Yogi „Jógi Björn“ Berra er látinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 08:15 Jógi og Jógi. vísir/getty Yogi Berra, ein mesta hafnaboltagoðsögn sögunnar, er látinn 90 ára að aldri. Forráðamenn Yogi Berra-safnsins í Bandaríkjunum tilkynntu að þessi heiðurshallarmeðlimur MLB-deildarinnar væri fallinn frá í gærkvöldi. Berra er einn allra besti leikmaðurinn í sögu hafnaboltans, en hann spilaði nánast allan sinn 19 ára feril með New York Yankees. Hann spilaði sem grípari og var þrisvar sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar og varð þrettán sinnum meistari með Yankees. Berra var einn litríkasti karakterinn í bandarísku íþróttalífi um langt skeið og lét út úr sér margar frægar setningar á borð við: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið“ og „Þetta er eins og Déjà vu aftur“.We are deeply saddened by the loss of a Yankees legend and American hero, Yogi Berra. pic.twitter.com/Bf8uXxUPzR — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015Nokkrar af frægustu setningum Berra: „Það er ekki hitinn sem er að trufla okkur heldur hógværðin (e. It ain't the heat; it's the humility). „Hafnabolti snýst 90 prósent um hausinn á mönnum og hinn helmingurinn er líkamlegur.“ „Þú gefur þig 100 prósent í fyrri helming leiksins og ef það er ekki nóg gefurðu það sem eftir er í seinni hálfleik.“ „Ég sagði aldrei megnið af því sem ég sagði. Takið öllu með fyrirvara.“ „Ég veit ekki hvert þú ert að fara. Þú gætir endað einhversstaðar annars staðar.“ „Ég var alveg viss um að metið myndi standa þar til það yrði bætt.“ „Ef heimurinn væri ekki fullkominn væri hann það ekki.“ „Farið alltaf í jarðafarir annars fólks því annars kemur það ekki í þína.“We have lost an icon: https://t.co/bqLwILR1bbpic.twitter.com/h0SDSvUzkw — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015 Yogi Berra er sagður maðurinn sem William Hanna og Joseph Barbera, Hanna-Barbera, sköpuðu teiknimyndakarakterinn Jóga Björn eftir. Berra kærði þá félagana sem sögðu nafnið og stælana í skógarbirninum vinsæla vera hreina tilviljun. Það er samt talið nokkuð öruggt að Jógi Björn hafi verið skapaður í ímynd Berra. Hann féll frá kærunni og málið fór aldrei fyrir dómstóla. Aðrar íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Yogi Berra, ein mesta hafnaboltagoðsögn sögunnar, er látinn 90 ára að aldri. Forráðamenn Yogi Berra-safnsins í Bandaríkjunum tilkynntu að þessi heiðurshallarmeðlimur MLB-deildarinnar væri fallinn frá í gærkvöldi. Berra er einn allra besti leikmaðurinn í sögu hafnaboltans, en hann spilaði nánast allan sinn 19 ára feril með New York Yankees. Hann spilaði sem grípari og var þrisvar sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar og varð þrettán sinnum meistari með Yankees. Berra var einn litríkasti karakterinn í bandarísku íþróttalífi um langt skeið og lét út úr sér margar frægar setningar á borð við: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið“ og „Þetta er eins og Déjà vu aftur“.We are deeply saddened by the loss of a Yankees legend and American hero, Yogi Berra. pic.twitter.com/Bf8uXxUPzR — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015Nokkrar af frægustu setningum Berra: „Það er ekki hitinn sem er að trufla okkur heldur hógværðin (e. It ain't the heat; it's the humility). „Hafnabolti snýst 90 prósent um hausinn á mönnum og hinn helmingurinn er líkamlegur.“ „Þú gefur þig 100 prósent í fyrri helming leiksins og ef það er ekki nóg gefurðu það sem eftir er í seinni hálfleik.“ „Ég sagði aldrei megnið af því sem ég sagði. Takið öllu með fyrirvara.“ „Ég veit ekki hvert þú ert að fara. Þú gætir endað einhversstaðar annars staðar.“ „Ég var alveg viss um að metið myndi standa þar til það yrði bætt.“ „Ef heimurinn væri ekki fullkominn væri hann það ekki.“ „Farið alltaf í jarðafarir annars fólks því annars kemur það ekki í þína.“We have lost an icon: https://t.co/bqLwILR1bbpic.twitter.com/h0SDSvUzkw — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015 Yogi Berra er sagður maðurinn sem William Hanna og Joseph Barbera, Hanna-Barbera, sköpuðu teiknimyndakarakterinn Jóga Björn eftir. Berra kærði þá félagana sem sögðu nafnið og stælana í skógarbirninum vinsæla vera hreina tilviljun. Það er samt talið nokkuð öruggt að Jógi Björn hafi verið skapaður í ímynd Berra. Hann féll frá kærunni og málið fór aldrei fyrir dómstóla.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira