Lífið

Allt ætlaði um koll að keyra í Borgar­leik­húsinu

Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa
Ólafur Egill Egilsson er leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi og skrifar handrit ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur.
Ólafur Egill Egilsson er leikstjóri sýningarinnar Þetta er Laddi og skrifar handrit ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. Sýn

Nýtt leikár hófst í Borgarleikhúsinu í kvöld. Nýr leikhússtjóri segir met hafa verið slegið í sölu á áskriftarkortum þetta árið og fram undan sé viðburðaríkt leikár.

Nóg var um að vera þegar fréttastofa kíkti baksviðs og var fólk á fullu við að gera allt klárt fyrir báðar sýningar kvöldsins. Komu Laddi, Elsa Lund, vinsælir fótboltaáhugamenn, Ólafur Egilsson, snúruóhapp og óvænt glitpappírsbomba þar meðal annars við sögu.

„Íslendingar eru heimsmeistarar í að mæta í leikhús og á tónleika,“ staðhæfir Egill Heiðar Anton Pálsson sem tók við sem Borgarleikhússtjóri í vor eftir að hafa starfað víða við leikhús erlendis. „Það er ótrúlega gaman að reka leikhús á Íslandi. Takk fyrir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.