Gríðarleg fjölgun ferðamanna á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2015 19:04 Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ferðamönnum til landsins það sem af er árinu en rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins. Gæði, umhverfisvitund, fagmennska og langtímahugsun eru lykillinn að velgengni Íslendinga í framtíðinni að mati ferðamamálastjóra. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur nánast verið ævintýraleg á undanförnum árum og hvert metið slegið á fætur öðru. Hótelin rísa upp eins og gorkúlur; eitt það nýjasta var opnað við Höfðatorg í síðasta mánuði og er með þeim stærstu, ef ekki stærsta hótel landsins. Það lítur út fyrir að einn eitt metið verði slegið í ár því 27 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í síðasta mánuði en í júní í fyrra sem er fjölgun upp á rúm 24 prósent. Og á fyrstu mánuðum ársins komu 517 þúsund ferðamenn hingað sem er fjölgun upp á tæp 29 prósent. Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri segir að frá árinu 2010 hafi ferðamönnum fjölgað árlega um tveggja stafa tölu. „Og svona mikill vöxtur á skömmum tíma hefur auðvitað í för með sér vaxtaverki sem þarf að takast á við,“ segir Ólöf. Atvinnugreinin hafi orðið fullveðja á skömmum tíma og nú þurfi að takast á við stefnumótun og eftirfylgni sem og skipulag bæja og byggða. Það þurfi líka að skipuleggja hvernig Íslendingar vilji að vöxturinn verði til framtíðar. „Við þurfum að huga að langtímahugsun sem hefur kannski ekki verið einkenni Íslendinga í gegnum tíðina. Horfa til þess hvernig við viljum vera á næstu áratugum í raun og veru og hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á samfélagið okkar,“ segir Ólöf.Fyrirhugað hótel Icelandair verður undir merkjum Canopy.Nýtt alþjóðahótel rís við HverfisgötuIcelandair Hotels stendur í stórræðum þessa dagana eins og margir aðrir í hótel og veitingarekstri og byggir nýtt hótel milli Hverfisgötu og Laugavegar sem verður opnað í mars á næsta ári. Hildur Ómarsdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs hótelanna tekur undir að þessari miklu fjölgun ferðamanna fylgi vaxtaverkir. „Já henni fylgja vaxtaverkir annars vegar og tækifæri hins vegar. Við sjáum tækifæri í því að auka fjölbreytileikann og flóruna í þeirri þjónustu sem er í boði á Íslandi. Tækifæri í atvinnusköpun fyrir þá sem hér starfa,“ segir Hildur. Fjölgunin hér sé um 20 prósent á ári en yfirleitt um 4 prósent í öðrum löndum. Samt komi lítill hluti ferðamanna heimsins til Íslands. „Við vorum og erum enn eftir sem áður lítill áfangastaður og eigum langt í land með að koma okkur vel á kortið á alþjóðavísu. Þetta er stór kippur í ár og kannski undanfarin ár. En við þurfum að halda mjög vel á spöðunum og vanda til verka til að fara ekki framúr okkur og fara ekki illa með það sem við eigum og þykir vænt um,“ segir Hildur. Nýja hótelið verður það fyrsta í heiminum undir nýju vörumerki, Canopy, Hilton hótelkeðjunnar þar sem eldri hús á reitnum fá að halda sér í götumyndinni. En ferðamálastjóri segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa aukið bæði gæða- og umhverfisvitund sína á undanförnum árum. „Vegna þess að mínu mati og margra fleirri eru gæðin, umhverfisvitundin, fagmennskan og langtímahugsunin lykillinn að áframhaldandi velgengni Íslendinga og Íslands sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir Ólöf Ýr Atladóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á ferðamönnum til landsins það sem af er árinu en rúmlega hálf milljón ferðamanna kom til Íslands á fyrstu sex mánuðum ársins. Gæði, umhverfisvitund, fagmennska og langtímahugsun eru lykillinn að velgengni Íslendinga í framtíðinni að mati ferðamamálastjóra. Fjölgun erlendra ferðamanna hefur nánast verið ævintýraleg á undanförnum árum og hvert metið slegið á fætur öðru. Hótelin rísa upp eins og gorkúlur; eitt það nýjasta var opnað við Höfðatorg í síðasta mánuði og er með þeim stærstu, ef ekki stærsta hótel landsins. Það lítur út fyrir að einn eitt metið verði slegið í ár því 27 þúsund fleiri ferðamenn komu hingað til lands í síðasta mánuði en í júní í fyrra sem er fjölgun upp á rúm 24 prósent. Og á fyrstu mánuðum ársins komu 517 þúsund ferðamenn hingað sem er fjölgun upp á tæp 29 prósent. Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri segir að frá árinu 2010 hafi ferðamönnum fjölgað árlega um tveggja stafa tölu. „Og svona mikill vöxtur á skömmum tíma hefur auðvitað í för með sér vaxtaverki sem þarf að takast á við,“ segir Ólöf. Atvinnugreinin hafi orðið fullveðja á skömmum tíma og nú þurfi að takast á við stefnumótun og eftirfylgni sem og skipulag bæja og byggða. Það þurfi líka að skipuleggja hvernig Íslendingar vilji að vöxturinn verði til framtíðar. „Við þurfum að huga að langtímahugsun sem hefur kannski ekki verið einkenni Íslendinga í gegnum tíðina. Horfa til þess hvernig við viljum vera á næstu áratugum í raun og veru og hvaða áhrif við viljum að ferðaþjónustan hafi á samfélagið okkar,“ segir Ólöf.Fyrirhugað hótel Icelandair verður undir merkjum Canopy.Nýtt alþjóðahótel rís við HverfisgötuIcelandair Hotels stendur í stórræðum þessa dagana eins og margir aðrir í hótel og veitingarekstri og byggir nýtt hótel milli Hverfisgötu og Laugavegar sem verður opnað í mars á næsta ári. Hildur Ómarsdóttir forstöðumaður sölu og markaðssviðs hótelanna tekur undir að þessari miklu fjölgun ferðamanna fylgi vaxtaverkir. „Já henni fylgja vaxtaverkir annars vegar og tækifæri hins vegar. Við sjáum tækifæri í því að auka fjölbreytileikann og flóruna í þeirri þjónustu sem er í boði á Íslandi. Tækifæri í atvinnusköpun fyrir þá sem hér starfa,“ segir Hildur. Fjölgunin hér sé um 20 prósent á ári en yfirleitt um 4 prósent í öðrum löndum. Samt komi lítill hluti ferðamanna heimsins til Íslands. „Við vorum og erum enn eftir sem áður lítill áfangastaður og eigum langt í land með að koma okkur vel á kortið á alþjóðavísu. Þetta er stór kippur í ár og kannski undanfarin ár. En við þurfum að halda mjög vel á spöðunum og vanda til verka til að fara ekki framúr okkur og fara ekki illa með það sem við eigum og þykir vænt um,“ segir Hildur. Nýja hótelið verður það fyrsta í heiminum undir nýju vörumerki, Canopy, Hilton hótelkeðjunnar þar sem eldri hús á reitnum fá að halda sér í götumyndinni. En ferðamálastjóri segir ferðaþjónustufyrirtæki hafa aukið bæði gæða- og umhverfisvitund sína á undanförnum árum. „Vegna þess að mínu mati og margra fleirri eru gæðin, umhverfisvitundin, fagmennskan og langtímahugsunin lykillinn að áframhaldandi velgengni Íslendinga og Íslands sem áfangastaðar ferðamanna,“ segir Ólöf Ýr Atladóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira