Pedersen verður áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2015 06:00 Pedersen þakkar íslensku áhorfendunum fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Tyrkjum. vísir/valli Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Evrópumótinu, Eurobasket, á fimmtudagskvöldið þegar liðið tapaði í framlengingu gegn firnasterku liði Tyrklands. Strákarnir okkar töpuðu öllum leikjunum á gólfinu en unnu þá alla í stúkunni og, að því virðist, hjörtu landsmanna. Næsta Evrópumót fer fram eftir tvö ár. Óvíst er hvar þar verður haldið, kannski aftur í mörgum borgum eins og núna. Hið eina sem er víst er er að það fer fram og að Ísland stefnir þangað, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. „Menn ætla aftur 2017. Stefnan er sett á það,“ segir Hannes, en hann var nýlentur í Kaupmannahöfn með íslenska liðinu þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Páll Kolbeinsson, yfirmaður afreksnefndar, hefur sett þetta sem formlegt markmið,“ bætir Hannes við og hlær, en Páll stóð við hliðina á formanninum er hann ræddi við blaðamann. Takmarkið er samt í fullri alvöru að fara aftur á EM eftir tvö ár, en það verður erfiðara en síðast. Ísland fékk annan séns í annarri umferð undankeppninnar síðast þar sem það vann tvo leiki gegn Bretum. Næst verður enginn annar séns. „Það verður ekki önnur umferð næst,“ segir Hannes. Þess í stað verður hefðbundin undankeppni með þremur 5-liða riðlum þar sem tvö lið komast beint áfram á Eurobasket 2017. „Á næsta ári er í síðasta sinn sem riðlarnir eru spilaðir í einum rykk frá ágúst til september. Hvernig undankeppnin verður kemur samt ekki endanlega í ljós fyrr en í desember en það verður önnur umferð eins og síðast.“ Craig Pedersen, Kanadamaðurinn sem hefur gert svo góða hluti með íslenska liðið, fór ekki leynt með það eftir síðasta leikinn á EM að hann vill halda áfram með liðið. „Sá vilji er gagnkvæmur og menn eru búnir að fara yfir það. Allar líkur eru á að hann verði áfram með liðið. Gengið verður frá því á næstu vikum. Hann þarf aðeins að ganga frá þessu sín megin til að þetta gangi upp en báðir aðilar hafa hug á að starfa saman áfram og því verður endanlega gengið frá þessu á næstu vikum,“ segir Hannes S. Jónsson. KKÍ fékk engan 1,7 milljarð króna fyrir að fara á Eurobasket eins og KSÍ fær fyrir að fótboltalandsliðið komst á Evrópumótið í Frakklandi. Því fer fjarri því körfuboltasambandið fékk nákvæmlega ekki neitt. „Við erum mjög óánægð með það og finnst að FIBA eigi að koma betur að þessu á svona stórmótum. Það var komið til móts við okkur varðandi hluta af hótelkostnaðinum en við viljum meira. Það er kominn mikill peningur í gegnum sjónvarpsréttinn og við viljum að liðin njóti góðs af því,“ segir Hannes, en sambandið fékk þó nokkrar milljónir á þessu ári og því síðasta. „Við fengum 25 þúsund evrur (3,6 milljónir kr.) í afreksstyrk óháð Eurobasket á síðasta ári og aftur núna. Svo fáum við fimm þúsund evrur fyrir hvert yngra landslið sem við sendum á stórmót þannig að í heildina fáum við 45 þúsund evrur í ár (6,5 milljónir kr.) frá FIBA í ár. En það er óháð Eurobasket. EM 2015 í Berlín Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Evrópumótinu, Eurobasket, á fimmtudagskvöldið þegar liðið tapaði í framlengingu gegn firnasterku liði Tyrklands. Strákarnir okkar töpuðu öllum leikjunum á gólfinu en unnu þá alla í stúkunni og, að því virðist, hjörtu landsmanna. Næsta Evrópumót fer fram eftir tvö ár. Óvíst er hvar þar verður haldið, kannski aftur í mörgum borgum eins og núna. Hið eina sem er víst er er að það fer fram og að Ísland stefnir þangað, að sögn Hannesar S. Jónssonar, formanns KKÍ. „Menn ætla aftur 2017. Stefnan er sett á það,“ segir Hannes, en hann var nýlentur í Kaupmannahöfn með íslenska liðinu þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Páll Kolbeinsson, yfirmaður afreksnefndar, hefur sett þetta sem formlegt markmið,“ bætir Hannes við og hlær, en Páll stóð við hliðina á formanninum er hann ræddi við blaðamann. Takmarkið er samt í fullri alvöru að fara aftur á EM eftir tvö ár, en það verður erfiðara en síðast. Ísland fékk annan séns í annarri umferð undankeppninnar síðast þar sem það vann tvo leiki gegn Bretum. Næst verður enginn annar séns. „Það verður ekki önnur umferð næst,“ segir Hannes. Þess í stað verður hefðbundin undankeppni með þremur 5-liða riðlum þar sem tvö lið komast beint áfram á Eurobasket 2017. „Á næsta ári er í síðasta sinn sem riðlarnir eru spilaðir í einum rykk frá ágúst til september. Hvernig undankeppnin verður kemur samt ekki endanlega í ljós fyrr en í desember en það verður önnur umferð eins og síðast.“ Craig Pedersen, Kanadamaðurinn sem hefur gert svo góða hluti með íslenska liðið, fór ekki leynt með það eftir síðasta leikinn á EM að hann vill halda áfram með liðið. „Sá vilji er gagnkvæmur og menn eru búnir að fara yfir það. Allar líkur eru á að hann verði áfram með liðið. Gengið verður frá því á næstu vikum. Hann þarf aðeins að ganga frá þessu sín megin til að þetta gangi upp en báðir aðilar hafa hug á að starfa saman áfram og því verður endanlega gengið frá þessu á næstu vikum,“ segir Hannes S. Jónsson. KKÍ fékk engan 1,7 milljarð króna fyrir að fara á Eurobasket eins og KSÍ fær fyrir að fótboltalandsliðið komst á Evrópumótið í Frakklandi. Því fer fjarri því körfuboltasambandið fékk nákvæmlega ekki neitt. „Við erum mjög óánægð með það og finnst að FIBA eigi að koma betur að þessu á svona stórmótum. Það var komið til móts við okkur varðandi hluta af hótelkostnaðinum en við viljum meira. Það er kominn mikill peningur í gegnum sjónvarpsréttinn og við viljum að liðin njóti góðs af því,“ segir Hannes, en sambandið fékk þó nokkrar milljónir á þessu ári og því síðasta. „Við fengum 25 þúsund evrur (3,6 milljónir kr.) í afreksstyrk óháð Eurobasket á síðasta ári og aftur núna. Svo fáum við fimm þúsund evrur fyrir hvert yngra landslið sem við sendum á stórmót þannig að í heildina fáum við 45 þúsund evrur í ár (6,5 milljónir kr.) frá FIBA í ár. En það er óháð Eurobasket.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Leik lokið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira