Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Heimir Már Pétursson og Sveinn Arnarsson skrifa 27. ágúst 2015 20:24 Forsætisráðherra segir að líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Ef borgin sinni ekki skyldum sínum varðandi vernd eldri byggðar hljóti ríkisvaldið að grípa inn í. Forsætisráðherra hefur mjög gott útsýni af vinnustað sínum yfir á umdeildu lóð við hliðina á Tollstjórahúsinu og síðan við hliðina á Hörpu. Hann telur að verið sé að gera mjög mikil mistök með byggingaráformunum þar. „Á þeim reit og reitunum í kring er gert ráð fyrir gríðarlega miklu byggingarmagni og gert ráð fyrir að þar rísi skrifstofuhús og verslunarhúsnæði, sem að gæti staðið hvar sem er annarsstaðar og gerir lítið til að styrkja bæjarmynd gamla bæjarins og það sem gerir hann sérstakan,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Á heimasíðu sinni í dag gagnrýnir Sigmundur Davíð uppbyggingu miðborgarinnar harðlega og segir hagsmuni ráða för með byggingu stórra steinhúsa á kostnað gamalla timburhúsa sem jafnvel séu látin víkja. „Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðunni, en ég vona að menn líti á þetta fyrst og fremst sem uppbyggilega gagnrýni og bregðist við því. Því það er mjög margt sem bendir til þess að yfirvofandi séu mjög stór slys, eins og það er stundum kallað, eða mistök í skipulagsmálum. En það er ennþá hægt að snúa við þeirri þróun.“ Forsætisráðherra hefur áður sett fram ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum borgarinnar, bæði fyrir og eftir að hann varð ráðherra, enda hefur hann numið slík fræði. Hann segir sterka hvata til staðar í borginni til að láta gömul hús grotna niður þannig að hægt sé að byggja stærri og dýrari hús á lóðum þeirra. „Á meðan að hvatinn er mjög lítill til þess að gera húsin upp og fegra umhverfið, þá eiga menn von á því að fá stóran kassa við hliðina á sér. Á meðan að sá sem að lét húsið sitt drappast niður fékk að rífa það og byggja stærra.“ Afleiðingarnar blasi við með þenslu byggingariðnaði í Reykjavík. Minjavernd heyrir undir ráðuneyti forsætisráðherra og í vor samþykkt Alþingi frumvarp hans um verndun skipulagsheilda. „Best væri að sjálfsögðu að borgin sjálf tæki forystu um að nýta þau úrræði sem eru til staðar til þess að bregðast við þessu ástandi og vinda ofan af því. En geri borgin það ekki, þá þurfa þar til bær stjórnvöld að grípa inn í.“ Eins og Minjastofnun sé reyndar þegar byrjuð að gera en ef það dugi ekki gæti ráðuneytið þurft að koma að málum, þó best væri að ríki og borg sammæltust um niðurstöðu í þessum málum. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Forsætisráðherra segir að líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Ef borgin sinni ekki skyldum sínum varðandi vernd eldri byggðar hljóti ríkisvaldið að grípa inn í. Forsætisráðherra hefur mjög gott útsýni af vinnustað sínum yfir á umdeildu lóð við hliðina á Tollstjórahúsinu og síðan við hliðina á Hörpu. Hann telur að verið sé að gera mjög mikil mistök með byggingaráformunum þar. „Á þeim reit og reitunum í kring er gert ráð fyrir gríðarlega miklu byggingarmagni og gert ráð fyrir að þar rísi skrifstofuhús og verslunarhúsnæði, sem að gæti staðið hvar sem er annarsstaðar og gerir lítið til að styrkja bæjarmynd gamla bæjarins og það sem gerir hann sérstakan,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Á heimasíðu sinni í dag gagnrýnir Sigmundur Davíð uppbyggingu miðborgarinnar harðlega og segir hagsmuni ráða för með byggingu stórra steinhúsa á kostnað gamalla timburhúsa sem jafnvel séu látin víkja. „Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðunni, en ég vona að menn líti á þetta fyrst og fremst sem uppbyggilega gagnrýni og bregðist við því. Því það er mjög margt sem bendir til þess að yfirvofandi séu mjög stór slys, eins og það er stundum kallað, eða mistök í skipulagsmálum. En það er ennþá hægt að snúa við þeirri þróun.“ Forsætisráðherra hefur áður sett fram ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum borgarinnar, bæði fyrir og eftir að hann varð ráðherra, enda hefur hann numið slík fræði. Hann segir sterka hvata til staðar í borginni til að láta gömul hús grotna niður þannig að hægt sé að byggja stærri og dýrari hús á lóðum þeirra. „Á meðan að hvatinn er mjög lítill til þess að gera húsin upp og fegra umhverfið, þá eiga menn von á því að fá stóran kassa við hliðina á sér. Á meðan að sá sem að lét húsið sitt drappast niður fékk að rífa það og byggja stærra.“ Afleiðingarnar blasi við með þenslu byggingariðnaði í Reykjavík. Minjavernd heyrir undir ráðuneyti forsætisráðherra og í vor samþykkt Alþingi frumvarp hans um verndun skipulagsheilda. „Best væri að sjálfsögðu að borgin sjálf tæki forystu um að nýta þau úrræði sem eru til staðar til þess að bregðast við þessu ástandi og vinda ofan af því. En geri borgin það ekki, þá þurfa þar til bær stjórnvöld að grípa inn í.“ Eins og Minjastofnun sé reyndar þegar byrjuð að gera en ef það dugi ekki gæti ráðuneytið þurft að koma að málum, þó best væri að ríki og borg sammæltust um niðurstöðu í þessum málum.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09