NASA birtir nýjar myndir af Plútó Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 21:54 Hér má glöggt sjá hið svokallaða hjarta á suðurhveli Plútós. mynd/nasa Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti í kvöld nýjar myndir af dvergplánetunni Plútó og fylgitungli þess, Karon, sem könnunarfarið New Horizonz fangaði á för sinni til reikistjörnunnar. Feiknarhá ísfjöll, dökkur blettur á norðurskauti Karons sem hefur fengið nafnið „Mordor,“ kartöflulaga fylgitunglið „Hydra“ og gríðarstórt hjartalaga landsvæði á Plútó eru meðal þess sem myndirnar hafa leitt í ljós og vísindamenn hoppa nú hæð sína af kæti yfir. „New Horizons er nú þegar að skila okkur ótrúlegum niðurstöðum. Gögnin eru gjörsamlega gullfalleg og Plútó og Karon eru bara æðisgengin,“ sagði Alan Stern í samtali við fjölmiðla ytra í dag en er einn þeirra sem stýrir för geimfarsins. Talið er að ísfjöllin, sem mörg hver eru um 3500 metra há, séu með þeim yngstu í sólkerfinu og hafi myndast fyrir um 100 milljónum ára. Í ljósi ungs aldurs kunni þau enn að vera „jarðfræðilega virk,“ eins og það er orðað á heimasíðu NASA. Flestar litlir íshnettir eru mótaðir af aðdráttarafli stærri stjarna en slíkt verkun á ekki við í tilfelli fjallana á Plútó. Eitthvað annað hlýtur því að búa þar að baki sem vísindamenn kunna litla skýringu á að svo stöddu. „Þetta gæti orðið til þess að við þurfum að endurskoða hvernig við hugsum um þá þætti sem hafa áhrif á jarðvirkni íshnatta,“ sagði vísindamaðurinn John Spencer um þessa uppgötvun. Frekari upplýsingar um leiðangurinn má nálgast á heimasíðu NASA. Hér má sjá Karon og „Mordor" á norðurskautinu.mynd/nasa Yfirborð Plútó er ísilagt.mynd/nasa Hin kartöflulaga Hydra er eitt af fylgitunglum Plútós.mynd/nasa Today, the @NASANewHorizons team is bringing what was previously a blurred point of light into focus. pic.twitter.com/AswUMZFxqd— NASA (@NASA) July 15, 2015 Plútó Geimurinn Tengdar fréttir New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05 NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08 Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Bandaríska geimferðastofnunin NASA birti í kvöld nýjar myndir af dvergplánetunni Plútó og fylgitungli þess, Karon, sem könnunarfarið New Horizonz fangaði á för sinni til reikistjörnunnar. Feiknarhá ísfjöll, dökkur blettur á norðurskauti Karons sem hefur fengið nafnið „Mordor,“ kartöflulaga fylgitunglið „Hydra“ og gríðarstórt hjartalaga landsvæði á Plútó eru meðal þess sem myndirnar hafa leitt í ljós og vísindamenn hoppa nú hæð sína af kæti yfir. „New Horizons er nú þegar að skila okkur ótrúlegum niðurstöðum. Gögnin eru gjörsamlega gullfalleg og Plútó og Karon eru bara æðisgengin,“ sagði Alan Stern í samtali við fjölmiðla ytra í dag en er einn þeirra sem stýrir för geimfarsins. Talið er að ísfjöllin, sem mörg hver eru um 3500 metra há, séu með þeim yngstu í sólkerfinu og hafi myndast fyrir um 100 milljónum ára. Í ljósi ungs aldurs kunni þau enn að vera „jarðfræðilega virk,“ eins og það er orðað á heimasíðu NASA. Flestar litlir íshnettir eru mótaðir af aðdráttarafli stærri stjarna en slíkt verkun á ekki við í tilfelli fjallana á Plútó. Eitthvað annað hlýtur því að búa þar að baki sem vísindamenn kunna litla skýringu á að svo stöddu. „Þetta gæti orðið til þess að við þurfum að endurskoða hvernig við hugsum um þá þætti sem hafa áhrif á jarðvirkni íshnatta,“ sagði vísindamaðurinn John Spencer um þessa uppgötvun. Frekari upplýsingar um leiðangurinn má nálgast á heimasíðu NASA. Hér má sjá Karon og „Mordor" á norðurskautinu.mynd/nasa Yfirborð Plútó er ísilagt.mynd/nasa Hin kartöflulaga Hydra er eitt af fylgitunglum Plútós.mynd/nasa Today, the @NASANewHorizons team is bringing what was previously a blurred point of light into focus. pic.twitter.com/AswUMZFxqd— NASA (@NASA) July 15, 2015
Plútó Geimurinn Tengdar fréttir New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05 NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08 Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Sævar Helgi Bragason bíður spenntur eftir myndum og gögnum frá geilmfarinu New Horizons. 14. júlí 2015 12:05
NASA birtir mynd af Plútó Geimfarið New Horizons flaug framhjá Plútó í hádeginu, um 12.500 kílómetrum frá yfirborðinu dvergreikistjörnunnar. 14. júlí 2015 13:08
Geimfarið slapp óskemmt frá Plútó Farið fór í gær fram hjá ystu reikistjörnunni í sólkerfinu okkar en ekkert far hefur áður komist svo nálægt henni. 15. júlí 2015 06:53