Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 17:14 Ágústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara. mynd/Ágústa Eva Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. Ágústa Eva má teljast heppin að vera á lífi en Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sem einnig var staddur á bílaþvottastöðinni kom henni til bjargar. „Þetta var í Löður í Holtagörðum. Þetta er svona röð bása sem eru opnir í báða enda. Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ segir Ágústa Eva í samtali við Vísi.Var algjörlega pinnuð niður í bílinn Hún var farþegamegin við bílinn þegar þetta gerðist þannig að þegar hurðin hafði stöðvast ákvað hún að fara hinu megin við bílinn og bakka bílnum undan hurðinni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ segir Ágústa Eva.Björn náði að bakka bílnum undan hurðinni Maðurinn var áðurnefndur Björn sem hefur sótt sakamál tengd hruninu fyrir hönd sérstaks saksóknara. Hann var líka staddur á bílaþvottastöðinni að þrífa bílinn sinn. „Já, ég var þarna að þvo bílinn minn og svo heyrði ég ópin í henni. Ég brást bara við því,“ segir Björn í samtali við Vísi. Hann reyndi að ýta hurðinni upp en hún haggaðist ekki um millimeter að sögn Ágústu Evu. Björn fór því og náði að bakka bílnum undan hurðinni svo Ágústa losnaði.Ágústa Eva segist hafa verið ofsahrædd og hélt á tímabili að enginn myndi heyra í henni öskrin.mynd/valliHélt að enginn myndi heyra í henni öskrin Ágústa segir það mikla mildi að Björn hafi heyrt í henni og komið henni til hjálpar. Hún segist hafa verið ofsahrædd enda hafi hún á tímabili haldið að hún væri ein og að enginn myndi heyra í henni öskrin. „Þetta er mannlaus þvottastöð og þar sem maður er bara einn í sínum bási var ég ekkert viss um að ef einhver væri þarna þá myndi hann heyra í mér. Það eru mikil læti þegar maður er að þrífa bílinn sinn og svo er líka stór umferðargata þarna rétt hjá,“ segir Ágústa.Með magavöðva á við hafnarverkamann Hún er búin að vera í skoðunum hjá læknum seinustu daga. „Það sem þeir segja mér er að ég hefði auðveldlega getað dáið. Ef ég hefði verið í aðeins verra líkamlegu formi þá væri ég bara dáin og svo þessi maður sem kemur mér þarna til bjargar. Hann er auðvitað bara hetja og bjargar lífi mínu.“ Ágústa er með stórt mar yfir allan tvíhöfðann og þá er hún marin á bakinu og innvortis á kviðnum. „Læknirinn sagði að ég væri með magavöðva á við hafnarverkamann og þeir náttúrulega hlífðu ósæðinni sem liggur þarna yfir kviðinn og svo innyflunum sem hefðu auðveldlega getað sprungið.“Ágústa Eva fer með hlutverk Línu langsokks, sterkustu stelpu í heimi, en hún segir þungann og þrýstinginn sem hún fann vegna hurðarinnar hafa verið gríðarlegan.mynd/borgarleikhúsið/grímur bjarnasonAldrei lent í svona miklu andlegu áfalli Þá sé andlega áfallið ekki síðra en það líkamlega. „Ég hef aldrei lent í svona miklu andlegu áfalli. Það er líka það. Ég er mjög aum, bæði andlega og líkamlega og er bara þakklát fyrir að strákurinn minn eigi mömmu því samkvæmt öllu ætti ég að vera í tvennu lagi. Það er auðvitað alvarleiki málsins.“ Eins og flestir vita fer Ágústa Eva með hlutverk sterkustu stelpu í heimi, Línu langsokks, í leiksýningu Borgarleikhússins. Í einu atriðanna tekur hún nokkra fullorðna karlmenn í bóndabeygju. Hún segir þungann og þrýstinginn sem hún fann vegna hurðarinnar á bílaþvottastöðinni ekkert í líkingu við það. „Ég get ekki ímyndað mér hvað það hefur verið margra kílóa þrýstingur á þessari hurð og langar gjarnan að vita það. Þetta var svo mikill þrýstingur.“ Ágústa segir málið grafalvarlegt og ljóst að nokkur öryggisatriði hafi verið í ólagi hjá bílaþvottastöðinni.Sjá einnig: Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. Ágústa Eva má teljast heppin að vera á lífi en Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, sem einnig var staddur á bílaþvottastöðinni kom henni til bjargar. „Þetta var í Löður í Holtagörðum. Þetta er svona röð bása sem eru opnir í báða enda. Ég er komin inn í einn svona bás með bílinn minn, búin að borga og svona og ætla að fara að þvo. Ég er búin að ýta á takkann fyrir tjöruhreinsi þegar ég heyri að það er stór hurð að fara af stað fyrir ofan mig. Ég sé að bíllinn minn er þannig staðsettur að hurðin er að fara að kremja húddið á honum þannig að ég ýti á móti hurðinni. Það var nú aðeins meiri kraftur í hurðinni en ég bjóst við þannig að ég ýti af öllu afli þar til hurðin stöðvast,“ segir Ágústa Eva í samtali við Vísi.Var algjörlega pinnuð niður í bílinn Hún var farþegamegin við bílinn þegar þetta gerðist þannig að þegar hurðin hafði stöðvast ákvað hún að fara hinu megin við bílinn og bakka bílnum undan hurðinni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ segir Ágústa Eva.Björn náði að bakka bílnum undan hurðinni Maðurinn var áðurnefndur Björn sem hefur sótt sakamál tengd hruninu fyrir hönd sérstaks saksóknara. Hann var líka staddur á bílaþvottastöðinni að þrífa bílinn sinn. „Já, ég var þarna að þvo bílinn minn og svo heyrði ég ópin í henni. Ég brást bara við því,“ segir Björn í samtali við Vísi. Hann reyndi að ýta hurðinni upp en hún haggaðist ekki um millimeter að sögn Ágústu Evu. Björn fór því og náði að bakka bílnum undan hurðinni svo Ágústa losnaði.Ágústa Eva segist hafa verið ofsahrædd og hélt á tímabili að enginn myndi heyra í henni öskrin.mynd/valliHélt að enginn myndi heyra í henni öskrin Ágústa segir það mikla mildi að Björn hafi heyrt í henni og komið henni til hjálpar. Hún segist hafa verið ofsahrædd enda hafi hún á tímabili haldið að hún væri ein og að enginn myndi heyra í henni öskrin. „Þetta er mannlaus þvottastöð og þar sem maður er bara einn í sínum bási var ég ekkert viss um að ef einhver væri þarna þá myndi hann heyra í mér. Það eru mikil læti þegar maður er að þrífa bílinn sinn og svo er líka stór umferðargata þarna rétt hjá,“ segir Ágústa.Með magavöðva á við hafnarverkamann Hún er búin að vera í skoðunum hjá læknum seinustu daga. „Það sem þeir segja mér er að ég hefði auðveldlega getað dáið. Ef ég hefði verið í aðeins verra líkamlegu formi þá væri ég bara dáin og svo þessi maður sem kemur mér þarna til bjargar. Hann er auðvitað bara hetja og bjargar lífi mínu.“ Ágústa er með stórt mar yfir allan tvíhöfðann og þá er hún marin á bakinu og innvortis á kviðnum. „Læknirinn sagði að ég væri með magavöðva á við hafnarverkamann og þeir náttúrulega hlífðu ósæðinni sem liggur þarna yfir kviðinn og svo innyflunum sem hefðu auðveldlega getað sprungið.“Ágústa Eva fer með hlutverk Línu langsokks, sterkustu stelpu í heimi, en hún segir þungann og þrýstinginn sem hún fann vegna hurðarinnar hafa verið gríðarlegan.mynd/borgarleikhúsið/grímur bjarnasonAldrei lent í svona miklu andlegu áfalli Þá sé andlega áfallið ekki síðra en það líkamlega. „Ég hef aldrei lent í svona miklu andlegu áfalli. Það er líka það. Ég er mjög aum, bæði andlega og líkamlega og er bara þakklát fyrir að strákurinn minn eigi mömmu því samkvæmt öllu ætti ég að vera í tvennu lagi. Það er auðvitað alvarleiki málsins.“ Eins og flestir vita fer Ágústa Eva með hlutverk sterkustu stelpu í heimi, Línu langsokks, í leiksýningu Borgarleikhússins. Í einu atriðanna tekur hún nokkra fullorðna karlmenn í bóndabeygju. Hún segir þungann og þrýstinginn sem hún fann vegna hurðarinnar á bílaþvottastöðinni ekkert í líkingu við það. „Ég get ekki ímyndað mér hvað það hefur verið margra kílóa þrýstingur á þessari hurð og langar gjarnan að vita það. Þetta var svo mikill þrýstingur.“ Ágústa segir málið grafalvarlegt og ljóst að nokkur öryggisatriði hafi verið í ólagi hjá bílaþvottastöðinni.Sjá einnig: Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira