Ferjuáhöfn í fullu starfi að handlanga ælupoka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2015 08:00 Sæfari sigldi ekki alltaf lygnan sjó í sumar. Mynd/Anna María Sigvaldadóttir „Við höfum verið í fullu starfi við að rétta fólkinu ælupoka," segir segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á ferjunni Sæfara sem býður upp á áætlunarferðir frá Dalvík til Grímseyjar. Flestallir ferðamenn sem komu með ferjunni til Grímseyjar í sumar urðu sjóveikir að sögn Sigurjóns. Ferðin með Sæfara tekur að lágmarki þrjár klukkustundir og varð fólk flest sjóveikt strax í upphafi ferðarinnar. Hann segir vont veður vera ástæðu ástandsins. „Það er búið að vera ömurlegt veður í sumar og hefur ástandið verið svona vegna norðanáttarinnar,“ segir Sigurjón. Sæfari tekur 108 manns og siglir þrjár ferðir í viku. Algengast er að um 80 manns séu um borð á sumrin.Sigurjón Herbertsson skipstjóri SæfariSigurjón hefur farið sömu leiðina í um tuttugu ár og segist ekki muna eftir öðru eins sumri. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og það hefur verið mikið álag á okkur í áhöfninni við að þjónusta sjóveikt fólk, gefa því vatn að drekka og fara með suma í kojur,“ segir Sigurjón og bætir við að í ágúst hafi ein ferðin verið felld niður sökum veðurs. Það hafi aldrei gerst áður að sumarlagi. Þá segir Sigurjón að sjóveikir ferðamenn hafi oft ekki treyst sér með ferjunni til baka og keypt sér í staðinn flug til meginlandsins. „Fólk var kvíðið að þurfa að fara til baka og ákvað því að gista í eynni eða kaupa sér flug til baka. Það gerðist svo stundum að ekki var flogið vegna þoku og fólkið neyddist til þess að koma með um borð.“ Anna María Sigvaldadóttir, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsey og afgreiðslumaður ferjunnar Sæfara, segist ekki mun eftir eins mörgum sjóveikum ferðamönnum áður. „Fólkið var sjóveikt í marga tíma eftir ferðina. Ég held að það hafi verið svona tvær ferðir í sumar þar sem fólk varð ekki sjóveikt. Þetta er vegna veðursins, enda var meðalhitinn hér í sumar þrjár til fjórar gráður og norðanátt.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Við höfum verið í fullu starfi við að rétta fólkinu ælupoka," segir segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á ferjunni Sæfara sem býður upp á áætlunarferðir frá Dalvík til Grímseyjar. Flestallir ferðamenn sem komu með ferjunni til Grímseyjar í sumar urðu sjóveikir að sögn Sigurjóns. Ferðin með Sæfara tekur að lágmarki þrjár klukkustundir og varð fólk flest sjóveikt strax í upphafi ferðarinnar. Hann segir vont veður vera ástæðu ástandsins. „Það er búið að vera ömurlegt veður í sumar og hefur ástandið verið svona vegna norðanáttarinnar,“ segir Sigurjón. Sæfari tekur 108 manns og siglir þrjár ferðir í viku. Algengast er að um 80 manns séu um borð á sumrin.Sigurjón Herbertsson skipstjóri SæfariSigurjón hefur farið sömu leiðina í um tuttugu ár og segist ekki muna eftir öðru eins sumri. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og það hefur verið mikið álag á okkur í áhöfninni við að þjónusta sjóveikt fólk, gefa því vatn að drekka og fara með suma í kojur,“ segir Sigurjón og bætir við að í ágúst hafi ein ferðin verið felld niður sökum veðurs. Það hafi aldrei gerst áður að sumarlagi. Þá segir Sigurjón að sjóveikir ferðamenn hafi oft ekki treyst sér með ferjunni til baka og keypt sér í staðinn flug til meginlandsins. „Fólk var kvíðið að þurfa að fara til baka og ákvað því að gista í eynni eða kaupa sér flug til baka. Það gerðist svo stundum að ekki var flogið vegna þoku og fólkið neyddist til þess að koma með um borð.“ Anna María Sigvaldadóttir, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsey og afgreiðslumaður ferjunnar Sæfara, segist ekki mun eftir eins mörgum sjóveikum ferðamönnum áður. „Fólkið var sjóveikt í marga tíma eftir ferðina. Ég held að það hafi verið svona tvær ferðir í sumar þar sem fólk varð ekki sjóveikt. Þetta er vegna veðursins, enda var meðalhitinn hér í sumar þrjár til fjórar gráður og norðanátt.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira