Óska aftur eftir skýrslu ráðherra um kvikmyndaiðnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2015 20:33 Game of Thrones var tekið upp á Íslandi eins og frægt er. Vísir/VG Ellefu þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks- og framsóknarflokk hafa aftur óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Sömu þingmenn lögðu fram sömu beiðni á Alþingi þann 8. desember sl. og var hún samþykkt í það skiptið. Skýrslan á að skoða sérstaklega bein og afleidd hagræn áhrif sem kvikmyndagerð hefur á þau svæði og héruð þar sem upptökur fara fram. Segir einnig að sóknartækifærin í þessum málaflokki séu umtalsverð. Guðlaugur Þór Þórðarsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar og segir að tilefni sé til þess að ferðamannaiðnaðurinn njóti góðs af þeirri öflugu kvikmyndagerð sem eigi sér stað á Íslandi og nýta þurfi tækifærin sem sannarlega séu til staðar. „Mér finnst að við ættum að nýta þetta mun betur. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem eru í fanginu á okkur. Ég nefni sem dæmi minn gamla heimabæ, Borgarnes. Þar væri hægt að nýta Geirabakarí betur enda var það áberandi í The Secret Life of Walter Mitty.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vill að fetað sé í fótspor Nýja-Sjálands Guðlaugur segir að Íslandi eigi til að mynda að horfa til Nýja-Sjálands sem hafi farið í mikið átak til þess að kynna landið sem ferðamannastað og þar hafi kvikmyndagerð spilað lykilhlutverk í kjölfar þess að myndirnar um Hringadróttinssögu voru teknar þar upp. Hægt væri að nýta kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til þess að dreifa ferðamannastraumnum víðar en á Suðvesturhorninu með því að hvetja framleiðendur til þess að taka upp á stöðum úti á landi sem síðar gætu orðið að vinsælum ferðamannastöðum en í greinargerðinni sem fylgir skýrslubeiðninni segir að erlendar rannsóknir sýni að gera megi ráð fyrir 4-10% aukningu á ferðamannastraumi fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti að skila skýrslu í síðasta lagi í mars sl. en Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir því að skýrslan sé í vinnslu og að að iðnaðar og viðskiptaráðherra muni skila skýrslunni á yfirstandandi tímabili. Alþingi Game of Thrones Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Ellefu þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks- og framsóknarflokk hafa aftur óskað eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggi fram skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Sömu þingmenn lögðu fram sömu beiðni á Alþingi þann 8. desember sl. og var hún samþykkt í það skiptið. Skýrslan á að skoða sérstaklega bein og afleidd hagræn áhrif sem kvikmyndagerð hefur á þau svæði og héruð þar sem upptökur fara fram. Segir einnig að sóknartækifærin í þessum málaflokki séu umtalsverð. Guðlaugur Þór Þórðarsson er fyrsti flutningsmaður beiðninnar og segir að tilefni sé til þess að ferðamannaiðnaðurinn njóti góðs af þeirri öflugu kvikmyndagerð sem eigi sér stað á Íslandi og nýta þurfi tækifærin sem sannarlega séu til staðar. „Mér finnst að við ættum að nýta þetta mun betur. Þetta snýst um að nýta tækifærin sem eru í fanginu á okkur. Ég nefni sem dæmi minn gamla heimabæ, Borgarnes. Þar væri hægt að nýta Geirabakarí betur enda var það áberandi í The Secret Life of Walter Mitty.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vill að fetað sé í fótspor Nýja-Sjálands Guðlaugur segir að Íslandi eigi til að mynda að horfa til Nýja-Sjálands sem hafi farið í mikið átak til þess að kynna landið sem ferðamannastað og þar hafi kvikmyndagerð spilað lykilhlutverk í kjölfar þess að myndirnar um Hringadróttinssögu voru teknar þar upp. Hægt væri að nýta kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til þess að dreifa ferðamannastraumnum víðar en á Suðvesturhorninu með því að hvetja framleiðendur til þess að taka upp á stöðum úti á landi sem síðar gætu orðið að vinsælum ferðamannastöðum en í greinargerðinni sem fylgir skýrslubeiðninni segir að erlendar rannsóknir sýni að gera megi ráð fyrir 4-10% aukningu á ferðamannastraumi fyrstu þrjú árin eftir staður birtist í mynd sem nýtur alheimshylli. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra átti að skila skýrslu í síðasta lagi í mars sl. en Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir því að skýrslan sé í vinnslu og að að iðnaðar og viðskiptaráðherra muni skila skýrslunni á yfirstandandi tímabili.
Alþingi Game of Thrones Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira