Yogi „Jógi Björn“ Berra er látinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 08:15 Jógi og Jógi. vísir/getty Yogi Berra, ein mesta hafnaboltagoðsögn sögunnar, er látinn 90 ára að aldri. Forráðamenn Yogi Berra-safnsins í Bandaríkjunum tilkynntu að þessi heiðurshallarmeðlimur MLB-deildarinnar væri fallinn frá í gærkvöldi. Berra er einn allra besti leikmaðurinn í sögu hafnaboltans, en hann spilaði nánast allan sinn 19 ára feril með New York Yankees. Hann spilaði sem grípari og var þrisvar sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar og varð þrettán sinnum meistari með Yankees. Berra var einn litríkasti karakterinn í bandarísku íþróttalífi um langt skeið og lét út úr sér margar frægar setningar á borð við: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið“ og „Þetta er eins og Déjà vu aftur“.We are deeply saddened by the loss of a Yankees legend and American hero, Yogi Berra. pic.twitter.com/Bf8uXxUPzR — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015Nokkrar af frægustu setningum Berra: „Það er ekki hitinn sem er að trufla okkur heldur hógværðin (e. It ain't the heat; it's the humility). „Hafnabolti snýst 90 prósent um hausinn á mönnum og hinn helmingurinn er líkamlegur.“ „Þú gefur þig 100 prósent í fyrri helming leiksins og ef það er ekki nóg gefurðu það sem eftir er í seinni hálfleik.“ „Ég sagði aldrei megnið af því sem ég sagði. Takið öllu með fyrirvara.“ „Ég veit ekki hvert þú ert að fara. Þú gætir endað einhversstaðar annars staðar.“ „Ég var alveg viss um að metið myndi standa þar til það yrði bætt.“ „Ef heimurinn væri ekki fullkominn væri hann það ekki.“ „Farið alltaf í jarðafarir annars fólks því annars kemur það ekki í þína.“We have lost an icon: https://t.co/bqLwILR1bbpic.twitter.com/h0SDSvUzkw — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015 Yogi Berra er sagður maðurinn sem William Hanna og Joseph Barbera, Hanna-Barbera, sköpuðu teiknimyndakarakterinn Jóga Björn eftir. Berra kærði þá félagana sem sögðu nafnið og stælana í skógarbirninum vinsæla vera hreina tilviljun. Það er samt talið nokkuð öruggt að Jógi Björn hafi verið skapaður í ímynd Berra. Hann féll frá kærunni og málið fór aldrei fyrir dómstóla. Aðrar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Yogi Berra, ein mesta hafnaboltagoðsögn sögunnar, er látinn 90 ára að aldri. Forráðamenn Yogi Berra-safnsins í Bandaríkjunum tilkynntu að þessi heiðurshallarmeðlimur MLB-deildarinnar væri fallinn frá í gærkvöldi. Berra er einn allra besti leikmaðurinn í sögu hafnaboltans, en hann spilaði nánast allan sinn 19 ára feril með New York Yankees. Hann spilaði sem grípari og var þrisvar sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar og varð þrettán sinnum meistari með Yankees. Berra var einn litríkasti karakterinn í bandarísku íþróttalífi um langt skeið og lét út úr sér margar frægar setningar á borð við: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið“ og „Þetta er eins og Déjà vu aftur“.We are deeply saddened by the loss of a Yankees legend and American hero, Yogi Berra. pic.twitter.com/Bf8uXxUPzR — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015Nokkrar af frægustu setningum Berra: „Það er ekki hitinn sem er að trufla okkur heldur hógværðin (e. It ain't the heat; it's the humility). „Hafnabolti snýst 90 prósent um hausinn á mönnum og hinn helmingurinn er líkamlegur.“ „Þú gefur þig 100 prósent í fyrri helming leiksins og ef það er ekki nóg gefurðu það sem eftir er í seinni hálfleik.“ „Ég sagði aldrei megnið af því sem ég sagði. Takið öllu með fyrirvara.“ „Ég veit ekki hvert þú ert að fara. Þú gætir endað einhversstaðar annars staðar.“ „Ég var alveg viss um að metið myndi standa þar til það yrði bætt.“ „Ef heimurinn væri ekki fullkominn væri hann það ekki.“ „Farið alltaf í jarðafarir annars fólks því annars kemur það ekki í þína.“We have lost an icon: https://t.co/bqLwILR1bbpic.twitter.com/h0SDSvUzkw — New York Yankees (@Yankees) September 23, 2015 Yogi Berra er sagður maðurinn sem William Hanna og Joseph Barbera, Hanna-Barbera, sköpuðu teiknimyndakarakterinn Jóga Björn eftir. Berra kærði þá félagana sem sögðu nafnið og stælana í skógarbirninum vinsæla vera hreina tilviljun. Það er samt talið nokkuð öruggt að Jógi Björn hafi verið skapaður í ímynd Berra. Hann féll frá kærunni og málið fór aldrei fyrir dómstóla.
Aðrar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira