Næsta skref er að kanna baklandið og aðgerðir Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. september 2015 07:00 Formaður SLFÍ segir stefna í aðgerðir af þeirra hálfu. Vísir/Ernir Viðræður þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið eru í hnút og stefnir í að boðað verði til aðgerða af hálfu þeirra félaga sem mega. Um er að ræða Sjúkraliðafélag Íslands, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna. Í yfirlýsingu samninganefndanna sem birt er á vef BSRB er lýst vonbrigðum með tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara fyrir helgi og var svar við fyrra tilboði samninganefndar félaganna þriggja. Sú kröfugerð byggði á niðurstöðu gerðardóms um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga í síðasta mánuði. „Nú þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega,“ segir í grein sem formenn félaganna þriggja rita í Fréttablaðið í dag. Fundað verður í deilunni á miðvikudag. „Ríkissáttasemjara þótti eðlilegt að kalla til þessa fundar til þess að skoða hvort jafn langt sé á milli og var fyrir viku síðan,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins. „Og ég hef ekkert heyrt og á því ekki von á öðru en við blasi óbreytt ástand. Það er engin bjartsýni hjá mér.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Í þeirri stöðu segir Kristín ekki stefna í annað en aðgerðir. „Við munum í framhaldi af fundinum á miðvikudaginn fara og vinna í okkar baklandi, það er alveg ljóst. Við höfum látið það vera fram að þessu því við höfum alla vega átt viðræður.“ Kristín segist harma þá stöðu sem uppi sé í deilunni og ekki átta sig á hvernig viðsemjendur félagsins ætli sér að bæta þessu ofan á allan þann skaða sem fyrrverandi verkföll hafi haft í för með sér. „Í fyrri tíð var oft rætt um að starfsmenn töpuðu svo og svo miklu á að fara í verkfall. En nýjustu tölur sýna að það er ekkert lítið sem ríkið og þjóðarbúið tapa á þessu.“ Samninganefnd og starfsfólk þessara þriggja stærstu félaga BSRB segir Kristín að séu langþreytt á drætti sem orðið hafi á samningum. Fyrst hafi þau verið beðin að bíða eftir samningum á almenna markaðnum og svo eftir verkföllum og gerðardómi. „Svo þegar gerðardómurinn kemur þá töldum við að hann gilti um okkur líkt og um hafði verið rætt,“ segir Kristín og því hafi verið lagður fram launaliður innan þess ramma. „En þá allt í einu heykjast þeir á öllu. Og búið að láta fólk bíða í allan þennan tíma eftir því að við okkur yrði samið, ekki síst að þeirra eigin ósk.“ Sökin segir hún að liggi fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni sem leggi samninganefnd ríkisins línurnar. „Það er tímasóun að gera kjarasamning sem við vitum að verður felldur.“ Verkfall 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Viðræður þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið eru í hnút og stefnir í að boðað verði til aðgerða af hálfu þeirra félaga sem mega. Um er að ræða Sjúkraliðafélag Íslands, SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna. Í yfirlýsingu samninganefndanna sem birt er á vef BSRB er lýst vonbrigðum með tilboð sem samninganefnd ríkisins lagði fram á fundi hjá ríkissáttasemjara fyrir helgi og var svar við fyrra tilboði samninganefndar félaganna þriggja. Sú kröfugerð byggði á niðurstöðu gerðardóms um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga í síðasta mánuði. „Nú þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efna til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega,“ segir í grein sem formenn félaganna þriggja rita í Fréttablaðið í dag. Fundað verður í deilunni á miðvikudag. „Ríkissáttasemjara þótti eðlilegt að kalla til þessa fundar til þess að skoða hvort jafn langt sé á milli og var fyrir viku síðan,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins. „Og ég hef ekkert heyrt og á því ekki von á öðru en við blasi óbreytt ástand. Það er engin bjartsýni hjá mér.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Í þeirri stöðu segir Kristín ekki stefna í annað en aðgerðir. „Við munum í framhaldi af fundinum á miðvikudaginn fara og vinna í okkar baklandi, það er alveg ljóst. Við höfum látið það vera fram að þessu því við höfum alla vega átt viðræður.“ Kristín segist harma þá stöðu sem uppi sé í deilunni og ekki átta sig á hvernig viðsemjendur félagsins ætli sér að bæta þessu ofan á allan þann skaða sem fyrrverandi verkföll hafi haft í för með sér. „Í fyrri tíð var oft rætt um að starfsmenn töpuðu svo og svo miklu á að fara í verkfall. En nýjustu tölur sýna að það er ekkert lítið sem ríkið og þjóðarbúið tapa á þessu.“ Samninganefnd og starfsfólk þessara þriggja stærstu félaga BSRB segir Kristín að séu langþreytt á drætti sem orðið hafi á samningum. Fyrst hafi þau verið beðin að bíða eftir samningum á almenna markaðnum og svo eftir verkföllum og gerðardómi. „Svo þegar gerðardómurinn kemur þá töldum við að hann gilti um okkur líkt og um hafði verið rætt,“ segir Kristín og því hafi verið lagður fram launaliður innan þess ramma. „En þá allt í einu heykjast þeir á öllu. Og búið að láta fólk bíða í allan þennan tíma eftir því að við okkur yrði samið, ekki síst að þeirra eigin ósk.“ Sökin segir hún að liggi fyrst og fremst hjá ríkisstjórninni sem leggi samninganefnd ríkisins línurnar. „Það er tímasóun að gera kjarasamning sem við vitum að verður felldur.“
Verkfall 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira