Er hótelborgin að verða óbyggileg? Halldór Þorsteinsson skrifar 29. september 2015 07:00 Ég veit ekki hverju þú svarar því, lesandi góður, en ég svara því hiklaust játandi. Hótel og svokallaðar „lundabúðir“ blasa við manni á öðru hverju götuhorni og flest ef ekki allt virðist miðast við ætlaðar þarfir og viðskipti við erlenda ferðamenn, sem er að vissu marki ósköp skiljanlegt, þar sem við lifum að verulegu leyti á þeim, en hins vegar eiga borgarbúar alls ekki skilið að vera vanræktir þeirra vegna. Það er svo ótalmargt sem er ámælisvert í rekstri borgarstjórnarinnar, eins og til að mynda sorphirðan, sem er í fullkomnum ólestri. Væri ekki þjóðráð að bjóða hana út eins og tíðkast hjá flestum sveitarfélögum? Ekki bætir heldur úr skák að borgarsjóður skuli vera rekinn með sívaxandi halla eftir því sem hermt er. Maður hefur það ósjálfrátt á tilfinningunni að þeir valdamenn sem borginni stjórna séu í einskonar sandkassaleik og hagi sér eiginlega eins og hálfgerðir óvitar eftir verkum þeirra að dæma og líka skoðunum á flestum hlutum. Einkabíllinn er greinilega þyrnir í þeirra augum. Að þrengja og mjókka götur höfuðborgarinnar er þeim þrálátt keppikefli svo ekki sé minnst á gjörsamlega ótímabæra fækkun bílastæða. Svo er ekki úr vegi að geta þess að þessa óvita dreymir um að reisa glannalega háar íbúðarbyggingar á frekar óheppilegum stöðum, sem myndi víða byrgja fyrir útsýni yfir Sundin blá og Esjuna.Víða pottur brotinn Sumum kann að finnast helst til nokkuð djúpt í árinni tekið að kalla Dag B. Eggertsson og alla hans blindu meðreiðarsveina óvita, en óhætt er engu að síður að fullyrða að ekki sé sláandi skynsemisbragur yfir breytni þeirra og framkvæmdabrölti í samgöngu- og borgarskipulagsmálum. Á þeim vettvangi er því miður víða pottur brotinn. Nú langar mig til að leggja eftirfarandi spurningu fyrir borgarstjórann og hans fylgispaka lið. Hvernig vogið þið ykkur að ætla að hrófla við Reykjavíkurflugvellinum, þegar meirihluti þjóðarinnar vill hafa hann á sínum gamla, góða og rétta stað? Skiljið þið ekki hvað felst í orðinu lýðræði? Greinilega ekki eftir skoðunum ykkar og viðbrögðum að dæma. Að lokum skora ég á alla sanna og skynsama Íslendinga að róa öllum árum að því að koma Degi B. Eggertssyni burt úr borgarstjórastólnum ásamt allri þeirri spöku hirð jákálfa sem situr í kringum hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég veit ekki hverju þú svarar því, lesandi góður, en ég svara því hiklaust játandi. Hótel og svokallaðar „lundabúðir“ blasa við manni á öðru hverju götuhorni og flest ef ekki allt virðist miðast við ætlaðar þarfir og viðskipti við erlenda ferðamenn, sem er að vissu marki ósköp skiljanlegt, þar sem við lifum að verulegu leyti á þeim, en hins vegar eiga borgarbúar alls ekki skilið að vera vanræktir þeirra vegna. Það er svo ótalmargt sem er ámælisvert í rekstri borgarstjórnarinnar, eins og til að mynda sorphirðan, sem er í fullkomnum ólestri. Væri ekki þjóðráð að bjóða hana út eins og tíðkast hjá flestum sveitarfélögum? Ekki bætir heldur úr skák að borgarsjóður skuli vera rekinn með sívaxandi halla eftir því sem hermt er. Maður hefur það ósjálfrátt á tilfinningunni að þeir valdamenn sem borginni stjórna séu í einskonar sandkassaleik og hagi sér eiginlega eins og hálfgerðir óvitar eftir verkum þeirra að dæma og líka skoðunum á flestum hlutum. Einkabíllinn er greinilega þyrnir í þeirra augum. Að þrengja og mjókka götur höfuðborgarinnar er þeim þrálátt keppikefli svo ekki sé minnst á gjörsamlega ótímabæra fækkun bílastæða. Svo er ekki úr vegi að geta þess að þessa óvita dreymir um að reisa glannalega háar íbúðarbyggingar á frekar óheppilegum stöðum, sem myndi víða byrgja fyrir útsýni yfir Sundin blá og Esjuna.Víða pottur brotinn Sumum kann að finnast helst til nokkuð djúpt í árinni tekið að kalla Dag B. Eggertsson og alla hans blindu meðreiðarsveina óvita, en óhætt er engu að síður að fullyrða að ekki sé sláandi skynsemisbragur yfir breytni þeirra og framkvæmdabrölti í samgöngu- og borgarskipulagsmálum. Á þeim vettvangi er því miður víða pottur brotinn. Nú langar mig til að leggja eftirfarandi spurningu fyrir borgarstjórann og hans fylgispaka lið. Hvernig vogið þið ykkur að ætla að hrófla við Reykjavíkurflugvellinum, þegar meirihluti þjóðarinnar vill hafa hann á sínum gamla, góða og rétta stað? Skiljið þið ekki hvað felst í orðinu lýðræði? Greinilega ekki eftir skoðunum ykkar og viðbrögðum að dæma. Að lokum skora ég á alla sanna og skynsama Íslendinga að róa öllum árum að því að koma Degi B. Eggertssyni burt úr borgarstjórastólnum ásamt allri þeirri spöku hirð jákálfa sem situr í kringum hann.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun