Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2015 10:28 Björk og Sigríður Ingibjörg virðast samkvæmt nýjustu fréttum veriða pólitískir andstæðingar. Orð Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um innbyggða „veikleikavæðingu“ í kerfinu, spurð út í hugsanlega aumingjavæðingu, valda verulegum titringi í röðum Samfylkingarfólks, og reyndar meðal allra þeirra sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi. Hin óvæntu ummæli Bjarkar, sem hafa nú þegar valdið verulegri ólgu innan vinstri hreyfingarinnar allrar, og hljóta að koma til umfjöllunar þar, eru svohljóðandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Orð Bjarkar virðast ríma vel við frjálshyggjusjónarmið og skoðanir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, lýsti nýlega, þess efnis að Samfylkingin vilji bótavæða samfélagið til að hækka bætur.Sjá nánar hér.Vilji til vinnu meiri með sterkara velferðarkerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður velferðarnefndar, og hún brást við þessum viðhorfum með eindregnum hætti á sínum Facebook-vegg: „Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.“ Sigríður Ingibjörg hefur beitt sér gegn heimildum til skilyrðinga á fjárhagsaðstoð og bendir á að fjöldi fólks á fjárhagsaðstoð fylgir aðstæðum í efnahagslífinu. Í samtali við Vísi vekur hún athygli á því að rannsóknir bendi til að vilji til vinnu er meiri eftir því sem velferðarkerfið er sterkara. „Það er alvarlegt að víða í Evrópu hafa erfiðar efnahagsaðstæður eftir fjármálakrísuna verið gerðar að vandamáli hvers einstaklings en ekki þess kerfis sem skóp vandann.“Kapítalisminn er hættuleg skepnaSigríður, sem var að detta inn á fund þegar Vísir náði tali af henni, taldi sig ekki í aðstöðu til að bregðast beint við orðum Bjarkar. En sagði þó þetta: „Mér finnst aumingjavæðing ákaflega ógeðfellt hugtak. Ég ekki andsnúin markaðsbúskap en kapítalisminn er hættuleg skepna sem vill gera sínar svörtu hliðar að vandamáli hvers einstaklings; þegar markaðsöflin eru búin að þrengja svo að allri þjónustu. Svo er það mitt vandamál að herða mig bara. Að nota aumingjavæðing jafngildir því að einstaklingsvæða þann vanda sem óheft markaðshyggja hefur kallað yfir okkar samfélag.“Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. september 2015 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Orð Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um innbyggða „veikleikavæðingu“ í kerfinu, spurð út í hugsanlega aumingjavæðingu, valda verulegum titringi í röðum Samfylkingarfólks, og reyndar meðal allra þeirra sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi. Hin óvæntu ummæli Bjarkar, sem hafa nú þegar valdið verulegri ólgu innan vinstri hreyfingarinnar allrar, og hljóta að koma til umfjöllunar þar, eru svohljóðandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Orð Bjarkar virðast ríma vel við frjálshyggjusjónarmið og skoðanir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, lýsti nýlega, þess efnis að Samfylkingin vilji bótavæða samfélagið til að hækka bætur.Sjá nánar hér.Vilji til vinnu meiri með sterkara velferðarkerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður velferðarnefndar, og hún brást við þessum viðhorfum með eindregnum hætti á sínum Facebook-vegg: „Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.“ Sigríður Ingibjörg hefur beitt sér gegn heimildum til skilyrðinga á fjárhagsaðstoð og bendir á að fjöldi fólks á fjárhagsaðstoð fylgir aðstæðum í efnahagslífinu. Í samtali við Vísi vekur hún athygli á því að rannsóknir bendi til að vilji til vinnu er meiri eftir því sem velferðarkerfið er sterkara. „Það er alvarlegt að víða í Evrópu hafa erfiðar efnahagsaðstæður eftir fjármálakrísuna verið gerðar að vandamáli hvers einstaklings en ekki þess kerfis sem skóp vandann.“Kapítalisminn er hættuleg skepnaSigríður, sem var að detta inn á fund þegar Vísir náði tali af henni, taldi sig ekki í aðstöðu til að bregðast beint við orðum Bjarkar. En sagði þó þetta: „Mér finnst aumingjavæðing ákaflega ógeðfellt hugtak. Ég ekki andsnúin markaðsbúskap en kapítalisminn er hættuleg skepna sem vill gera sínar svörtu hliðar að vandamáli hvers einstaklings; þegar markaðsöflin eru búin að þrengja svo að allri þjónustu. Svo er það mitt vandamál að herða mig bara. Að nota aumingjavæðing jafngildir því að einstaklingsvæða þann vanda sem óheft markaðshyggja hefur kallað yfir okkar samfélag.“Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. september 2015
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?