Eigum við ekki að gera betur? Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 27. september 2015 10:51 Til borgarstjóra: Í kjölfar föstudagsviðtals Fréttablaðsins við undirritaða hefur borgarstjóri farið mikinn til að verja velferðarþjónustu borgarinnar, þó hún hafi fengið falleinkunn hjá notendum þjónustunnar vegna stífra ramma, seinagangs og biðlista eins og má til dæmis sjá í þjónustukönnunum. Hann bendir ekki á nýjar lausnir. Hann virðist vilja reka kerfið óbreytt þrátt fyrir að ýmsir aðilar, eins og hagsmunasamtök fatlaðra og aldraðra, kalli ítrekað á breytingar. Grunnþjónusta borgarinnar eins og hún hefur verið skilgreind, til dæmis stuðnings- og heimaþjónusta, á að vera greidd úr borgarsjóði, um það er ekki ágreiningur. Í dag næst ekki að þjónusta alla og biðlistar eru einkennandi. Borgarfulltrúar ættu að geta verið sammála um að markmiðið sé að minnsta kosti að veita lögbundna þjónustu og helst að bæta hana. Nýtt fjármagn verður um þessar mundir ekki sótt í borgarsjóð. Meirihlutinn rekur hann með stórfelldum halla. Ef Dagur vill bæta velferðarþjónustuna með hefðbundnum leiðum þarf hann að spara rækilega annars staðar. Þetta hefur honum ekki tekist. Eini kosturinn er því að leita nýrra leiða til að ná betri árangri, þjónusta fleiri og ná meiri hagkvæmni.Útúrsnúningur í stað umræðuDagur grípur til þess gamalkunna ráðs að gera andstæðingum sínum upp skoðanir og ráðast síðan á þær. Hann heldur því blákalt fram að hugmyndir Sjálfstæðisflokksins gangi út á að spara með því að „takmarka þjónustuna“. Fólk eigi von á verri þjónustu auk þess sem það muni þurfa að borga meira úr eigin vasa fyrir grunnþjónustuna. Hvorugt er rétt. Við viljum þvert á móti finna lausnir til að fá meira fjármagn til velferðarmála almennt, og auka skilvirkni án þess að fólk greiði meira fyrir grunnþjónustuna en það gerir í dag. Enginn er að tala um að draga úr þjónustu. Hins vegar er hægt að auðvelda fólki að sækja sér viðbótarþjónustu. Þannig má draga úr álagi á núverandi velferðarkerfi og stytta bið.Af hverju einkageirinn?Góð reynsla er af sjálfstæðum rekstri grunnþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. Þar þótti mikil ástæða til að leyfa fólki að njóta þeirra kosta sem sjálfstæðari og sveigjanlegri þjónustueiningar hafa upp á að bjóða. Það er ein ástæða þess að norræna velferðarkerfið, sem Dagur og flokkssystkini hans hafa nánast sem krossmark uppi á vegg, er það skilvirkasta í heimi. Einkarekstri í grunnþjónustu hefur verið tekið fagnandi bæði í skóla- og heilbrigðiskerfinu, eins og var til dæmis rakið í úttekt The Economist á norræna velferðarmódelinu fyrir nokkrum misserum. Fé fylgir þörf og þeir sem reka þjónustueiningar geta ekki valið sér viðskiptavini heldur velur viðskiptavinurinn þjónustuaðilann. Þannig má koma í veg fyrir að þeim efnameiri standi annað til boða en þeim efnaminni hvað grunnþjónustuna varðar. Reynsla nágrannalandanna sýnir að einkaaðilar sýna alls ekki síðri þjónustulund en opinberir enda eiga þeir allt undir því að reksturinn fái hljómgrunn hjá notendum. Sveigjanleiki og skilvirkni er meiri í einkarekstri en opinberum. Staðreyndin er einnig sú að nýsköpun og þróun gengur mun hraðar fyrir sig hjá einkaaðilum.Einkaframtak í velferðHér á landi eru líka dæmi þess að einkafyrirtæki hafi tekið að sér grunnþjónustu með góðum árangri. Hjúkrunarheimilið Sóltún, heimaþjónustan Sinnum ehf, heilsugæslan í Salahverfi og heimaþjónustufyrirtækið Karitas, sem sinnir langveikum, eru góð dæmi um einkarekstur í velferðarþjónustu, þar sem grunnþjónusta er greidd af almannafé. Þessi fyrirtæki eru ekki síðri hluti velferðarkerfisins en opinber þjónusta. Útboð verkefna hvetur fyrirtæki til að sækja fram innan þessa geira. Þannig má styðja við þá þróun að fleiri velferðarfyrirtæki líti dagsins ljós. Hluti rekstursins getur verið að sinna grunnþjónustu en einnig verður til frelsi og hvati til að bæta við og þróa nýja þjónustu sem getur skilað okkur betri og hagkvæmari framtíðarlausnum.Alvarleg staða í ReykjavíkFyrir hverra hönd talar borgarstjórinn þegar hann útmálar hugmyndir um aukinn einkarekstur í velferðarþjónustu sem einhvers konar mannvonsku? Slíkar hugmyndir hafa átt fylgi að fagna í hans eigin flokki; þegar Ágúst Ólafur Ágústsson var varaformaður Samfylkingarinnar talaði hann til dæmis fyrir útboðum í velferðarþjónustu og kallaði það kreddur að vilja ekki samþykkja slíkt ef það lækkaði kostnað og bætti jafnvel þjónustuna. Björt framtíð, sem situr í meirihluta með Degi, samþykkti á dögunum á landsfundi stefnu um fjölbreytt rekstrarform í velferðarmálum. Einn helsti talsmaður flokksins í þeim málum sagði þá að hún myndi ekki finna sig í flokki sem hafnaði einkaframtakinu. Og telur Dagur sig tala fyrir þann stóra hóp sem þarf þjónustu borgarinnar, fær hana seint eða ekki og myndi taka nýjum lausnum fagnandi? Staðan í Reykjavík er alvarleg. Í fjármálunum stefnir í stórkostlegt óefni. Sá vandi mun hafa veruleg áhrif á þjónustu við borgarana. Það er sjálfsögð krafa að borgarstjóri skýri frá því hvernig hann vill bregðast við. Vonandi verður það með því hugarfari að taka nýrri hugmyndafræði vel í stað þess að verja stöðnun. Eða er hann búinn að gefast upp? Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Til borgarstjóra: Í kjölfar föstudagsviðtals Fréttablaðsins við undirritaða hefur borgarstjóri farið mikinn til að verja velferðarþjónustu borgarinnar, þó hún hafi fengið falleinkunn hjá notendum þjónustunnar vegna stífra ramma, seinagangs og biðlista eins og má til dæmis sjá í þjónustukönnunum. Hann bendir ekki á nýjar lausnir. Hann virðist vilja reka kerfið óbreytt þrátt fyrir að ýmsir aðilar, eins og hagsmunasamtök fatlaðra og aldraðra, kalli ítrekað á breytingar. Grunnþjónusta borgarinnar eins og hún hefur verið skilgreind, til dæmis stuðnings- og heimaþjónusta, á að vera greidd úr borgarsjóði, um það er ekki ágreiningur. Í dag næst ekki að þjónusta alla og biðlistar eru einkennandi. Borgarfulltrúar ættu að geta verið sammála um að markmiðið sé að minnsta kosti að veita lögbundna þjónustu og helst að bæta hana. Nýtt fjármagn verður um þessar mundir ekki sótt í borgarsjóð. Meirihlutinn rekur hann með stórfelldum halla. Ef Dagur vill bæta velferðarþjónustuna með hefðbundnum leiðum þarf hann að spara rækilega annars staðar. Þetta hefur honum ekki tekist. Eini kosturinn er því að leita nýrra leiða til að ná betri árangri, þjónusta fleiri og ná meiri hagkvæmni.Útúrsnúningur í stað umræðuDagur grípur til þess gamalkunna ráðs að gera andstæðingum sínum upp skoðanir og ráðast síðan á þær. Hann heldur því blákalt fram að hugmyndir Sjálfstæðisflokksins gangi út á að spara með því að „takmarka þjónustuna“. Fólk eigi von á verri þjónustu auk þess sem það muni þurfa að borga meira úr eigin vasa fyrir grunnþjónustuna. Hvorugt er rétt. Við viljum þvert á móti finna lausnir til að fá meira fjármagn til velferðarmála almennt, og auka skilvirkni án þess að fólk greiði meira fyrir grunnþjónustuna en það gerir í dag. Enginn er að tala um að draga úr þjónustu. Hins vegar er hægt að auðvelda fólki að sækja sér viðbótarþjónustu. Þannig má draga úr álagi á núverandi velferðarkerfi og stytta bið.Af hverju einkageirinn?Góð reynsla er af sjálfstæðum rekstri grunnþjónustu annars staðar á Norðurlöndum. Þar þótti mikil ástæða til að leyfa fólki að njóta þeirra kosta sem sjálfstæðari og sveigjanlegri þjónustueiningar hafa upp á að bjóða. Það er ein ástæða þess að norræna velferðarkerfið, sem Dagur og flokkssystkini hans hafa nánast sem krossmark uppi á vegg, er það skilvirkasta í heimi. Einkarekstri í grunnþjónustu hefur verið tekið fagnandi bæði í skóla- og heilbrigðiskerfinu, eins og var til dæmis rakið í úttekt The Economist á norræna velferðarmódelinu fyrir nokkrum misserum. Fé fylgir þörf og þeir sem reka þjónustueiningar geta ekki valið sér viðskiptavini heldur velur viðskiptavinurinn þjónustuaðilann. Þannig má koma í veg fyrir að þeim efnameiri standi annað til boða en þeim efnaminni hvað grunnþjónustuna varðar. Reynsla nágrannalandanna sýnir að einkaaðilar sýna alls ekki síðri þjónustulund en opinberir enda eiga þeir allt undir því að reksturinn fái hljómgrunn hjá notendum. Sveigjanleiki og skilvirkni er meiri í einkarekstri en opinberum. Staðreyndin er einnig sú að nýsköpun og þróun gengur mun hraðar fyrir sig hjá einkaaðilum.Einkaframtak í velferðHér á landi eru líka dæmi þess að einkafyrirtæki hafi tekið að sér grunnþjónustu með góðum árangri. Hjúkrunarheimilið Sóltún, heimaþjónustan Sinnum ehf, heilsugæslan í Salahverfi og heimaþjónustufyrirtækið Karitas, sem sinnir langveikum, eru góð dæmi um einkarekstur í velferðarþjónustu, þar sem grunnþjónusta er greidd af almannafé. Þessi fyrirtæki eru ekki síðri hluti velferðarkerfisins en opinber þjónusta. Útboð verkefna hvetur fyrirtæki til að sækja fram innan þessa geira. Þannig má styðja við þá þróun að fleiri velferðarfyrirtæki líti dagsins ljós. Hluti rekstursins getur verið að sinna grunnþjónustu en einnig verður til frelsi og hvati til að bæta við og þróa nýja þjónustu sem getur skilað okkur betri og hagkvæmari framtíðarlausnum.Alvarleg staða í ReykjavíkFyrir hverra hönd talar borgarstjórinn þegar hann útmálar hugmyndir um aukinn einkarekstur í velferðarþjónustu sem einhvers konar mannvonsku? Slíkar hugmyndir hafa átt fylgi að fagna í hans eigin flokki; þegar Ágúst Ólafur Ágústsson var varaformaður Samfylkingarinnar talaði hann til dæmis fyrir útboðum í velferðarþjónustu og kallaði það kreddur að vilja ekki samþykkja slíkt ef það lækkaði kostnað og bætti jafnvel þjónustuna. Björt framtíð, sem situr í meirihluta með Degi, samþykkti á dögunum á landsfundi stefnu um fjölbreytt rekstrarform í velferðarmálum. Einn helsti talsmaður flokksins í þeim málum sagði þá að hún myndi ekki finna sig í flokki sem hafnaði einkaframtakinu. Og telur Dagur sig tala fyrir þann stóra hóp sem þarf þjónustu borgarinnar, fær hana seint eða ekki og myndi taka nýjum lausnum fagnandi? Staðan í Reykjavík er alvarleg. Í fjármálunum stefnir í stórkostlegt óefni. Sá vandi mun hafa veruleg áhrif á þjónustu við borgarana. Það er sjálfsögð krafa að borgarstjóri skýri frá því hvernig hann vill bregðast við. Vonandi verður það með því hugarfari að taka nýrri hugmyndafræði vel í stað þess að verja stöðnun. Eða er hann búinn að gefast upp? Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun