„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 15:46 Guðmundur Steingrímsson. Vísir/Stefán „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ skrifar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Facebook í dag í kjölfar umræðu um veika stöðu Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum en fylgi flokksins hefur hríðfallið samkvæmt þeim. Flokksfundur Bjartrar framtíðar hefst á fimmtudag og hafa flokksmenn rætt um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera. Guðmundur hafði ekki gefið færi á viðtali eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því yfir í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum, en það gerði Heiða Kristín eftir að hafa lýst því yfir að hún gæti ekki hugsað sér að taka sæti á þingi á meðan Guðmundur væri enn formaður flokksins.Sjá einnig: Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksinsGuðmundur segir á Facebook að átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka séu töluverð meinsemd að hans mati. „Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann,“ skrifar Guðmundur.Of mikill fókus á mikilvægi formanna Hann segir of mikinn fókus á mikilvægi formanna og persónulega eiginleika þeirra vera önnur meinsemd og til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki kemur í raun og veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. „Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur sem talar fyrir tillögu, sem sprottin er úr umræðu innan Bjartrar framtíðar, sem gengur út á að láta embætti innan flokksins rótera á milli fólks. Á hann þar við formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér. Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“Lausnamiðað afl Hann segir Bjarta framtíð ekki hefðbundinn stjórnmálaflokk sem fellur ekki í hefðbundnar gryfjur. „Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. „Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er BF.“ Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ skrifar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Facebook í dag í kjölfar umræðu um veika stöðu Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum en fylgi flokksins hefur hríðfallið samkvæmt þeim. Flokksfundur Bjartrar framtíðar hefst á fimmtudag og hafa flokksmenn rætt um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera. Guðmundur hafði ekki gefið færi á viðtali eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því yfir í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum, en það gerði Heiða Kristín eftir að hafa lýst því yfir að hún gæti ekki hugsað sér að taka sæti á þingi á meðan Guðmundur væri enn formaður flokksins.Sjá einnig: Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksinsGuðmundur segir á Facebook að átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka séu töluverð meinsemd að hans mati. „Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann,“ skrifar Guðmundur.Of mikill fókus á mikilvægi formanna Hann segir of mikinn fókus á mikilvægi formanna og persónulega eiginleika þeirra vera önnur meinsemd og til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki kemur í raun og veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. „Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur sem talar fyrir tillögu, sem sprottin er úr umræðu innan Bjartrar framtíðar, sem gengur út á að láta embætti innan flokksins rótera á milli fólks. Á hann þar við formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér. Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“Lausnamiðað afl Hann segir Bjarta framtíð ekki hefðbundinn stjórnmálaflokk sem fellur ekki í hefðbundnar gryfjur. „Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. „Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er BF.“
Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira