Bylting í dreifileiðum Sæunn Gísladóttir skrifar 11. september 2015 11:50 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur þetta jákvæða þróun fyrir dreifingu. Vísir/Daníel Rúnarsson Með nýju útspili Apple verða myndlyklar fjarskiptafélaga sennilega óþarfir og fólk mun geta streymt íslenskum sjónvarpsstöðvum í gegnum forrit í Apple TV. Um er að ræða algjöra byltingu í dreifileiðum. Fram að þessu hafa einungis stórir samstarfsaðilar Apple, meðal annars Netflix og Hulu, getað komið efninu sínu á framfæri fyrir Apple TV eigendur. Nú var Apple hins vegar að tilkynna að nýtt Apple TV býður upp á það að geta sett fleiri forrit inn í það og um leið ætla þeir að opna fyrir að þriðji aðila, nánast hver sem, geti búið til forrit til að setja inn í Apple TV. Því geta minni sjónvarpsstöðvar til að mynda nú streymt efni sínu þar. Eins og staðan er í dag á Íslandi þarf fólk myndlykla frá Vodafone eða Símanum, sem eru á lokuðu neti, til að fá aðgang að sjónvarpsefni. Myndlyklarnir hafa ekki aðgang að internetinu og eru að öllu leyti takmarkaðri. Fólk kallar nú eftir meiri sveigjanleika. Með nýrri tækni verður hægt að streyma sjónvarpsstöðvum í gegnum Apple TV eða Androi og í gegnum snjallsjónvörp. Í staðinn fyrir myndlykla smun allt fara í gegnum hugbúnað.Ódýrari dreifileið til framtíðarSævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur að þetta sé jákvæð þróun fyrir dreifingu. „Við teljum að þetta sé jákvætt á þann hátt að við getum þá komið okkar efni á framfæri þannig að upplifunin verði ríkari og þetta er mun ódýrari dreifileið til framtíðar fyrir okkur en núverandi leiðin sem við förum," segir Sævar. „Þetta kemur þá í staðinn fyrir myndlykil. En þetta er ákveðin þróun sem mun eiga sér stað á næstu fimm til sjö árum. Það er ekki eins og myndlyklar verði óþarfir á einum degi, en þetta er sú dreifileið sem ég er sannfærður að muni taka yfir á næstu fimm til sjö árum," segir Sævar. Sævar telur að þrátt fyrir flotta þróun á myndlyklum muni fjarskiptafélög landsins ekki eiga möguleika á að keppa við þessa dreifileið. „Síminn og Vodafone eru með mjög flotta og mikla þróun í kringum sína myndlykla sem hefur búið til mikla sérstöðu fyrir þessi fyrirtæki, en þau eiga bara að mínu mati ekki möguleika í því að keppa við þá mikla þróun og dreifingu í gegnum Apple TV eða Android eða aðra slíka tækni sem er framundan. Þú getur fengið aðgang að öllu því efni sem þú vilt og ekki bara sjónvarpsefni, heldur einnig leikjum og öðru," segir Sævar. Netflix Tækni Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Með nýju útspili Apple verða myndlyklar fjarskiptafélaga sennilega óþarfir og fólk mun geta streymt íslenskum sjónvarpsstöðvum í gegnum forrit í Apple TV. Um er að ræða algjöra byltingu í dreifileiðum. Fram að þessu hafa einungis stórir samstarfsaðilar Apple, meðal annars Netflix og Hulu, getað komið efninu sínu á framfæri fyrir Apple TV eigendur. Nú var Apple hins vegar að tilkynna að nýtt Apple TV býður upp á það að geta sett fleiri forrit inn í það og um leið ætla þeir að opna fyrir að þriðji aðila, nánast hver sem, geti búið til forrit til að setja inn í Apple TV. Því geta minni sjónvarpsstöðvar til að mynda nú streymt efni sínu þar. Eins og staðan er í dag á Íslandi þarf fólk myndlykla frá Vodafone eða Símanum, sem eru á lokuðu neti, til að fá aðgang að sjónvarpsefni. Myndlyklarnir hafa ekki aðgang að internetinu og eru að öllu leyti takmarkaðri. Fólk kallar nú eftir meiri sveigjanleika. Með nýrri tækni verður hægt að streyma sjónvarpsstöðvum í gegnum Apple TV eða Androi og í gegnum snjallsjónvörp. Í staðinn fyrir myndlykla smun allt fara í gegnum hugbúnað.Ódýrari dreifileið til framtíðarSævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur að þetta sé jákvæð þróun fyrir dreifingu. „Við teljum að þetta sé jákvætt á þann hátt að við getum þá komið okkar efni á framfæri þannig að upplifunin verði ríkari og þetta er mun ódýrari dreifileið til framtíðar fyrir okkur en núverandi leiðin sem við förum," segir Sævar. „Þetta kemur þá í staðinn fyrir myndlykil. En þetta er ákveðin þróun sem mun eiga sér stað á næstu fimm til sjö árum. Það er ekki eins og myndlyklar verði óþarfir á einum degi, en þetta er sú dreifileið sem ég er sannfærður að muni taka yfir á næstu fimm til sjö árum," segir Sævar. Sævar telur að þrátt fyrir flotta þróun á myndlyklum muni fjarskiptafélög landsins ekki eiga möguleika á að keppa við þessa dreifileið. „Síminn og Vodafone eru með mjög flotta og mikla þróun í kringum sína myndlykla sem hefur búið til mikla sérstöðu fyrir þessi fyrirtæki, en þau eiga bara að mínu mati ekki möguleika í því að keppa við þá mikla þróun og dreifingu í gegnum Apple TV eða Android eða aðra slíka tækni sem er framundan. Þú getur fengið aðgang að öllu því efni sem þú vilt og ekki bara sjónvarpsefni, heldur einnig leikjum og öðru," segir Sævar.
Netflix Tækni Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira