Er Ísland án áætlunar? Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. september 2015 07:00 Athygli vakti þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir án nokkurra fyrirvara á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að Ísland ætlaði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Þótt lítið hafi farið fyrir frumkvæði af þessu tagi í málaflokknum hjá forsætisráðherranum mátti vona að hér hefðu orðið þáttaskil. Skömmu síðar var yfirlýsingin hins vegar dregin í land af hálfu bæði aðstoðarmanns ráðherrans og sjálfs umhverfisráðherra. Heldur ráðherrann að orð hans á erlendri grundu fréttist ekki hingað heim? Hefur yfirlýsingin verið dregin til baka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Aðstoðarmaðurinn talar um að Ísland muni taka við „sanngjörnu hlutfalli“ af heildarmarkmiðum Evrópusambandsríkjanna um að heildarminnkun losunar verði 40% fyrir árið 2030. Ekki liggur fyrir hvað felast mun í „sanngjörnu hlutfalli“ eða hvernig standa eiga að því. Því er alls ekki ljóst hvort og þá hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að beita sér í jafn risastóru og brýnu máli og alþjóðasamningum og aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvar er ný aðgerðaáætlun? Hver eru markmiðin? Við fáum að vita að orð forsætisráðherra standast ekki skoðun, draga þarf í land það sem fullyrt var svo drýgindalega á fundi í Sameinuðu þjóðunum. Hver er áætlunin? Í raun kemur ekki á óvart að bakkað sé með orð forsætisráðherra enda skýrt að yfirlýsingin rímar ekki við einbeitta og úrelta atvinnustefnu ríkisstjórnar hans. Ekkert gæti verið jafn fjarri göfugum markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stórkarlaleg og mengandi stóriðjustefna Sigmundar Davíðs og félaga. En ganga þessi markmið um 40% samdrátt í samvinnu við Evrópusambandið nógu langt ef hugur fylgir máli? Ekki að mati okkar Vinstri grænna. Ísland á að geta orðið kolefnishlutlaust hagkerfi fyrir árið 2050. Að því markmiði og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2015 til ársins 2030 ættum við að vinna. Þau heimsmarkmið ganga út á að eyða fátækt, tryggja mannréttindi og jöfn réttindi jarðarbúa með hliðsjón af hagsmunum náttúrunnar og umhverfisvernd. Það væri alvöru áætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Athygli vakti þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir án nokkurra fyrirvara á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að Ísland ætlaði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Þótt lítið hafi farið fyrir frumkvæði af þessu tagi í málaflokknum hjá forsætisráðherranum mátti vona að hér hefðu orðið þáttaskil. Skömmu síðar var yfirlýsingin hins vegar dregin í land af hálfu bæði aðstoðarmanns ráðherrans og sjálfs umhverfisráðherra. Heldur ráðherrann að orð hans á erlendri grundu fréttist ekki hingað heim? Hefur yfirlýsingin verið dregin til baka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Aðstoðarmaðurinn talar um að Ísland muni taka við „sanngjörnu hlutfalli“ af heildarmarkmiðum Evrópusambandsríkjanna um að heildarminnkun losunar verði 40% fyrir árið 2030. Ekki liggur fyrir hvað felast mun í „sanngjörnu hlutfalli“ eða hvernig standa eiga að því. Því er alls ekki ljóst hvort og þá hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að beita sér í jafn risastóru og brýnu máli og alþjóðasamningum og aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvar er ný aðgerðaáætlun? Hver eru markmiðin? Við fáum að vita að orð forsætisráðherra standast ekki skoðun, draga þarf í land það sem fullyrt var svo drýgindalega á fundi í Sameinuðu þjóðunum. Hver er áætlunin? Í raun kemur ekki á óvart að bakkað sé með orð forsætisráðherra enda skýrt að yfirlýsingin rímar ekki við einbeitta og úrelta atvinnustefnu ríkisstjórnar hans. Ekkert gæti verið jafn fjarri göfugum markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stórkarlaleg og mengandi stóriðjustefna Sigmundar Davíðs og félaga. En ganga þessi markmið um 40% samdrátt í samvinnu við Evrópusambandið nógu langt ef hugur fylgir máli? Ekki að mati okkar Vinstri grænna. Ísland á að geta orðið kolefnishlutlaust hagkerfi fyrir árið 2050. Að því markmiði og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2015 til ársins 2030 ættum við að vinna. Þau heimsmarkmið ganga út á að eyða fátækt, tryggja mannréttindi og jöfn réttindi jarðarbúa með hliðsjón af hagsmunum náttúrunnar og umhverfisvernd. Það væri alvöru áætlun.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun