Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2015 16:00 „Af hverju er svona löng röð,“ spurði bandarískur ferðamaður undrandi fyrir utan kaffi- og kleinuhringjahúsið Dunkin´ Donuts á Laugavegi nú fyrr í dag. Vísir kíkti niður á Laugaveg til að heyra hljóðið í ferðamönnum og spyrja hvað þeim finnst um komu bandaríska fyrirtækisins til landsins og gríðarlegan áhuga Íslendinga á honum. Þriðja daginn í röð er viðskiptavinum hleypt inn á staðinn í hollum og láta margir sig hafa það að bíða löngum stundum í röð eftir því að dyravörður hleypi þeim inn.Nadian frá Þýskalandi er ekki hrifin af Dunkin´ Donuts.VísirVísir náði tali af Nadian sem er ekki hrifin af opnun þessa staðar á Íslandi. „Þetta er of amerískt. Mér finnst skrýtið að opna þennan stað hér, því Ísland er einstakt og spennandi og þarf ekki að hafa amerískt yfirbragð yfir sér.“ Judith frá Spáni var heldur ekki hrifin af þessum stað í hjarta Reykjavíkur: „Það sem okkur líkar við Ísland er að þar er ekki McDonald´s eða þannig staðir. Þetta er skrýtið. Ég hefði viljað eitthvað staðbundið, ekki eitthvað alþjóðlegt.“Ný fyrirtæki góð fyrir hagkerfið Eduard frá Rússlandi fagnaði því hins vegar að staðurinn hefði verið opnaður hér. „Opnun nýrra fyrirtækja hefur jákvæð áhrif á öll hagkerfi. Þetta er nýr vinnustaður og það er alltaf jákvætt þegar ný fyrirtæki eru opnuð.“ Gary og Jennifer frá Bandaríkjunum spurðu hvers vegna svo löng röð væri fyrir utan staðinn en þegar þau fengu að vita að það væri vegna opnunar Dunkin´ Donuts höfðu þau ákveðinn skilning á því. „Við erum frá San Francisco, þar er röð í allt.“Sam frá Ástralíu hafði ýmislegt að segja um ferðamannaiðnaðinn.VísirÁkveðin vonbrigði en engu að síður jákvætt Sam frá Ástarlíu sagði opnun Dunkin´s Donuts valda sér vonbrigðum á vissan hátt og þetta sé ein af þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamannaiðnaðurinn getur haft á lönd. Hann var þó snöggur að sjá björtu hliðarnar á þessu máli. „Reykjavík fyrir mér er eins og margar aðrar evrópskar borgir en hefur svolitla sérstöðu og einstakan karakter. Ísland er fallegur staður og það er vegna náttúrunnar. Mín skilaboð til íslensku þjóðarinnar eru þau að það eru neikvæðar og jákvæðar hliðar á ferðamannaiðnaðinum. Er Dunkin´ Donuts jákvætt skref? Af hverju ekki? Hvað finnst mér því í raun um það? Ég held að ferðamannaiðnaðurinn hafi jákvæð áhrif á efnahaginn og hann færir okkur saman sem kemur okkur í skilning um að við erum ekki svo frábrugðin hvort öðru.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
„Af hverju er svona löng röð,“ spurði bandarískur ferðamaður undrandi fyrir utan kaffi- og kleinuhringjahúsið Dunkin´ Donuts á Laugavegi nú fyrr í dag. Vísir kíkti niður á Laugaveg til að heyra hljóðið í ferðamönnum og spyrja hvað þeim finnst um komu bandaríska fyrirtækisins til landsins og gríðarlegan áhuga Íslendinga á honum. Þriðja daginn í röð er viðskiptavinum hleypt inn á staðinn í hollum og láta margir sig hafa það að bíða löngum stundum í röð eftir því að dyravörður hleypi þeim inn.Nadian frá Þýskalandi er ekki hrifin af Dunkin´ Donuts.VísirVísir náði tali af Nadian sem er ekki hrifin af opnun þessa staðar á Íslandi. „Þetta er of amerískt. Mér finnst skrýtið að opna þennan stað hér, því Ísland er einstakt og spennandi og þarf ekki að hafa amerískt yfirbragð yfir sér.“ Judith frá Spáni var heldur ekki hrifin af þessum stað í hjarta Reykjavíkur: „Það sem okkur líkar við Ísland er að þar er ekki McDonald´s eða þannig staðir. Þetta er skrýtið. Ég hefði viljað eitthvað staðbundið, ekki eitthvað alþjóðlegt.“Ný fyrirtæki góð fyrir hagkerfið Eduard frá Rússlandi fagnaði því hins vegar að staðurinn hefði verið opnaður hér. „Opnun nýrra fyrirtækja hefur jákvæð áhrif á öll hagkerfi. Þetta er nýr vinnustaður og það er alltaf jákvætt þegar ný fyrirtæki eru opnuð.“ Gary og Jennifer frá Bandaríkjunum spurðu hvers vegna svo löng röð væri fyrir utan staðinn en þegar þau fengu að vita að það væri vegna opnunar Dunkin´ Donuts höfðu þau ákveðinn skilning á því. „Við erum frá San Francisco, þar er röð í allt.“Sam frá Ástralíu hafði ýmislegt að segja um ferðamannaiðnaðinn.VísirÁkveðin vonbrigði en engu að síður jákvætt Sam frá Ástarlíu sagði opnun Dunkin´s Donuts valda sér vonbrigðum á vissan hátt og þetta sé ein af þeim neikvæðu áhrifum sem ferðamannaiðnaðurinn getur haft á lönd. Hann var þó snöggur að sjá björtu hliðarnar á þessu máli. „Reykjavík fyrir mér er eins og margar aðrar evrópskar borgir en hefur svolitla sérstöðu og einstakan karakter. Ísland er fallegur staður og það er vegna náttúrunnar. Mín skilaboð til íslensku þjóðarinnar eru þau að það eru neikvæðar og jákvæðar hliðar á ferðamannaiðnaðinum. Er Dunkin´ Donuts jákvætt skref? Af hverju ekki? Hvað finnst mér því í raun um það? Ég held að ferðamannaiðnaðurinn hafi jákvæð áhrif á efnahaginn og hann færir okkur saman sem kemur okkur í skilning um að við erum ekki svo frábrugðin hvort öðru.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01 Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57 Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42 Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Kleinuhringjaóðir Íslendingar: Enn hleypt inn í hollum Dyravörðurinn á Dunkin' Donuts hefur nóg að gera. 7. ágúst 2015 15:01
Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir Forráðamenn Dunkin' Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 5. ágúst 2015 09:57
Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Agatha Rún Karlsdóttir var mætt fyrir utan stað Dunkin' Donuts á Laugavegi klukkan 19 í gærkvöldi. 5. ágúst 2015 07:42
Seldu um tólf þúsund kleinuhringi á fyrsta degi „Við fórum út hálftíma seinna og það var stanslaust verið að afgreiða en það voru ennþá 200 manns í röðinni. Það var aldrei þannig að það var enginn í röð.“ 6. ágúst 2015 06:00