Martin: Ætla að taka sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 22:55 Martin Hermannsson skorar í kvöld. Vísir/Valli Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með íslenska körfuboltalandsliðnu á Evrópumótinu í Berlín en hann var með 6 stig og 3 stoðsendingar á móti Tyrkjum í kvöld. „Stuðningurinn og upplifunin að fá að vera inn á vellinum og spila fyrir framan þetta fólk og á móti svona sterku liði. Þetta var alveg geggjað," sagði Martin eftir leikinn. Tyrkir voru oft við það að ætla að fara að stinga íslenska liðið af en strákarnir komu alltaf til baka. „Ég á eiginlega ekki orð yfir okkur. Ég hef aldrei séð svona góða frammistöðu hjá íslensku körfuboltaliði á ævinni. Maður ímyndar sér að ef við hefðum verið í einhverjum öðrum riðli með liðum sem við hefðum getað unnið með svona spilamennsku. Þá hefðum við kannski verið komnir áfram í sextán liða úrslit. Það hefði verið rosalegt," sagði Martin. „Við höfum bætt okkur rosalega. Að sjá muninn á okkur frá því að ég byrjaði í landsliðinu fyrir þremur árum. Skilningurinn og hvað menn eru kokhraustir og tilbúnir að spila á móti þessum risaþjóðum og standa í þeim. Það er magnað," sagði Martin. Hann dansaði oft í kringum tveggja metra mennina í mótinu og skoraði margar smekklegar körfur. „Ég er búinn að vinna vel í þessum "flóter" og það er eins gott að nýta hann," sagði Martin sem skoraði þrjár flottar körfur á móti Tyrkjum. Martin sér fram á bjarta framtíð hjá íslenska körfuboltalandsliðinu. „Ég ætla að taka kannski sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti," sagði Martin léttur en verður hann þá ekki að sannfæra "gömlu" karlanna um að halda áfram. „Við skiptum um hné hjá Jóni, Logi er "forever young" og við erum því í góðum málum. Ég ætla að byrja á því að taka áratug í viðbót og svo sjáum við til," sagði Martin hress að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. 10. september 2015 22:38 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með íslenska körfuboltalandsliðnu á Evrópumótinu í Berlín en hann var með 6 stig og 3 stoðsendingar á móti Tyrkjum í kvöld. „Stuðningurinn og upplifunin að fá að vera inn á vellinum og spila fyrir framan þetta fólk og á móti svona sterku liði. Þetta var alveg geggjað," sagði Martin eftir leikinn. Tyrkir voru oft við það að ætla að fara að stinga íslenska liðið af en strákarnir komu alltaf til baka. „Ég á eiginlega ekki orð yfir okkur. Ég hef aldrei séð svona góða frammistöðu hjá íslensku körfuboltaliði á ævinni. Maður ímyndar sér að ef við hefðum verið í einhverjum öðrum riðli með liðum sem við hefðum getað unnið með svona spilamennsku. Þá hefðum við kannski verið komnir áfram í sextán liða úrslit. Það hefði verið rosalegt," sagði Martin. „Við höfum bætt okkur rosalega. Að sjá muninn á okkur frá því að ég byrjaði í landsliðinu fyrir þremur árum. Skilningurinn og hvað menn eru kokhraustir og tilbúnir að spila á móti þessum risaþjóðum og standa í þeim. Það er magnað," sagði Martin. Hann dansaði oft í kringum tveggja metra mennina í mótinu og skoraði margar smekklegar körfur. „Ég er búinn að vinna vel í þessum "flóter" og það er eins gott að nýta hann," sagði Martin sem skoraði þrjár flottar körfur á móti Tyrkjum. Martin sér fram á bjarta framtíð hjá íslenska körfuboltalandsliðinu. „Ég ætla að taka kannski sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti," sagði Martin léttur en verður hann þá ekki að sannfæra "gömlu" karlanna um að halda áfram. „Við skiptum um hné hjá Jóni, Logi er "forever young" og við erum því í góðum málum. Ég ætla að byrja á því að taka áratug í viðbót og svo sjáum við til," sagði Martin hress að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. 10. september 2015 22:38 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00
Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. 10. september 2015 22:38
Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31