Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2015 08:45 Ráðherrarnir sem um ræðir. Þrír ráðherrar, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, svöruðu í gær fyrirspurnum Katrínar Júlíusdóttur um hve lengi þeir hafa verið erlendis á vegum ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili. Af ráðherrunum þremur hefur Illugi Gunnarsson verið mest á faraldsfæti. Illugi hefur alls verið 68 daga erlendis það sem af er en tvær lengstu ferðirnar hans tóku níu daga. Sú fyrri var opinber heimsókn ráðherrans til Kína í marsmánuði og ferð í apríl sem sameinaði ferð á MR-K fund í Færeyjum, til Jerevan vegna formennsku Íslands í Bologna samstarfinu og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ferð Illuga á vetrarólympíuleikana í Sochi tók átta daga. Kostnaður vegna ferða hans nam rúmum 15,3 milljónum króna. Ólöf Nordal tók við innanríkisráðherrastólnum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lok síðasta árs en í svarinu koma fram ferðir beggja ráðherra. Hanna Birna ferðaðist í alls 45 daga á meðan embættisstíð hennar stóð en Ólöf hefur verið ellefu daga á flakki.Utanlandsferðir þriggja ráðherra á kjörtímabilinu | Create infographics Kostnaður við ferðirnar nemur samtals tæpum 12,7 milljónum en þar af á Ólöf þrjár milljónir. Lengsta ferðin var ferð Ólafar á alþjóðlega hamfararáðstefnu í Sendai í Japan sem hún fór í að beiðni forsætisráðherra. Sú ferð tók átta daga og kostaði ríflega tvær milljónir. Eygló Harðardóttir hefur alls verið 38 daga erlendis og hafa ferðir hennar og fylgdarmanna hennar kostað ríflega níu og hálfa milljón. Hún er eini ráðherrann sem tiltekur nákvæmlega á hvaða tímabili ferðirnar áttu sér stað og er hægt að sjá kostnað við ferðirnar sundurliðaðan eftir árum. Lengstu ferðir hennar eru á árlegan kvennafund Sameinuðu Þjóðanna en þær taka viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlagusson, forsætisráðherra, svöruðu svipuðum fyrirspurnum fyrir skemmstu. Í svari Sigmundar kom fram að hann hefði verið 62 daga erlendis og kostnaður hefði numið tæpum 17 milljónum króna en kostnaður við ferðir Sigurðar Inga voru rúmar 11,7 milljónir við 48 daga. Samtals hafa ráðherrarnir þrír því verið 272 daga á erlendri grund og kostnaður við ferðirnar nemur 66.180.450 krónum. Hægt er að sjá graf með upplýsingum um ferðir ráðherranna hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17 Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Þrír ráðherrar, mennta- og menningarmálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra, svöruðu í gær fyrirspurnum Katrínar Júlíusdóttur um hve lengi þeir hafa verið erlendis á vegum ráðuneytisins það sem af er kjörtímabili. Af ráðherrunum þremur hefur Illugi Gunnarsson verið mest á faraldsfæti. Illugi hefur alls verið 68 daga erlendis það sem af er en tvær lengstu ferðirnar hans tóku níu daga. Sú fyrri var opinber heimsókn ráðherrans til Kína í marsmánuði og ferð í apríl sem sameinaði ferð á MR-K fund í Færeyjum, til Jerevan vegna formennsku Íslands í Bologna samstarfinu og ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes. Ferð Illuga á vetrarólympíuleikana í Sochi tók átta daga. Kostnaður vegna ferða hans nam rúmum 15,3 milljónum króna. Ólöf Nordal tók við innanríkisráðherrastólnum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í lok síðasta árs en í svarinu koma fram ferðir beggja ráðherra. Hanna Birna ferðaðist í alls 45 daga á meðan embættisstíð hennar stóð en Ólöf hefur verið ellefu daga á flakki.Utanlandsferðir þriggja ráðherra á kjörtímabilinu | Create infographics Kostnaður við ferðirnar nemur samtals tæpum 12,7 milljónum en þar af á Ólöf þrjár milljónir. Lengsta ferðin var ferð Ólafar á alþjóðlega hamfararáðstefnu í Sendai í Japan sem hún fór í að beiðni forsætisráðherra. Sú ferð tók átta daga og kostaði ríflega tvær milljónir. Eygló Harðardóttir hefur alls verið 38 daga erlendis og hafa ferðir hennar og fylgdarmanna hennar kostað ríflega níu og hálfa milljón. Hún er eini ráðherrann sem tiltekur nákvæmlega á hvaða tímabili ferðirnar áttu sér stað og er hægt að sjá kostnað við ferðirnar sundurliðaðan eftir árum. Lengstu ferðir hennar eru á árlegan kvennafund Sameinuðu Þjóðanna en þær taka viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlagusson, forsætisráðherra, svöruðu svipuðum fyrirspurnum fyrir skemmstu. Í svari Sigmundar kom fram að hann hefði verið 62 daga erlendis og kostnaður hefði numið tæpum 17 milljónum króna en kostnaður við ferðir Sigurðar Inga voru rúmar 11,7 milljónir við 48 daga. Samtals hafa ráðherrarnir þrír því verið 272 daga á erlendri grund og kostnaður við ferðirnar nemur 66.180.450 krónum. Hægt er að sjá graf með upplýsingum um ferðir ráðherranna hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17 Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Tæpum 36 milljónum varið í ráðherrabíla á kjörtímabilinu Utanríkisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa fengið nýja bíla. 10. júní 2015 16:17
Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. 27. apríl 2015 21:00