Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. september 2015 09:00 Maður úr hópi mótmælenda gefst upp fyrir liðsmönnum lífvarðasveitarinnar. Nordicphotos/AFP Búrkína Fasó Afríkuráðið hefur vísað Búrkína Fasó úr ráðinu eftir að hópur hershöfðingja úr röðum lífvarðasveitar forsetans tók völdin í Búrkína Fasó á miðvikudaginn, handtók forsetann og forsætisráðherrann og komu á herforingjastjórn sem fer með völd í landinu. Gilbert Diendere hershöfðingi er leiðtogi herforingjastjórnarinnar en hann er bandamaður fyrrverandi forseta landsins, Blaise Compaore, sem hrökklaðist úr embætti í fyrra eftir miklar óeirðir í landinu. Forsetakosningar voru áætlaðar 11. október en talið er að hershöfðingjarnir hafi tekið völdin vegna umdeildra kosningalaga sem banna einstaklingum sem tengdir eru Compaore að bjóða sig fram. Fjöldi íbúa Búrkína Fasó hefur mótmælt valdaráninu og óeirðir brutust út í höfuðborginni Ouagadougou. Mótmælendur kveiktu í dekkjum og rusli á götum úti en liðsmenn úr lífvarðasveit forsetans brugðust við með því að skjóta upp í loftið til að dreifa mótmælendum. Þrír hafa látist í átökum á milli mótmælenda og lífvarðasveitarinnar og fjöldi fólks hefur verið handtekinn. Margir mótmælendur hafa kallað eftir því að herinn skerist í leikinn en lífvarðasveit forsetans er sérdeild sem er óháð hernum og í eru um 1.300 liðsmenn. Frakkland, Bandaríkin og Afríkubandalagið hafa fordæmt valdaránið auk Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur herinn til að tryggja öryggi og réttindi þegna landsins. Forseti Senegal, Macky Sall, og forseti Benín, Thomas Boni Yayi, komu til Búrkína Fasó í gær til að freista þess að semja um frið á milli deiluaðila. Eftir komu þeirra til landsins var sitjandi forseta landsins, Michel Kafando, sleppt úr haldi og herforingjastjórnin hefur lýst því yfir að hún sé opin fyrir viðræðum sem bendir til þess að farið sé að þiðna á milli deiluaðila. Benín Búrkína Fasó Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Búrkína Fasó Afríkuráðið hefur vísað Búrkína Fasó úr ráðinu eftir að hópur hershöfðingja úr röðum lífvarðasveitar forsetans tók völdin í Búrkína Fasó á miðvikudaginn, handtók forsetann og forsætisráðherrann og komu á herforingjastjórn sem fer með völd í landinu. Gilbert Diendere hershöfðingi er leiðtogi herforingjastjórnarinnar en hann er bandamaður fyrrverandi forseta landsins, Blaise Compaore, sem hrökklaðist úr embætti í fyrra eftir miklar óeirðir í landinu. Forsetakosningar voru áætlaðar 11. október en talið er að hershöfðingjarnir hafi tekið völdin vegna umdeildra kosningalaga sem banna einstaklingum sem tengdir eru Compaore að bjóða sig fram. Fjöldi íbúa Búrkína Fasó hefur mótmælt valdaráninu og óeirðir brutust út í höfuðborginni Ouagadougou. Mótmælendur kveiktu í dekkjum og rusli á götum úti en liðsmenn úr lífvarðasveit forsetans brugðust við með því að skjóta upp í loftið til að dreifa mótmælendum. Þrír hafa látist í átökum á milli mótmælenda og lífvarðasveitarinnar og fjöldi fólks hefur verið handtekinn. Margir mótmælendur hafa kallað eftir því að herinn skerist í leikinn en lífvarðasveit forsetans er sérdeild sem er óháð hernum og í eru um 1.300 liðsmenn. Frakkland, Bandaríkin og Afríkubandalagið hafa fordæmt valdaránið auk Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur herinn til að tryggja öryggi og réttindi þegna landsins. Forseti Senegal, Macky Sall, og forseti Benín, Thomas Boni Yayi, komu til Búrkína Fasó í gær til að freista þess að semja um frið á milli deiluaðila. Eftir komu þeirra til landsins var sitjandi forseta landsins, Michel Kafando, sleppt úr haldi og herforingjastjórnin hefur lýst því yfir að hún sé opin fyrir viðræðum sem bendir til þess að farið sé að þiðna á milli deiluaðila.
Benín Búrkína Fasó Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira