Segir hugmyndir um samfélagsbanka úreltar Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. september 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ræðustól Alþingis. vísir/pjetur Hugmyndir um að reka banka á öðrum forsendum en arðsemisforsendum eru úreltar, að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni sagði þetta við fyrstu umræðum um fjárlög sem fram fór í gær. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, minnti á að Framsóknarflokkurinn, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, hefði samþykkt ályktun á síðasta landsfundi um að rétt væri að Landsbankinn ætti að vera áfram í ríkiseigu. Þessi ályktun er í takti við skoðanir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, og hefur Össur Skarphéðinsson tekið undir þær. Katrín spurði því hvort Bjarni hefði stuðning síns samstarfsflokks um að selja 30% hlut í Landsbankanum, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Bjarni kvaðst njóta stuðnings og að rétt væri að halda til streitu áformum um söluna. „Ég tel í fyrsta lagi að það sé mikilvægt til þess að greiða niður skuldir og ég tel að það sé í öðru lagi mikilvægt til þess að fá dreifðari eignaraðild að bankanum. Og varðandi hugmyndir sumra um að bankinn verði áfram í eigu ríkisins þá er það mín skoðun að ríkið eigi að eiga um 40 prósent í bankanum og vera þannig aðaleigandi bankans og ráðandi hluthafi í bankanum,“ segir Bjarni. Eðlilegt væri að finna eigendur að hinum 60 prósentunum. „Og hugmyndir um að fjármálastofnanir eins og Landsbankinn sem eru í samkeppni við aðra banka á landinu eigi að vera reknir með einhverju öðru heldur en arðsemismarkmiði. Það held ég að séu hugmyndir sem eru úreltar. Og slíkar hugmyndir og slíkar tilraunir hafa kostað okkur gríðarlegar fjárhæðir. Ég nefni Íbúðalánasjóð þar sem dæmi,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Hugmyndir um að reka banka á öðrum forsendum en arðsemisforsendum eru úreltar, að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni sagði þetta við fyrstu umræðum um fjárlög sem fram fór í gær. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, minnti á að Framsóknarflokkurinn, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, hefði samþykkt ályktun á síðasta landsfundi um að rétt væri að Landsbankinn ætti að vera áfram í ríkiseigu. Þessi ályktun er í takti við skoðanir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, og hefur Össur Skarphéðinsson tekið undir þær. Katrín spurði því hvort Bjarni hefði stuðning síns samstarfsflokks um að selja 30% hlut í Landsbankanum, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Bjarni kvaðst njóta stuðnings og að rétt væri að halda til streitu áformum um söluna. „Ég tel í fyrsta lagi að það sé mikilvægt til þess að greiða niður skuldir og ég tel að það sé í öðru lagi mikilvægt til þess að fá dreifðari eignaraðild að bankanum. Og varðandi hugmyndir sumra um að bankinn verði áfram í eigu ríkisins þá er það mín skoðun að ríkið eigi að eiga um 40 prósent í bankanum og vera þannig aðaleigandi bankans og ráðandi hluthafi í bankanum,“ segir Bjarni. Eðlilegt væri að finna eigendur að hinum 60 prósentunum. „Og hugmyndir um að fjármálastofnanir eins og Landsbankinn sem eru í samkeppni við aðra banka á landinu eigi að vera reknir með einhverju öðru heldur en arðsemismarkmiði. Það held ég að séu hugmyndir sem eru úreltar. Og slíkar hugmyndir og slíkar tilraunir hafa kostað okkur gríðarlegar fjárhæðir. Ég nefni Íbúðalánasjóð þar sem dæmi,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira