Þingmaður gekk rúmt hálfmaraþon með gervilið á báðum hnjám Birgir Olgeirsson skrifar 7. júlí 2015 22:46 Ásmundur Friðriksson eftir göngutúrinn mikla. Vísir/Facebook Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét gamlan draum verða að veruleika í dag þegar hann gekk úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn. Um er að ræða 22,4 kílómetra langa leið, en hálfmaraþon er 21,1 kílómetri, og var Ásmundur í fjórar klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni. „Ég er alltaf að labba, er svolítið duglegur við það. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga meira en 15 kílómetra. Þetta hafði verið draumur svolítið lengi að fara úr Vogunum í Garðinn og koma við í fjórum sveitarfélögum. Svo allt i einu datt mér það í hug í hádeginu að þetta væri rétti dagurinn,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi um þessa gönguferð en sveitarfélögin fjögur eru Vogar, Reykjanesbær, Sandgerði og Garður.Nógu nettur fyrir gamla gerviliði Ásmundur lét ekki gerviliði sem eru komnir vel til ára sinna stöðva þessa för en hann fékk fyrst gervilið í hné árið 1999 og svo í hitt hnéð árið 2004. „Þeir ættu að vera komnir á tíma. En þrátt fyrir að ég sé aðeins í yfirvigt þá er ég greinilega það nettur að þeir þola mig ennþá,“ segir Ásmundur sem þakkar guði góða heilsu og hreysti.Með ný markmið Hann segist vera búinn að setja sér nýtt markmið eftir göngutúr dagsins en tekur fram að hann ætli sér ekki að ganga Jakobsveginn sem er ein þekktasta pílagrímaleið Evrópu sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu-héraðinu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Ég held að það borgi sig varla að gefa markmiðið upp en nú sé ég að það er ekki mjög langt frá Höfn í Garðskaga. Það eru einhverjir 700 kílómetrar sem maður næði kannski í einhverjum áföngum.“Ásmundur með heyrnatólinn umtöluðu en hann segist aðeins hlusta á Bylgjuna þegar hann fer í göngutúr.Vísir/FacebookVirkur í fríinu Alþingi var slitið síðastliðinn föstudag og segist Ásmundur hafa nýtt fríið vel og ber þessi göngutúr þess merki. Auk þess hefur hann að sögn heimsótt sex vinnustaði á svæðinu og mun halda því áfram. Hann ætlar sér að heimsækja Vestmannaeyjar, Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík. „Það er skylda landsbyggðarþingmanna að vera í góðu sambandi við sitt fólk og ég rækta það vel,“ segir Ásmundur sem á von á því að taka nokkra göngutúra á þessu ferðalagi sínu. „Ég labba líka í sveitinni. Það er mjög gaman að labba Almannaskarðið í Höfn. Það er mjög bratt og tekur vel á. Ég ætla að taka það nokkrum sinnum núna.“Hlustar bara á Bylgjuna Aðspurður hvort hann hlusti á einhverja tónlist á meðan þessum göngutúrum stendur segist hann hlusta mikiða á Bylgjuna. „Allan tímann. Mína menn í Reykjavík síðdegis. Svo hlusta ég alltaf á Heimi á morgnanna. Ég er alltaf vaknaður á svipuðum tíma og Heimir og félagar og hlusta á þá á leiðinni á þingið. Læt þá stundum vita af færðinni á Reykjanesbrautinni,“ segir Ásmundur en á meðfylgjandi mynd sem hann deildi á Facebook má sjá útvarpið sem hann gengur jafnan með. „Ég lít út eins og fáviti með þetta en mér finnst það bara sniðugt. “ Alþingi Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét gamlan draum verða að veruleika í dag þegar hann gekk úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn. Um er að ræða 22,4 kílómetra langa leið, en hálfmaraþon er 21,1 kílómetri, og var Ásmundur í fjórar klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni. „Ég er alltaf að labba, er svolítið duglegur við það. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga meira en 15 kílómetra. Þetta hafði verið draumur svolítið lengi að fara úr Vogunum í Garðinn og koma við í fjórum sveitarfélögum. Svo allt i einu datt mér það í hug í hádeginu að þetta væri rétti dagurinn,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi um þessa gönguferð en sveitarfélögin fjögur eru Vogar, Reykjanesbær, Sandgerði og Garður.Nógu nettur fyrir gamla gerviliði Ásmundur lét ekki gerviliði sem eru komnir vel til ára sinna stöðva þessa för en hann fékk fyrst gervilið í hné árið 1999 og svo í hitt hnéð árið 2004. „Þeir ættu að vera komnir á tíma. En þrátt fyrir að ég sé aðeins í yfirvigt þá er ég greinilega það nettur að þeir þola mig ennþá,“ segir Ásmundur sem þakkar guði góða heilsu og hreysti.Með ný markmið Hann segist vera búinn að setja sér nýtt markmið eftir göngutúr dagsins en tekur fram að hann ætli sér ekki að ganga Jakobsveginn sem er ein þekktasta pílagrímaleið Evrópu sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu-héraðinu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Ég held að það borgi sig varla að gefa markmiðið upp en nú sé ég að það er ekki mjög langt frá Höfn í Garðskaga. Það eru einhverjir 700 kílómetrar sem maður næði kannski í einhverjum áföngum.“Ásmundur með heyrnatólinn umtöluðu en hann segist aðeins hlusta á Bylgjuna þegar hann fer í göngutúr.Vísir/FacebookVirkur í fríinu Alþingi var slitið síðastliðinn föstudag og segist Ásmundur hafa nýtt fríið vel og ber þessi göngutúr þess merki. Auk þess hefur hann að sögn heimsótt sex vinnustaði á svæðinu og mun halda því áfram. Hann ætlar sér að heimsækja Vestmannaeyjar, Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík. „Það er skylda landsbyggðarþingmanna að vera í góðu sambandi við sitt fólk og ég rækta það vel,“ segir Ásmundur sem á von á því að taka nokkra göngutúra á þessu ferðalagi sínu. „Ég labba líka í sveitinni. Það er mjög gaman að labba Almannaskarðið í Höfn. Það er mjög bratt og tekur vel á. Ég ætla að taka það nokkrum sinnum núna.“Hlustar bara á Bylgjuna Aðspurður hvort hann hlusti á einhverja tónlist á meðan þessum göngutúrum stendur segist hann hlusta mikiða á Bylgjuna. „Allan tímann. Mína menn í Reykjavík síðdegis. Svo hlusta ég alltaf á Heimi á morgnanna. Ég er alltaf vaknaður á svipuðum tíma og Heimir og félagar og hlusta á þá á leiðinni á þingið. Læt þá stundum vita af færðinni á Reykjanesbrautinni,“ segir Ásmundur en á meðfylgjandi mynd sem hann deildi á Facebook má sjá útvarpið sem hann gengur jafnan með. „Ég lít út eins og fáviti með þetta en mér finnst það bara sniðugt. “
Alþingi Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira