Vendingar í Vatnsendamálinu: Frávísunarkröfu Kópavogsbæjar hafnað og málinu skipt í tvo hluta sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 11:16 Erfingjarnir fara fram á sjötíu og fimm milljarða í skaðabætur. vísir/valli Máli erfingjanna á Vatnsenda gegn Kópavogsbæ verður skipt upp í tvo hluta. Það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem dómari skar úr um að í fyrstu verði fjallað um greiðsluskyldu bæjarins og í kjölfarið upphæð skaðabótakröfunnar. Þá var kröfu Kópavogsbæjar um frávísun hafnað. Erfingjarnir eru tíu talsins, en þeir fara fram á sjötíu og fimm milljarða í skaðabætur frá Kópavogsbæ vegna eignarnáms í landi Vatnsenda á árunum 1992-2007. „Það er visst hagræði í því að taka þetta í tveimur skrefum í stað þess að gera þetta í einu lagi, þannig að þetta er skynsamleg ákvörðun,“ segir Valgeir Kristinsson, lögmaður Markúsar Ívars Hjaltested, eins erfingja Sigurðar Hjaltested, fyrrum ábúanda að Vatnsenda. Þorsteinn Hjaltested Þorsteini greiddar bætur - ekki öðrum eigendum jarðarinnar Málaferli þessi hófust eftir að Hæstiréttur komst í mars síðastliðnum að þeirri niðurstöðu að ráðstafa skyldi beinum eignarrétti til fimmtán erfingja Sigurðar Hjaltested, en ekki einungis til sonarsonar hans, Þorsteins Hjaltested. Hann fékk milljarða frá Kópavogsbæ í bætur, eftir að bærinn tók hluta jarðarinnar eignarnámi. Málið á sér langan aðdraganda, en deilur um jörðina hafa nú staðið yfir í nærri fimmtíu ár. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, ekki síst vegna þess að jörðin er eitt helsta byggingarland Kópavogsbæjar. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966 en þá fór sonur hans frá fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar var borin út af heimilinu. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferli þau sem nú hafa verið leidd til lykta hófust árið 2007 og hafa því staðið í 8 ár. Málinu er þó í raun ekki lokið þar sem skipta þarf búi Sigurðar Hjaltested frá árinu 1966 aftur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag og í kjölfarið tekið til efnislegrar meðferðar í janúar á næsta ári. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Tengdar fréttir Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23 Vatnsendi aftur í dánarbúið - deilur til 44 ára halda áfram Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag. 16. nóvember 2012 14:29 Deilan um Vatnsenda: "Þetta splundraði bara fjölskyldunni" Yngsti sonur Sigurðar Hjaltested, sem var eigandi Vatnsenda á sjöunda áratugnum, segir niðurstöðu Hæstaréttar í gær mikinn sigur en í raun bara upphafið að endinum. Hann segist finna til léttis að viðurkennt hafi verið að Vatnsendi sé enn í eigu dánarbús föður síns. Það hafi tekið verulega á þegar hann og fjölskylda hans voru borin út af heimili sínu fyrir tæpum 45 árum. 4. maí 2013 19:30 Áfram deilt um Vatnsenda í Kópavogi Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. 13. október 2013 15:43 Vatnsendi ekki í eigu Þorsteins - 45 ára gömlum deilum lokið Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár. 3. maí 2013 18:21 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Máli erfingjanna á Vatnsenda gegn Kópavogsbæ verður skipt upp í tvo hluta. Það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem dómari skar úr um að í fyrstu verði fjallað um greiðsluskyldu bæjarins og í kjölfarið upphæð skaðabótakröfunnar. Þá var kröfu Kópavogsbæjar um frávísun hafnað. Erfingjarnir eru tíu talsins, en þeir fara fram á sjötíu og fimm milljarða í skaðabætur frá Kópavogsbæ vegna eignarnáms í landi Vatnsenda á árunum 1992-2007. „Það er visst hagræði í því að taka þetta í tveimur skrefum í stað þess að gera þetta í einu lagi, þannig að þetta er skynsamleg ákvörðun,“ segir Valgeir Kristinsson, lögmaður Markúsar Ívars Hjaltested, eins erfingja Sigurðar Hjaltested, fyrrum ábúanda að Vatnsenda. Þorsteinn Hjaltested Þorsteini greiddar bætur - ekki öðrum eigendum jarðarinnar Málaferli þessi hófust eftir að Hæstiréttur komst í mars síðastliðnum að þeirri niðurstöðu að ráðstafa skyldi beinum eignarrétti til fimmtán erfingja Sigurðar Hjaltested, en ekki einungis til sonarsonar hans, Þorsteins Hjaltested. Hann fékk milljarða frá Kópavogsbæ í bætur, eftir að bærinn tók hluta jarðarinnar eignarnámi. Málið á sér langan aðdraganda, en deilur um jörðina hafa nú staðið yfir í nærri fimmtíu ár. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, ekki síst vegna þess að jörðin er eitt helsta byggingarland Kópavogsbæjar. Upphaflegur eigandi jarðarinnar var Magnús Einarsson Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Það fór svo að barnabarn bróður hans, Sigurður Kristján Lárusson Hjaltested, erfði Vatnsendajörðina og hóf þar búskap árið 1958 með seinni konu sinni. Sigurður lést árið 1966 en þá fór sonur hans frá fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sigurðar var borin út af heimilinu. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þorsteinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Málaferli þau sem nú hafa verið leidd til lykta hófust árið 2007 og hafa því staðið í 8 ár. Málinu er þó í raun ekki lokið þar sem skipta þarf búi Sigurðar Hjaltested frá árinu 1966 aftur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag og í kjölfarið tekið til efnislegrar meðferðar í janúar á næsta ári.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Tengdar fréttir Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23 Vatnsendi aftur í dánarbúið - deilur til 44 ára halda áfram Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag. 16. nóvember 2012 14:29 Deilan um Vatnsenda: "Þetta splundraði bara fjölskyldunni" Yngsti sonur Sigurðar Hjaltested, sem var eigandi Vatnsenda á sjöunda áratugnum, segir niðurstöðu Hæstaréttar í gær mikinn sigur en í raun bara upphafið að endinum. Hann segist finna til léttis að viðurkennt hafi verið að Vatnsendi sé enn í eigu dánarbús föður síns. Það hafi tekið verulega á þegar hann og fjölskylda hans voru borin út af heimili sínu fyrir tæpum 45 árum. 4. maí 2013 19:30 Áfram deilt um Vatnsenda í Kópavogi Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. 13. október 2013 15:43 Vatnsendi ekki í eigu Þorsteins - 45 ára gömlum deilum lokið Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár. 3. maí 2013 18:21 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. 4. maí 2013 13:23
Vatnsendi aftur í dánarbúið - deilur til 44 ára halda áfram Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teldist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested. Málið er vægast sagt umdeilt en það er Þorsteinn Hjaltested sem hefur jörðina til umráða í dag. 16. nóvember 2012 14:29
Deilan um Vatnsenda: "Þetta splundraði bara fjölskyldunni" Yngsti sonur Sigurðar Hjaltested, sem var eigandi Vatnsenda á sjöunda áratugnum, segir niðurstöðu Hæstaréttar í gær mikinn sigur en í raun bara upphafið að endinum. Hann segist finna til léttis að viðurkennt hafi verið að Vatnsendi sé enn í eigu dánarbús föður síns. Það hafi tekið verulega á þegar hann og fjölskylda hans voru borin út af heimili sínu fyrir tæpum 45 árum. 4. maí 2013 19:30
Áfram deilt um Vatnsenda í Kópavogi Þorsteinn Hjaltested hefur kært niðurstöðu Sýslumannsins í Reykjavík um að ógilda ekki þinglýsingu á afsali fyrir landinu Vatnsendakriki, sem Kópavogur afsalaði sér til Reykjavíkur. 13. október 2013 15:43
Vatnsendi ekki í eigu Þorsteins - 45 ára gömlum deilum lokið Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að jörðin Vatnsendi í Kópavogi teljist til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem lést árið 1966, en ekki Þorsteins Hjaltested, móður hans og systkina, sem hafa verið réttmætir eigendur jarðarinnar síðustu ár. 3. maí 2013 18:21