Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra bragðdaufasta efni sem Alþingi býður upp á Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2015 10:31 Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fóru fram á Alþingi í gær og eru skiptar skoðanir um ágæti þeirra. Vísir Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra eru bragðdaufasta efni sem Alþingi hefur upp á að bjóða og rúmlega tveggja klukkustunda langt glatað sjónvarpsefni. Þetta er mat Össurar Skarphéðinsson, þingmanns Samfylkingarinnar, og Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þau tjá sig um málið á Facebook en þar segir þessa umræðu hafa skipt máli fyrir áratugum þegar fjölmiðlun var á allt öðru stigi en í dag sé núverandi form algerlega úr taki við alla aðra þróun á umræðu og skoðanaskiptum um stjórnmál.Össur Skarphéðinsson og Svanhildur Hólm eru sammála um að breyta þarf umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.Vísir„Formið er gamaldags og úrelt, á sinn þátt í að klippa á tengsl Alþingis og raunveruleikans,“ skrifar Össur. Svanhildur segir að tilgangurinn með umræðunum hljóti að vera að ná athygli áhorfenda og halda henni, gefa innsýn í störf þingsins og koma á framfæri einhverri sýn og stefnu. „Það fellur dálítið um sjálft sig ef þetta verður svo langt og leiðinlegt að hörðustu áhugamenn um pólitík gefast upp.“ Bæði leggja þau til að formi þessara umræða verði breytt. Þær styttar og gerðar hnitmiðaðri. Svanhildur vill fækka ræðumönnum og hafa einungis tvær umferðir. Ræðumenn í fyrri umferð fengju fimm mínútur hver og ræður í þeirri síðari mættu ekki vera lengri en tvær og hálf mínúta.Sjá einnig: Hvað var Sigmundur Davíð að skoða í símanum?Meira að segja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra virtist ekki hafa úthald í að hlusta á umræður um stefnuræðu hans á Alþingi í gær.Mynd/RÚVÖssur segir stefnuræðu forsætisráðherra eiga að vera um 15 mínútur en eftir hana fengi einn þingmaður frá hverjum flokki stjórnarandstöðunnar færi á 2x1 mínútu andsvörum við forsætisráðherrann. Í kjölfarið fengju fulltrúar allra flokka 6 -8 mínútur til að koma meginatriðum sínum á framfæri. Í lokin myndi fulltrúi ríkisstjórnarinnar – eftir atvikum forsætisráðherrann eða leiðtogi annars stjórnarflokks – loka umræðunni á fimm mínútum. Og heimastílar væru bannaðir. Hann segir þetta for gefa ríkisstjórninni færi á að koma stefnu sinni tryggilega á framfæri og stjórnarandstöðunni færi til að setja fram beinskeytta gagnrýni. „Þetta gæti orðið ágætis sjónvarp. Mestu skiptir kannski að þetta myndi ekki drepa neinn úr leiðindum,“ segir Össur.Óbærilegur léttleiki tilverunnar?Mér leiðist aldrei á Alþingi nema undir umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Það...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, September 8, 2015 Stutta útgáfan: Það þarf að stytta sjónvarpsumræður á Alþingi. Þetta er of langt og leiðinlegt til að fólk endist til að...Posted by Svanhildur Hólm Valsdóttir on Tuesday, September 8, 2015 Alþingi Tengdar fréttir Róttækra aðgerða er þörf til að endurskoða skiptingu kökunnar Katrín Jakobsdóttir sakaði stjórnarliða um skammtímahugsun og kallaði eftir aðgerðum svo að allir ættu rétt á jöfnum tækifærum. 8. september 2015 21:36 Hvað var Sigmundur að skoða í símanum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virtist hafa lítinn áhuga á því sem Guðmundur Steingrímsson hafði að segja um stefnuræðu forsætisráðherra. 8. september 2015 22:38 Gagnrýndi harðlega hugmyndir um nýjan þjóðarleikvang Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, segir fáa hafa verið í meiri sigurvímu en fjármálaráðherra eftir glæstan árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á sunnudag. 8. september 2015 22:13 Birgitta sendi Ólafi Ragnari tóninn "Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“ 8. september 2015 22:13 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, reiddi sig á ríkt myndmál í ræðu sinni á Alþingi í kvöld og fyllti Vatnajökul af Sýrlendingum, Lundúnabúum og Kínverjum. 8. september 2015 20:39 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra eru bragðdaufasta efni sem Alþingi hefur upp á að bjóða og rúmlega tveggja klukkustunda langt glatað sjónvarpsefni. Þetta er mat Össurar Skarphéðinsson, þingmanns Samfylkingarinnar, og Svanhildar Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þau tjá sig um málið á Facebook en þar segir þessa umræðu hafa skipt máli fyrir áratugum þegar fjölmiðlun var á allt öðru stigi en í dag sé núverandi form algerlega úr taki við alla aðra þróun á umræðu og skoðanaskiptum um stjórnmál.Össur Skarphéðinsson og Svanhildur Hólm eru sammála um að breyta þarf umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.Vísir„Formið er gamaldags og úrelt, á sinn þátt í að klippa á tengsl Alþingis og raunveruleikans,“ skrifar Össur. Svanhildur segir að tilgangurinn með umræðunum hljóti að vera að ná athygli áhorfenda og halda henni, gefa innsýn í störf þingsins og koma á framfæri einhverri sýn og stefnu. „Það fellur dálítið um sjálft sig ef þetta verður svo langt og leiðinlegt að hörðustu áhugamenn um pólitík gefast upp.“ Bæði leggja þau til að formi þessara umræða verði breytt. Þær styttar og gerðar hnitmiðaðri. Svanhildur vill fækka ræðumönnum og hafa einungis tvær umferðir. Ræðumenn í fyrri umferð fengju fimm mínútur hver og ræður í þeirri síðari mættu ekki vera lengri en tvær og hálf mínúta.Sjá einnig: Hvað var Sigmundur Davíð að skoða í símanum?Meira að segja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra virtist ekki hafa úthald í að hlusta á umræður um stefnuræðu hans á Alþingi í gær.Mynd/RÚVÖssur segir stefnuræðu forsætisráðherra eiga að vera um 15 mínútur en eftir hana fengi einn þingmaður frá hverjum flokki stjórnarandstöðunnar færi á 2x1 mínútu andsvörum við forsætisráðherrann. Í kjölfarið fengju fulltrúar allra flokka 6 -8 mínútur til að koma meginatriðum sínum á framfæri. Í lokin myndi fulltrúi ríkisstjórnarinnar – eftir atvikum forsætisráðherrann eða leiðtogi annars stjórnarflokks – loka umræðunni á fimm mínútum. Og heimastílar væru bannaðir. Hann segir þetta for gefa ríkisstjórninni færi á að koma stefnu sinni tryggilega á framfæri og stjórnarandstöðunni færi til að setja fram beinskeytta gagnrýni. „Þetta gæti orðið ágætis sjónvarp. Mestu skiptir kannski að þetta myndi ekki drepa neinn úr leiðindum,“ segir Össur.Óbærilegur léttleiki tilverunnar?Mér leiðist aldrei á Alþingi nema undir umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Það...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, September 8, 2015 Stutta útgáfan: Það þarf að stytta sjónvarpsumræður á Alþingi. Þetta er of langt og leiðinlegt til að fólk endist til að...Posted by Svanhildur Hólm Valsdóttir on Tuesday, September 8, 2015
Alþingi Tengdar fréttir Róttækra aðgerða er þörf til að endurskoða skiptingu kökunnar Katrín Jakobsdóttir sakaði stjórnarliða um skammtímahugsun og kallaði eftir aðgerðum svo að allir ættu rétt á jöfnum tækifærum. 8. september 2015 21:36 Hvað var Sigmundur að skoða í símanum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virtist hafa lítinn áhuga á því sem Guðmundur Steingrímsson hafði að segja um stefnuræðu forsætisráðherra. 8. september 2015 22:38 Gagnrýndi harðlega hugmyndir um nýjan þjóðarleikvang Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, segir fáa hafa verið í meiri sigurvímu en fjármálaráðherra eftir glæstan árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á sunnudag. 8. september 2015 22:13 Birgitta sendi Ólafi Ragnari tóninn "Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“ 8. september 2015 22:13 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, reiddi sig á ríkt myndmál í ræðu sinni á Alþingi í kvöld og fyllti Vatnajökul af Sýrlendingum, Lundúnabúum og Kínverjum. 8. september 2015 20:39 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Róttækra aðgerða er þörf til að endurskoða skiptingu kökunnar Katrín Jakobsdóttir sakaði stjórnarliða um skammtímahugsun og kallaði eftir aðgerðum svo að allir ættu rétt á jöfnum tækifærum. 8. september 2015 21:36
Hvað var Sigmundur að skoða í símanum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virtist hafa lítinn áhuga á því sem Guðmundur Steingrímsson hafði að segja um stefnuræðu forsætisráðherra. 8. september 2015 22:38
Gagnrýndi harðlega hugmyndir um nýjan þjóðarleikvang Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, segir fáa hafa verið í meiri sigurvímu en fjármálaráðherra eftir glæstan árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á sunnudag. 8. september 2015 22:13
Birgitta sendi Ólafi Ragnari tóninn "Ljóst er að einhver þarf að bjóða sig fram til að sinna hlutverki Forseta sem er annt um hið beina lýðræði og er tilbúinn að sleppa tökunum af málskotsréttinum til þjóðarinnar sjálfar.“ 8. september 2015 22:13
Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52
Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, reiddi sig á ríkt myndmál í ræðu sinni á Alþingi í kvöld og fyllti Vatnajökul af Sýrlendingum, Lundúnabúum og Kínverjum. 8. september 2015 20:39