Lögreglumaður ákærður fyrir að draga sér hátt í eina milljón króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2015 18:07 Lögreglumaðurinn stöðvaði ferðamenn víða á Austur-og Suðurlandi fyrir of hraðan akstur. vísir/einar bragi/anton Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann á Austurlandi fyrir fjárdrátt, fjársvik og rangar sakargiftir í opinberu starfi. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa dregið sér hátt í eina milljón króna en um var að ræða sektargreiðslur sem erlendir ferðamenn greiddu vegna hraðaksturs. Málið kom upp í ágúst í fyrra og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið.Stöðvaði ferðamenn víða um Austur-og Suðurland Ákæran gegn manninum er í 21 lið og áttu brotin sér stað sumrin 2013 og 2014. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa í júní 2013 stöðvað ökumann sem hann sagði að hefði ekið á 105 kílómetra hraða á klukkustund. Hið rétta er að konan sem ók bílnum var á 75 kílómetra hraða en lögreglumaðurinn hafði læst hraðamælinum í 105 kílómetrum. Lét lögreglumaðurinn ökumanninn því næst greiða 25.000 krónur í sekt „með því að hagnýta sér ranga hugmynd hennar um að hún hafi framið refsivert brot,“ eins og segir í ákæru. Önnur brot lögreglumannsins snúa að því að hann stöðvaði ökumenn víðs vegar um Austur-og Suðurland fyrir of hraðan akstur.Sektaði ferðamennina um mun hærri upphæð en lög leyfa Lögreglumaðurinn stöðvaði þá fyrir of hraðan akstur, oft með hraðamælinn ranglega stilltan á kyrrstöðu en svo læsti hann inni ákveðna hraðatölu. Því næst stöðvaði hann ökumann fyrir of hraðan akstur og sektaði viðkomandi um mun hærri upphæð en lög leyfa. Þá stakk hann peningnum í eigin vasa. Háttsemi mannsins er til dæmis lýst svo í einum lið ákærunnar: „Með því að hafa þriðjudaginn 15. júlí, við hraðaeftirlit á þjóðvegi 1 við Flúðir, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., læst inn hraða bifreiðarinnar Y sem var 141 km/klst., stöðvað ökumann bifreiðarinnar fyrir ofa hraðan akstur og í kjölfarið, við Miðvang á Egilsstöðum, krafist og tekið við sektargreiðslu að fjárhæð kr. 108.000 úr hendi M, ökumanns bifreiðarinnar, og þannig hagnýtt sér ranga hugmynd hans um að sú sekt lægi við brotinu en rétt sekt nam kr. 67.500 að teknu tilliti til vikmarka og 25% afsláttar. Ákærði nýtti fjármunina heimildarlaust í eigin þágu í stað þess að standa skil á hluta þeirra til ríkissjóðs.“ Eins og áður segir nemur fjárhæðin sem lögreglumaðurinn hafði upp úr krafsinu hátt í einni milljón króna. Brot hans varða við 148., 247. og 248. grein almennra hegningarlaga, en refsing vegna fjárdráttar getur numið allt að sex árum í fangelsi. Ríkissaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48 Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57 Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært lögreglumann á Austurlandi fyrir fjárdrátt, fjársvik og rangar sakargiftir í opinberu starfi. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa dregið sér hátt í eina milljón króna en um var að ræða sektargreiðslur sem erlendir ferðamenn greiddu vegna hraðaksturs. Málið kom upp í ágúst í fyrra og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið.Stöðvaði ferðamenn víða um Austur-og Suðurland Ákæran gegn manninum er í 21 lið og áttu brotin sér stað sumrin 2013 og 2014. Er maðurinn ákærður fyrir að hafa í júní 2013 stöðvað ökumann sem hann sagði að hefði ekið á 105 kílómetra hraða á klukkustund. Hið rétta er að konan sem ók bílnum var á 75 kílómetra hraða en lögreglumaðurinn hafði læst hraðamælinum í 105 kílómetrum. Lét lögreglumaðurinn ökumanninn því næst greiða 25.000 krónur í sekt „með því að hagnýta sér ranga hugmynd hennar um að hún hafi framið refsivert brot,“ eins og segir í ákæru. Önnur brot lögreglumannsins snúa að því að hann stöðvaði ökumenn víðs vegar um Austur-og Suðurland fyrir of hraðan akstur.Sektaði ferðamennina um mun hærri upphæð en lög leyfa Lögreglumaðurinn stöðvaði þá fyrir of hraðan akstur, oft með hraðamælinn ranglega stilltan á kyrrstöðu en svo læsti hann inni ákveðna hraðatölu. Því næst stöðvaði hann ökumann fyrir of hraðan akstur og sektaði viðkomandi um mun hærri upphæð en lög leyfa. Þá stakk hann peningnum í eigin vasa. Háttsemi mannsins er til dæmis lýst svo í einum lið ákærunnar: „Með því að hafa þriðjudaginn 15. júlí, við hraðaeftirlit á þjóðvegi 1 við Flúðir, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., læst inn hraða bifreiðarinnar Y sem var 141 km/klst., stöðvað ökumann bifreiðarinnar fyrir ofa hraðan akstur og í kjölfarið, við Miðvang á Egilsstöðum, krafist og tekið við sektargreiðslu að fjárhæð kr. 108.000 úr hendi M, ökumanns bifreiðarinnar, og þannig hagnýtt sér ranga hugmynd hans um að sú sekt lægi við brotinu en rétt sekt nam kr. 67.500 að teknu tilliti til vikmarka og 25% afsláttar. Ákærði nýtti fjármunina heimildarlaust í eigin þágu í stað þess að standa skil á hluta þeirra til ríkissjóðs.“ Eins og áður segir nemur fjárhæðin sem lögreglumaðurinn hafði upp úr krafsinu hátt í einni milljón króna. Brot hans varða við 148., 247. og 248. grein almennra hegningarlaga, en refsing vegna fjárdráttar getur numið allt að sex árum í fangelsi. Ríkissaksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48 Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02 Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57 Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12 Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rannsókn á brotum lögreglumanns fer að ljúka Grunaður um að hafa stungið sektargreiðslum í vasann en hefur ekki verið yfirheyrður. 10. október 2014 15:48
Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Lögregluembættið á Eskifirði fer með rannsókn málsins sem er umfangsmikil. Skýrsla hefur enn ekki verið tekin af lögreglumanninum. 30. september 2014 20:02
Lögreglan hefur haft upp á ansi mörgum ferðamönnum Rannsókn á máli lögreglumanns á Seyðisfirði á lokastigi 4. febrúar 2015 14:57
Meintur fjárdráttur lögreglumanns nemur milljónum króna Rannsókn lögreglu lokið og málið komið til ríkissaksóknara. 8. maí 2015 16:12
Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé. 1. október 2014 11:09