Formaður ÍTR: Hækkun á stökum miðum ekki hluti af stærra verðhækkunarplotti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2015 10:37 Aðsókn í Vesturbæjarlaug hefur aukist töluvert undanfarið ár eða síðan nýr heitur pottur var tekinn í notkun. Vísir/Daníel Hækkun fullorðinsgjalds í sundlaugar Reykjavíkur úr 650 krónum í 900 krónur frá og með 1. nóvember hefur lagst öfugt ofan í margan borgarbúann. Um 38 prósenta hækkun er að ræða en aðgerðin er hluti af sparnaðaraðgerðum borgaryfirvalda.Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og varaborgarfulltrúi Pírata, segir markmiðið að ná frekari tekjum úr sundlauginni. Hann minnir á að engin hækkun verður í verði afsláttarkorta en hægt er að fjárfesta í tíu og tuttugu skipta kortum í sundlaugum auk árskorta. „Þetta á síst að bitna á þeim sem fara reglulega í sund, stærstu notendum sundlauganna,“ segir Þórgnýr. „Við ætlum að ná hærri tekjum af þeim sem koma sjaldan í sund. Stærsti hópur þeirra er auðvitað erlendir ferðamenn.“Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR.Ekki hluti af stærra plotti Þórgnýr segir að breytingin eigi að auka tekjur borgarinnar um í kringum 40 milljónir króna. Hingað til hafi tekjur af sundlaugunum numið í kringum 65 prósent af kostnaði. Hlutfallið eigi að hækka í 70 prósent með breytingunni. Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum vegna hækkunarinnar og sýnist sitt hverjum. Sumir segja breytinguna engu máli skipta fyrir neytendur þar sem afsláttarkortin hækki ekki og frekari tekjur þurfi af ferðamönnum. Því séu aðgerðir borgarinnar skiljanlegar. Hins vegar benda aðrir á að þetta hljóti að vera fyrsta skrefið hjá borgaryfirvöldum. Næst muni afsláttarkortin hækka í verði. „Ég get alveg staðfest að það er ekki í umræðunni. Það er hvorki markmiðið eða eitthvað plott að hækka fyrst einskiptiskortin og svo afsláttarkortin,“ segir Þórgnýr. Eðli málsins samkvæmt geti hann ekki útilokað að það komist einhvern tímann í umræðuna en svo sé ekki nú. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49 Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Hækkun fullorðinsgjalds í sundlaugar Reykjavíkur úr 650 krónum í 900 krónur frá og með 1. nóvember hefur lagst öfugt ofan í margan borgarbúann. Um 38 prósenta hækkun er að ræða en aðgerðin er hluti af sparnaðaraðgerðum borgaryfirvalda.Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og varaborgarfulltrúi Pírata, segir markmiðið að ná frekari tekjum úr sundlauginni. Hann minnir á að engin hækkun verður í verði afsláttarkorta en hægt er að fjárfesta í tíu og tuttugu skipta kortum í sundlaugum auk árskorta. „Þetta á síst að bitna á þeim sem fara reglulega í sund, stærstu notendum sundlauganna,“ segir Þórgnýr. „Við ætlum að ná hærri tekjum af þeim sem koma sjaldan í sund. Stærsti hópur þeirra er auðvitað erlendir ferðamenn.“Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR.Ekki hluti af stærra plotti Þórgnýr segir að breytingin eigi að auka tekjur borgarinnar um í kringum 40 milljónir króna. Hingað til hafi tekjur af sundlaugunum numið í kringum 65 prósent af kostnaði. Hlutfallið eigi að hækka í 70 prósent með breytingunni. Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum vegna hækkunarinnar og sýnist sitt hverjum. Sumir segja breytinguna engu máli skipta fyrir neytendur þar sem afsláttarkortin hækki ekki og frekari tekjur þurfi af ferðamönnum. Því séu aðgerðir borgarinnar skiljanlegar. Hins vegar benda aðrir á að þetta hljóti að vera fyrsta skrefið hjá borgaryfirvöldum. Næst muni afsláttarkortin hækka í verði. „Ég get alveg staðfest að það er ekki í umræðunni. Það er hvorki markmiðið eða eitthvað plott að hækka fyrst einskiptiskortin og svo afsláttarkortin,“ segir Þórgnýr. Eðli málsins samkvæmt geti hann ekki útilokað að það komist einhvern tímann í umræðuna en svo sé ekki nú.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49 Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49
Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59