Lokum ekki landamærunum Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 20. júní 2015 10:52 Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum. Niðurstaðan er skýr – tæplega fjórir af hverjum fimm sem treysta sér til svars vilja heldur að bankarnir verði seldir innlendum kaupendum, en erlendum. Þessi afstaða kemur fram í kjölfar tíðinda af því að fjárfestar frá Kína og Mið-austurlöndum hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Glitni. Einnig liggur fyrir samkvæmt tillögum um afnám gjaldeyrishafta að náist nauðasamningar við kröfuhafa föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, þá falli umtalsverður hluti kaupverðs nýju bankanna, Íslandsbanka og Arion, í skaut íslenska ríkisins. Í því samhengi væri augljóslega meiri styrkur af því að fá erlendan gjaldeyri í ríkiskassann en íslenskar krónur. Forvitnilegt væri að vita hvað býr að baki þessari skoðun fólks? Varla getur það verið ánægja með hvernig til tókst með síðustu einkavæðingu. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, sem í marsmánuði 2001 mælti fyrir um frumvarp til laga um heimild ríkisins til sölu á öllum eignarhlutum sínum í bönkunum, kom fram að: “sérstaklega skyldi hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönkunum”. Seðlabankinn, undir stjórn flokksbróður Valgerðar, Finns Ingólfssonar meðal annarra, var sama sinnis en í umsögn bankans um frumvarpið sagði að Seðlabankinn teldi “æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er líkleg til að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskiptasambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sérþekkingu”. Óhætt er að segja að ekki hafi verið tekið tillit til þessara hollráða. Landsbankinn var seldur Samson félagi Björgólfsfeðga, og Búnaðarbankinn S-hópnum svokallaða, sem var skipaður mönnum nátengdum Framsóknarflokknum þar á meðal fyrrnefndum Finni. Búnaðarbankinn rann síðar inn í Kaupþing. Gengið var frá sölu á bönkunum báðum um og yfir áramótin 2002 til 2003. Þeir féllu svo með braki og brestum á haustdögum 2008. Saga einkarekinna banka í innlendum höndum spannar því ríflega fimm og hálft ár. Til samanburðar hefur uppgjör bankanna tekið tæplega sjö ár, og stendur enn yfir. Íslendingar hafa því talsvert meiri reynslu af slitameðferð innlendra einkarekinna banka en rekstri þeirra. Í þessu samhengi er niðurstaða könnunarinnar áhugaverð, en kemur þó ekki endilega á óvart. Allt frá hruni hefur umræðan um erlenda kröfuhafa bankanna verið í neikvæðara lagi, og þeir iðulega kenndir við hrægamma. Sömuleiðis hefur afstaða til Evrópusambandsins verið heldur neikvæð. Síðustu kannanir benda til að 60% svarenda taki það ekki í mál að ganga í sambandið – og það þrátt fyrir að augljóslega þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Afstaðan til sölu bankanna er í takt við ofangreint. Vonandi byggist hún ekki á ótta við það sem að utan kemur. Hitt er hins vegar víst að í sögulegu samhengi ættu Íslendingar ekki að óttast erlent eignarhald á bönkunum. Heldur ætti fólk að leggjast á árarnar til að tryggja að ekki fari eins og um síðustu aldamót. Þar hræða sporin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Athyglisverð er sú skoðun sem birtist í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í vikunni að mikill meirihluti Íslendinga vilji að bankarnir verði seldir Íslendingum. Niðurstaðan er skýr – tæplega fjórir af hverjum fimm sem treysta sér til svars vilja heldur að bankarnir verði seldir innlendum kaupendum, en erlendum. Þessi afstaða kemur fram í kjölfar tíðinda af því að fjárfestar frá Kína og Mið-austurlöndum hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á Glitni. Einnig liggur fyrir samkvæmt tillögum um afnám gjaldeyrishafta að náist nauðasamningar við kröfuhafa föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, þá falli umtalsverður hluti kaupverðs nýju bankanna, Íslandsbanka og Arion, í skaut íslenska ríkisins. Í því samhengi væri augljóslega meiri styrkur af því að fá erlendan gjaldeyri í ríkiskassann en íslenskar krónur. Forvitnilegt væri að vita hvað býr að baki þessari skoðun fólks? Varla getur það verið ánægja með hvernig til tókst með síðustu einkavæðingu. Í máli Valgerðar Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, sem í marsmánuði 2001 mælti fyrir um frumvarp til laga um heimild ríkisins til sölu á öllum eignarhlutum sínum í bönkunum, kom fram að: “sérstaklega skyldi hugað að fjárfestingu erlends fjármálafyrirtækis í bönkunum”. Seðlabankinn, undir stjórn flokksbróður Valgerðar, Finns Ingólfssonar meðal annarra, var sama sinnis en í umsögn bankans um frumvarpið sagði að Seðlabankinn teldi “æskilegt að erlendir bankar eignist hluti í íslenskum bönkum. Slík eignaraðild er líkleg til að styrkja innlenda banka og þar með stöðugleika bankakerfisins, efla viðskiptasambönd og færa íslenskum fjármálamarkaði mikilvæga sérþekkingu”. Óhætt er að segja að ekki hafi verið tekið tillit til þessara hollráða. Landsbankinn var seldur Samson félagi Björgólfsfeðga, og Búnaðarbankinn S-hópnum svokallaða, sem var skipaður mönnum nátengdum Framsóknarflokknum þar á meðal fyrrnefndum Finni. Búnaðarbankinn rann síðar inn í Kaupþing. Gengið var frá sölu á bönkunum báðum um og yfir áramótin 2002 til 2003. Þeir féllu svo með braki og brestum á haustdögum 2008. Saga einkarekinna banka í innlendum höndum spannar því ríflega fimm og hálft ár. Til samanburðar hefur uppgjör bankanna tekið tæplega sjö ár, og stendur enn yfir. Íslendingar hafa því talsvert meiri reynslu af slitameðferð innlendra einkarekinna banka en rekstri þeirra. Í þessu samhengi er niðurstaða könnunarinnar áhugaverð, en kemur þó ekki endilega á óvart. Allt frá hruni hefur umræðan um erlenda kröfuhafa bankanna verið í neikvæðara lagi, og þeir iðulega kenndir við hrægamma. Sömuleiðis hefur afstaða til Evrópusambandsins verið heldur neikvæð. Síðustu kannanir benda til að 60% svarenda taki það ekki í mál að ganga í sambandið – og það þrátt fyrir að augljóslega þurfi að finna framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Afstaðan til sölu bankanna er í takt við ofangreint. Vonandi byggist hún ekki á ótta við það sem að utan kemur. Hitt er hins vegar víst að í sögulegu samhengi ættu Íslendingar ekki að óttast erlent eignarhald á bönkunum. Heldur ætti fólk að leggjast á árarnar til að tryggja að ekki fari eins og um síðustu aldamót. Þar hræða sporin.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun