Bíllausi lífsstíllinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Ég hjóla í vinnuna. Það tekur ekki nema 15 mínútur, er gott fyrir heilsuna og sparar mér höfuðverkinn sem fylgir því að eiga bíl. Það er notalegt að þeysast eftir Langholtsveginum á morgnana með eitthvert hressandi rokk í eyrunum og finna svalan síðsumarvindinn leika um pípararaufina. Finna ilminn af laufinu og dögginni. Vera mættur á undan þeim vinnufélögum sem eru á bíl – þeir eru fastir í umferð einhvers staðar. Á meðan ég bíð eftir að klukkan slái 9:00 les ég blöðin eða tek netrúnt á meðan ég japla á morgungrautnum. Er vel vaknaður og eldhress þegar þeir loks mæta geispandi með stírurnar í augunum. „Góðan daginn,“ muldra þeir þreytulega og hlamma sér fyrir framan tölvuna. Adrenalínfixið sem ég fæ með því að hjóla í vinnuna endist mér til ca. 14:00. Þá fer ég að líta á klukkuna. „Ætli það vanti rafhlöðu í hana?“ hugsa ég og fæ mér tvöfaldan espresso. „Guð minn góður! Hún er bara hálfþrjú,“ hugsa ég hálftíma síðar og fæ mér meira kaffi. Þegar klukkan fer að nálgast 17:00 er ég alveg að leka niður. Ég horfi mæðulegur út um gluggann. Oj, það er byrjað að rigna. Að hjóla heim er andstyggilegt. Allt upp í móti og alltaf mótvindur. Ég reyni sífellt að finna nýjar leiðir til að fara sem eru mögulega betri. Sem ég fæ ekki blóðbragð í munninn við það að hjóla. Vinnufélagar mínir eru örugglega komnir heim til sín núna. Oj, ég er rennsveittur á bakinu. Og hvað er málið með þessa helvítis ferðamenn út um allt? Þurfa þeir að standa grafkyrrir úti á miðri gangstétt? Þegar ég loksins kem heim er ég geðvondur, úrvinda og lykta eins og þúsund rassgöt, opin upp á gátt. Ég verð að fara að kaupa mér bíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Ég hjóla í vinnuna. Það tekur ekki nema 15 mínútur, er gott fyrir heilsuna og sparar mér höfuðverkinn sem fylgir því að eiga bíl. Það er notalegt að þeysast eftir Langholtsveginum á morgnana með eitthvert hressandi rokk í eyrunum og finna svalan síðsumarvindinn leika um pípararaufina. Finna ilminn af laufinu og dögginni. Vera mættur á undan þeim vinnufélögum sem eru á bíl – þeir eru fastir í umferð einhvers staðar. Á meðan ég bíð eftir að klukkan slái 9:00 les ég blöðin eða tek netrúnt á meðan ég japla á morgungrautnum. Er vel vaknaður og eldhress þegar þeir loks mæta geispandi með stírurnar í augunum. „Góðan daginn,“ muldra þeir þreytulega og hlamma sér fyrir framan tölvuna. Adrenalínfixið sem ég fæ með því að hjóla í vinnuna endist mér til ca. 14:00. Þá fer ég að líta á klukkuna. „Ætli það vanti rafhlöðu í hana?“ hugsa ég og fæ mér tvöfaldan espresso. „Guð minn góður! Hún er bara hálfþrjú,“ hugsa ég hálftíma síðar og fæ mér meira kaffi. Þegar klukkan fer að nálgast 17:00 er ég alveg að leka niður. Ég horfi mæðulegur út um gluggann. Oj, það er byrjað að rigna. Að hjóla heim er andstyggilegt. Allt upp í móti og alltaf mótvindur. Ég reyni sífellt að finna nýjar leiðir til að fara sem eru mögulega betri. Sem ég fæ ekki blóðbragð í munninn við það að hjóla. Vinnufélagar mínir eru örugglega komnir heim til sín núna. Oj, ég er rennsveittur á bakinu. Og hvað er málið með þessa helvítis ferðamenn út um allt? Þurfa þeir að standa grafkyrrir úti á miðri gangstétt? Þegar ég loksins kem heim er ég geðvondur, úrvinda og lykta eins og þúsund rassgöt, opin upp á gátt. Ég verð að fara að kaupa mér bíl.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun