Skorar á neytendur að hundsa verslanir Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 13:19 Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hvorki styrking krónunnar né afnám sykurskatts hafi að fullu skilað sér í lækkun verðlags. Hann skorar á neytendur að hunsa þær verslanir sem lækka ekki vöruverð. Stjórnarandstöðuþingmaður segir að þessi þróun ætti ekki að koma Framsóknarmönnum á óvart. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að nokkuð hafi borið á verðhækkunum bæði hjá smásöluverslunum og birgjum. Þetta væri áhyggjuefni ekki hvað síst í ljósi þess að helsti viðskiptamyntir væru nú um þremur prósentum veikari gagnvart krónu en fyrir ári. „Næstliðin misseri þá hefur ekki verið skilað styrkingu krónu, allt að 10-12 prósent. Það virðist einnig koma fram enn að verslunin hafi ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar hér á Alþingi um síðustu áramót.“ Þetta staðfestu nýlegar verðkannanir. Þetta geti haft áhrif á nýgerða kjarasamninga vegna þess að ef kaupmáttur hafi ekki aukist í febrúar á næsta ári séu forsendur samninganna brostnar. Verslunin þurfi því að hugsa sig um. „Það vill nú þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós og það hefur komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús ítrekað. Og nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti í sér heyra með svipuðum hætti og geri nú alvöru úr því að kjósa með fótunum og hundsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“ Elsa Lára Arnardóttir tók undir með flokksbróður sínum og lýsti áhyggjum af því að afnám sykurskatts skilaði sér ekki til neytenda. „En hins vegar eru verslanirnar margar hverjar ekki lengi að skila til neytenda ef það verður einhver hækkun á markaði,“ sagði Elsa. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér líka í umræðuna: „En af hverju kemur þetta mönnum á óvart? Af hverju eru háttvirtir þingmenn Framsóknarflokksins hissa á þessu? Á þetta var margítrekað bent og reynsludæmi um það að veruleg hætta væri á að nákvæmlega þetta myndi gerast en samt létu menn sig hafa það að styðja þetta.“ Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hvorki styrking krónunnar né afnám sykurskatts hafi að fullu skilað sér í lækkun verðlags. Hann skorar á neytendur að hunsa þær verslanir sem lækka ekki vöruverð. Stjórnarandstöðuþingmaður segir að þessi þróun ætti ekki að koma Framsóknarmönnum á óvart. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að nokkuð hafi borið á verðhækkunum bæði hjá smásöluverslunum og birgjum. Þetta væri áhyggjuefni ekki hvað síst í ljósi þess að helsti viðskiptamyntir væru nú um þremur prósentum veikari gagnvart krónu en fyrir ári. „Næstliðin misseri þá hefur ekki verið skilað styrkingu krónu, allt að 10-12 prósent. Það virðist einnig koma fram enn að verslunin hafi ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar hér á Alþingi um síðustu áramót.“ Þetta staðfestu nýlegar verðkannanir. Þetta geti haft áhrif á nýgerða kjarasamninga vegna þess að ef kaupmáttur hafi ekki aukist í febrúar á næsta ári séu forsendur samninganna brostnar. Verslunin þurfi því að hugsa sig um. „Það vill nú þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós og það hefur komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús ítrekað. Og nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti í sér heyra með svipuðum hætti og geri nú alvöru úr því að kjósa með fótunum og hundsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“ Elsa Lára Arnardóttir tók undir með flokksbróður sínum og lýsti áhyggjum af því að afnám sykurskatts skilaði sér ekki til neytenda. „En hins vegar eru verslanirnar margar hverjar ekki lengi að skila til neytenda ef það verður einhver hækkun á markaði,“ sagði Elsa. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér líka í umræðuna: „En af hverju kemur þetta mönnum á óvart? Af hverju eru háttvirtir þingmenn Framsóknarflokksins hissa á þessu? Á þetta var margítrekað bent og reynsludæmi um það að veruleg hætta væri á að nákvæmlega þetta myndi gerast en samt létu menn sig hafa það að styðja þetta.“
Alþingi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira