumir segja breytinguna engu máli skipta fyrir neytendur þar sem afsláttarkortin hækki ekki og frekari tekjur þurfi af ferðamönnum. Því séu aðgerðir borgarinnar skiljanlegar. Hins vegar benda aðrir á að þetta hljóti að vera fyrsta skrefið hjá borgaryfirvöldum. Næst muni afsláttarkortin hækka í verði. „Ég get alveg staðfest að það er ekki í umræðunni. Það er hvorki markmiðið eða eitthvað plott að hækka fyrst einskiptiskortin og svo afsláttarkortin,“ segir Þórgnýr. Eðli málsins samkvæmt geti hann ekki útilokað að það komist einhvern tímann í umræðuna en svo sé ekki nú.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49 Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49
Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59