Lífið

Glæsihöll Livar og Sverris á Arnar­nesi til sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Liv og Sverrir keyptu húsið árið 2017 og greiddu þá 230 milljónir fyrir.
Liv og Sverrir keyptu húsið árið 2017 og greiddu þá 230 milljónir fyrir.

Hjónin, Liv Bergþórs­dótt­ir for­stjóri BI­OEF­FECT og Sverr­ir Viðar Hauks­son, framkvæmdastjóri hjá BAKO verslunartækni, hafa sett glæsihús sitt við Blikanes á Arnarnesi í Garðabæ á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Liv leiddi uppbyggingu fjarskiptafyrirtækisins Nova frá stofnun þess árið 2006 fram á mitt ár 2018. Fyrir þann tíma var hún meðal annars framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone og Tals.

Liv og Sverrir festu kaup á húsinu árið 2017 og greiddu þá 230 millj­ón­ir fyrir. 

Marmari og mósaík

Húsið, sem er teiknað af Pálmari Kristmundssyni arkitekt, þykir með þeim glæsilegri á landinu. Ekkert var til sparað við hönnun þess en allar innréttingar eru sérsmíðaðar og er efnival afar vandað.

Um er að ræða 563 fermetra hús á tveimur hæðum, þar af er auka íbúð á neðri hæðinni og glæsileg heilsulind með vatnsgufu og saunu. 

Á efri hæðinni eru opnar og glæsilegar samliggjandi stofur með glerveggjum og rennihurðum á milli. Eldhús er opið við stofu prýtt vandaðri ljósi veglegri viðarinnréttingu með náttúrusteini á borðum. Útgengt er úr stofurýminu og eldhúsi út a stóra suðurverönd, og þaðan niður á aðra afgirta verönd með heitum potti og garðskála.

Í húsinu eru samtals fimm svefnherbergi og fimm baðherbergi, þar af hjónasvíta með stóru fataherbergi og sér baðherbergi. Öll baðherbergi eru lögð marmara og mosaikflísum.

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.