Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2015 14:48 Ragnar Nathanaelsson vel peppaður á bekknum í dag. vísir/valli Ísland tapaði með 29 stiga mun gegn Serbíu, 93-64, í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta í dag. Ísland hékk lengi vel í serbneska liðinu sem komst í úrslitaleikinn á HM í fyrra, en þeir voru of sterkir undir lokin. „Þetta var vissulega erfitt. Þeir eru með gríðarlega sterkt lið, eitt það sterkasta í Evrópu,“ sagði risinn Ragnar Nathanaelsson við Vísi eftir leikinn. „Í eitt af fáum skiptum var ég að mæta mönnum sem eru jafn stórir og ég. Það var nýtt en virkilega gaman samt sem áður.“ Serbarnir gáfu ekkert eftir í dag og mættu ákefð íslenska liðsins. „Þeir spila mjög fastan bolta sem við ættum samt að vera vanir. Þeir voru sterkir í dag. Við héldum í þeim lengi, en svo voru þeir sterkari á lokasprettinum. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það. Þetta er virkilega sterkt lið með góða leikmenn,“ sagði Ragnar sem náði ekki að skora í leiknum þrátt fyrir að fá nokkrar tilraunir í sömu sókninni. „Þetta var bara einn af þessum dögum. Boltinn skoppaði bara á hringnum sama hvað ég reyndi. En ég fékk allavega nokkur fráköst. Ég get huggað mig við það,“ sagði risinn kátur, en hvernig er fyrir unga manninn að vera að spila á EM? „Það er gjörsamlega ólýsanlegt að vera hérna ásamt þessu frábæra liði, í kringum þessa flottu leikmenn og spila fyrir þessa æðislegu stuðningsmenn sem hvetja okkur allan tímann eins og brjálæðingar. Þetta er þvílík upphitun, miklu meiri en ég bjóst nokkurn tíma við,“ sagði Ragnar Nathanaelsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Ísland tapaði með 29 stiga mun gegn Serbíu, 93-64, í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta í dag. Ísland hékk lengi vel í serbneska liðinu sem komst í úrslitaleikinn á HM í fyrra, en þeir voru of sterkir undir lokin. „Þetta var vissulega erfitt. Þeir eru með gríðarlega sterkt lið, eitt það sterkasta í Evrópu,“ sagði risinn Ragnar Nathanaelsson við Vísi eftir leikinn. „Í eitt af fáum skiptum var ég að mæta mönnum sem eru jafn stórir og ég. Það var nýtt en virkilega gaman samt sem áður.“ Serbarnir gáfu ekkert eftir í dag og mættu ákefð íslenska liðsins. „Þeir spila mjög fastan bolta sem við ættum samt að vera vanir. Þeir voru sterkir í dag. Við héldum í þeim lengi, en svo voru þeir sterkari á lokasprettinum. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það. Þetta er virkilega sterkt lið með góða leikmenn,“ sagði Ragnar sem náði ekki að skora í leiknum þrátt fyrir að fá nokkrar tilraunir í sömu sókninni. „Þetta var bara einn af þessum dögum. Boltinn skoppaði bara á hringnum sama hvað ég reyndi. En ég fékk allavega nokkur fráköst. Ég get huggað mig við það,“ sagði risinn kátur, en hvernig er fyrir unga manninn að vera að spila á EM? „Það er gjörsamlega ólýsanlegt að vera hérna ásamt þessu frábæra liði, í kringum þessa flottu leikmenn og spila fyrir þessa æðislegu stuðningsmenn sem hvetja okkur allan tímann eins og brjálæðingar. Þetta er þvílík upphitun, miklu meiri en ég bjóst nokkurn tíma við,“ sagði Ragnar Nathanaelsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38