Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson og Haraldur Dean Nelson í Stokkhólmi. vísir/getty „Þetta voru leiðinlegar fréttir og auðvitað bara leiðinlegt fyrir bæði Gunnar og John Hathaway,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, í samtali við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Bandaríkjamaðurinn Hathaway, sem átti að berjast við Gunnar á risa UFC-kvöldinu 11. júlí meiddur og hættur við. „Hann varð fyrir meiðslum á æfingu og treystir sér ekki til að berjast. Þetta er stærsta bardagakvöld í sögu UFC og því hlýtur að hafa mikið gengið á hjá honum. Ég trúi ekki öðru,“ segir Haraldur.Súpergæjar ekki einu sinni í aðalhlutanum Hann segir allt vera á fullu hjá UFC í því að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar. „Það er búið að bjóða einhverjum sem hafa sagt nei en það hlýtur að koma einhver öflugur. Þetta er svo stórt kvöld að það eru strákar sem berjast ekki í aðalhlutanum sem eru betri en Hathaway. Alveg súpergæjar. Það hlýtur því einhver að vilja færa sig upp,“ segir Haraldur. „Ég var að tala við Joe Silva [einn af yfirmönnum UFC] í dag og það er allt á fullri ferð. Ég vonast til að eitthvað skýrist á næstu klukkutímunum. Málið er bara að flestir af þeim sem eru á topp 15 í veltivigtinni eru annað hvort meiddir eða komnir með bardaga.“Undirbjó sig fyrir Hathaway Gunnar hefur farið í gegnum þetta áður og margsinnis sagt að það skipti hann í raun ekki máli við hvern hann berst. Undirbúningur hans miðast ekki við keppinautinn. „Þetta er aldrei gott samt. Gunnar æfir eins og hann æfir en auðvitað hugsa menn alltaf á móti hvernig týpu menn eru að fara að berjast og hver það er. Nú er undirbúningstímabilið hjá honum alveg að verða búið og hann hefur verið með Hathaway í huga allan tímann. Hann hefur samt lent í þessu áður og gerir alveg ráð fyrir því að svona gerist,“ segir Haraldur Dean Nelson. MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
„Þetta voru leiðinlegar fréttir og auðvitað bara leiðinlegt fyrir bæði Gunnar og John Hathaway,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, í samtali við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Bandaríkjamaðurinn Hathaway, sem átti að berjast við Gunnar á risa UFC-kvöldinu 11. júlí meiddur og hættur við. „Hann varð fyrir meiðslum á æfingu og treystir sér ekki til að berjast. Þetta er stærsta bardagakvöld í sögu UFC og því hlýtur að hafa mikið gengið á hjá honum. Ég trúi ekki öðru,“ segir Haraldur.Súpergæjar ekki einu sinni í aðalhlutanum Hann segir allt vera á fullu hjá UFC í því að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar. „Það er búið að bjóða einhverjum sem hafa sagt nei en það hlýtur að koma einhver öflugur. Þetta er svo stórt kvöld að það eru strákar sem berjast ekki í aðalhlutanum sem eru betri en Hathaway. Alveg súpergæjar. Það hlýtur því einhver að vilja færa sig upp,“ segir Haraldur. „Ég var að tala við Joe Silva [einn af yfirmönnum UFC] í dag og það er allt á fullri ferð. Ég vonast til að eitthvað skýrist á næstu klukkutímunum. Málið er bara að flestir af þeim sem eru á topp 15 í veltivigtinni eru annað hvort meiddir eða komnir með bardaga.“Undirbjó sig fyrir Hathaway Gunnar hefur farið í gegnum þetta áður og margsinnis sagt að það skipti hann í raun ekki máli við hvern hann berst. Undirbúningur hans miðast ekki við keppinautinn. „Þetta er aldrei gott samt. Gunnar æfir eins og hann æfir en auðvitað hugsa menn alltaf á móti hvernig týpu menn eru að fara að berjast og hver það er. Nú er undirbúningstímabilið hjá honum alveg að verða búið og hann hefur verið með Hathaway í huga allan tímann. Hann hefur samt lent í þessu áður og gerir alveg ráð fyrir því að svona gerist,“ segir Haraldur Dean Nelson.
MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn