Bara 250 miðar eftir á leik KR og Rosenborg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2015 17:46 Stuðningsmenn Rosenborg eru klárir í slaginn fyrir kvöldið. Vísir/Kolbeinn Tumi Hver fer að verða síðastur að næla sér í miða á KR-völlinn í kvöld. Það stefnir nefnilega í það að það verði uppselt á leik KR og norska félagsins Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast í Frostaskjólinu í kvöld. KR-ingar hafa selt 1300 miða í forsölu á leikinn og þar sem að það eru sérstakar reglur í Evrópuleikjum þá mega þeir aðeins selja 250 miða til viðbótar. Eftirlitsdómari leiksins var mjög ánægður með grasið á KR-vellinum að sögn Jónasar Kristinssonar, framkvæmdastjóra KR og það er ljóst að aðstæðurnar á KR-vellinum í kvöld eru eins góðar og þær gerast hér á landi. Stuðningsmenn Rosenborg voru mættir á völlinn einum og hálfum tíma fyrir leik en ákváðu síðan að fá sér göngutúr um Vesturbæinn þar sem þeir ganga nú um syngjandi söngva og berjandi trommur. Blaðamaður Vísis hitti á stuðningsmennina á ferð um Vesturbæinn og þeir voru mjög bjartsýnir á gott gengi sinna manna í leiknum í kvöld. Þegar þeir hittu á einn stuðningsmann KR óskuðu þeir honum góðs gengis því að þeirra mati þyrfti hans lið svo sannarlega á því að halda. Blaðamaður Vísis stýrði þessum hressu stuðningsmönnum í átt að Rauða Ljóninu þar sem þeir munu eflaust taka lokaupphitun sína fyrir leikinn í kvöld. KR-ingar slógu írska liðið Cork City í síðustu umferð eftir sigur í framlengingu í seinni leik liðanna á KR-vellinum en nú fá KR-ingar fyrri leikinn á heimavelli sínum. Leikur KR og Rosenborg hefst klukkan 19.15 og fyrir þá sem komast ekki í Vesturbæinn í kvöld en missa af miðum á leikinn þá verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.KR-völlurinn lítur vel út í kvöld.Vísir/Kolbeinn Tumi Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Hver fer að verða síðastur að næla sér í miða á KR-völlinn í kvöld. Það stefnir nefnilega í það að það verði uppselt á leik KR og norska félagsins Rosenborg í forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast í Frostaskjólinu í kvöld. KR-ingar hafa selt 1300 miða í forsölu á leikinn og þar sem að það eru sérstakar reglur í Evrópuleikjum þá mega þeir aðeins selja 250 miða til viðbótar. Eftirlitsdómari leiksins var mjög ánægður með grasið á KR-vellinum að sögn Jónasar Kristinssonar, framkvæmdastjóra KR og það er ljóst að aðstæðurnar á KR-vellinum í kvöld eru eins góðar og þær gerast hér á landi. Stuðningsmenn Rosenborg voru mættir á völlinn einum og hálfum tíma fyrir leik en ákváðu síðan að fá sér göngutúr um Vesturbæinn þar sem þeir ganga nú um syngjandi söngva og berjandi trommur. Blaðamaður Vísis hitti á stuðningsmennina á ferð um Vesturbæinn og þeir voru mjög bjartsýnir á gott gengi sinna manna í leiknum í kvöld. Þegar þeir hittu á einn stuðningsmann KR óskuðu þeir honum góðs gengis því að þeirra mati þyrfti hans lið svo sannarlega á því að halda. Blaðamaður Vísis stýrði þessum hressu stuðningsmönnum í átt að Rauða Ljóninu þar sem þeir munu eflaust taka lokaupphitun sína fyrir leikinn í kvöld. KR-ingar slógu írska liðið Cork City í síðustu umferð eftir sigur í framlengingu í seinni leik liðanna á KR-vellinum en nú fá KR-ingar fyrri leikinn á heimavelli sínum. Leikur KR og Rosenborg hefst klukkan 19.15 og fyrir þá sem komast ekki í Vesturbæinn í kvöld en missa af miðum á leikinn þá verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.KR-völlurinn lítur vel út í kvöld.Vísir/Kolbeinn Tumi
Evrópudeild UEFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00 Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00 Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30
Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Hólmar Örn Eyjólfsson mætir KR með norska stórveldinu Rosenborg í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Hólmar nýtur lífsins í Þrándheimi og hefur ekki liðið betur á vellinum í langan tíma. 16. júlí 2015 07:00
Rúnar: Rosenborg vinnur KR í átta skipti af hverjum tíu Rúnar Kristinsson, íslenski þjálfarinn hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström, þekkir vel til liða KR og Rosenborg sem mætast á forkeppni Evrópudeildarinnar á KR-vellinum í kvöld. 16. júlí 2015 10:00
Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Þjálfari Rosenborg þekkir vel til íslenska landsliðsinsmannsins sem hann spáir mikilli velgengni hjá Basel. 16. júlí 2015 16:00