Tvöfalt fleiri ferðamenn á hvert starf Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2015 10:52 Ferðamönnum hefur fjölgað um 225 prósent frá árinu 2010. Hér má sjá ferðamenn við Dynjanda á dögunum. vísir/pjetur Fjöldi ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu hefur tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. 11 erlendir ferðamenn komu á fyrstu 5 mánuðum ársins fyrir hvert starf í ferðaþjónustu árið 2010 en á þessu ári voru ferðamennirnir orðnir rúmlega tvöfalt fleiri eða 22,7. Er það til marks um mikla framleiðniaukningu hjá starfandi fólki í ferðaþjónustu á þessu tímabili. Á sama tíma hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um 60 prósent, störfin voru 10.500 árið 2010 en eru nú um 16.700. Aukningin á fjölda erlendra ferðamanna er þó töluvert meiri eða 225 prósent á þessu tímabili. Hlutfallslega hefur fjöldi ferðamanna á hvert starf verið að aukast hraðar utan háannar og því hefur framleiðnivöxturinn verið meiri þar. Veruleg árstíðarsveifla sé þó enn í komum ferðamanna yfir árið þrátt fyrir að hún hafi verið á undanhaldi síðustu ár.mynd/HagsjáÍ Hagsjá segir að á lágönn séu ferðamenn tiltölulega fáir á hvert starf en fleiri yfir háönnina. Á síðasta ári komu fæstir ferðamenn á hvert starf í janúar og desember eða um 3,3 í hvoru tilfelli fyrir sig. Yfir háönnina komu um 7,7 ferðamenn á hvert starf í ágúst. Sé litið á tölur Hagstofunnar um meðalfjölda starfa yfir árið eftir flokkum ferðaþjónustu sést að stærsti hlutinn liggur í veitingasölu- og þjónustu en þar voru um 7.100 stöðugildi á síðasta ári. Næststærsti hlutinn liggur í rekstri gististaða um 4.000 manns. Fjölgunin milli 2010 og 2014 hefur verið hlutfallslega mest í flokknum „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ eða 82 prósent en einnig hefur orðið mikil fjölgun í rekstri gististaða eða 74 prósent. Fjölgunin hefur verið töluvert minni í farþegaflutningum með flugi (26 prósent) og veitingasölu- og þjónustu (28 prósent). „Sé litið til undirgreina þarf ekki að koma svo mikið á óvart að þær greinar sem standa undir stærstum hluta af heildaraukningu starfa milli 2010 og 2014 eru einmitt „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ annars vegar og rekstur gististaða hins vegar,“ segir í Hagsjá. Fréttir af flugi Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu hefur tvöfaldast á síðastliðnum fimm árum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í dag. 11 erlendir ferðamenn komu á fyrstu 5 mánuðum ársins fyrir hvert starf í ferðaþjónustu árið 2010 en á þessu ári voru ferðamennirnir orðnir rúmlega tvöfalt fleiri eða 22,7. Er það til marks um mikla framleiðniaukningu hjá starfandi fólki í ferðaþjónustu á þessu tímabili. Á sama tíma hefur störfum í ferðaþjónustu fjölgað um 60 prósent, störfin voru 10.500 árið 2010 en eru nú um 16.700. Aukningin á fjölda erlendra ferðamanna er þó töluvert meiri eða 225 prósent á þessu tímabili. Hlutfallslega hefur fjöldi ferðamanna á hvert starf verið að aukast hraðar utan háannar og því hefur framleiðnivöxturinn verið meiri þar. Veruleg árstíðarsveifla sé þó enn í komum ferðamanna yfir árið þrátt fyrir að hún hafi verið á undanhaldi síðustu ár.mynd/HagsjáÍ Hagsjá segir að á lágönn séu ferðamenn tiltölulega fáir á hvert starf en fleiri yfir háönnina. Á síðasta ári komu fæstir ferðamenn á hvert starf í janúar og desember eða um 3,3 í hvoru tilfelli fyrir sig. Yfir háönnina komu um 7,7 ferðamenn á hvert starf í ágúst. Sé litið á tölur Hagstofunnar um meðalfjölda starfa yfir árið eftir flokkum ferðaþjónustu sést að stærsti hlutinn liggur í veitingasölu- og þjónustu en þar voru um 7.100 stöðugildi á síðasta ári. Næststærsti hlutinn liggur í rekstri gististaða um 4.000 manns. Fjölgunin milli 2010 og 2014 hefur verið hlutfallslega mest í flokknum „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ eða 82 prósent en einnig hefur orðið mikil fjölgun í rekstri gististaða eða 74 prósent. Fjölgunin hefur verið töluvert minni í farþegaflutningum með flugi (26 prósent) og veitingasölu- og þjónustu (28 prósent). „Sé litið til undirgreina þarf ekki að koma svo mikið á óvart að þær greinar sem standa undir stærstum hluta af heildaraukningu starfa milli 2010 og 2014 eru einmitt „ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur og bókunarþjónusta“ annars vegar og rekstur gististaða hins vegar,“ segir í Hagsjá.
Fréttir af flugi Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira