Framkvæmdastjóri hjúkrunar: Engin heildarlausn að fá erlent vinnuafl Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. júlí 2015 19:45 Það er engin heildarlausn til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga að fá erlent vinnuafl til starfa hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Reynslan af slíku vinnuafli sé misgóð. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að til greina kæmi að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalanum, meðal annars til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Sagði hann málið hafa verið rætt við stjórnendur spítalans og innan ráðuneytisins.Sjá einnig: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir spítalann hafa þurft að reiða sig nokkuð á erlent vinnuafl á árunum 2004 til 2007, en þá hafi verið erfitt að manna stöður. Reynslan af erlendu vinnuafli hafi verið misgóð. „Ég myndi nú ekki segja að það væri nein heildarlausn sem felist í því, þó það hafi komið hingað vissulega gott fólk,“ segir Sigríður. „En við stóðum líka frammi fyrir því að fá hérna hjúkrunarfræðinga sem voru bara hreinlega sendir til baka innan viku, af því að þeir gátu ekki sinnt þeim störfum sem þeim var ætlað hér.“Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Vísir/ErnirÞví fylgi aukinn kostnaður að fá erlent vinnuafl. Auk þess að greiða kjarasamningsbundin laun, myndi bætast við þjálfunarkostnaður. „En ef þú ert að tala um einstakling sem talar ekki málið og þekkir ekki samfélagið og heilbrigðiskerfið, þá myndi sú þjálfun taka mun lengri tíma og því fylgir auðvitað bara aukinn kostnaður,” segir Sigríður.Sjá einnig: Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Það væri algjört frumskilyrði að erlendir starfsmenn myndu læra íslensku, enda séu góð samskipti grunnurinn að starfi hjúkrunarfræðinga. „Og í raun algjör forsenda fyrir því að við getum veitt örugga þjónustu, að samskipti gangi snurðulaust fyrir sig.” Þá veltir Sigríður því fyrir sér hversu mikil aðsóknin yrði í þessi störf. „Þeir sem eru á annað borð að færa sig milli landa, þetta er alþjóðlegur vinnumarkaður, þannig að maður veit ekki hvort þeir myndu kjósa að koma hingað,” segir Sigríður. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Það er engin heildarlausn til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga að fá erlent vinnuafl til starfa hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Reynslan af slíku vinnuafli sé misgóð. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að til greina kæmi að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalanum, meðal annars til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Sagði hann málið hafa verið rætt við stjórnendur spítalans og innan ráðuneytisins.Sjá einnig: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir spítalann hafa þurft að reiða sig nokkuð á erlent vinnuafl á árunum 2004 til 2007, en þá hafi verið erfitt að manna stöður. Reynslan af erlendu vinnuafli hafi verið misgóð. „Ég myndi nú ekki segja að það væri nein heildarlausn sem felist í því, þó það hafi komið hingað vissulega gott fólk,“ segir Sigríður. „En við stóðum líka frammi fyrir því að fá hérna hjúkrunarfræðinga sem voru bara hreinlega sendir til baka innan viku, af því að þeir gátu ekki sinnt þeim störfum sem þeim var ætlað hér.“Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Vísir/ErnirÞví fylgi aukinn kostnaður að fá erlent vinnuafl. Auk þess að greiða kjarasamningsbundin laun, myndi bætast við þjálfunarkostnaður. „En ef þú ert að tala um einstakling sem talar ekki málið og þekkir ekki samfélagið og heilbrigðiskerfið, þá myndi sú þjálfun taka mun lengri tíma og því fylgir auðvitað bara aukinn kostnaður,” segir Sigríður.Sjá einnig: Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Það væri algjört frumskilyrði að erlendir starfsmenn myndu læra íslensku, enda séu góð samskipti grunnurinn að starfi hjúkrunarfræðinga. „Og í raun algjör forsenda fyrir því að við getum veitt örugga þjónustu, að samskipti gangi snurðulaust fyrir sig.” Þá veltir Sigríður því fyrir sér hversu mikil aðsóknin yrði í þessi störf. „Þeir sem eru á annað borð að færa sig milli landa, þetta er alþjóðlegur vinnumarkaður, þannig að maður veit ekki hvort þeir myndu kjósa að koma hingað,” segir Sigríður.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42
Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01