Úrslitin í Danmörku ráðast á síðustu atkvæðunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 18:35 Útgönguspár benda til þess að hægri blokkin vinni dönsku þingkosningarnar með 50,9 prósentum atkvæða en kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Danska stjórnin er því fallin samkvæmt þessu. Búist er við að talningu ljúki um klukkan tíu í kvöld og þá liggi endanlega fyrir hver verður forsætisráðherra Danmerkur næstu fjögur árin. Þingkosningarnar í Danmörku eru mjög spennandi þar sem kannanir síðustu daga hafa ýmist sýnt vinstriblokk Helle Thoring Schmidt forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins eða hægriblokkina undir forystu Lars Lökke Rasmussen formanns Venstre ná naumum meirihluta. Hvert atkvæði skiptir því máli í þessum kosningum sem forsætisráðherrann boðaði í dag um þremur mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út í september. Helle Thorning Schmidt var ekki viss um sigur þegar hún mætti á kjörstað í dag. „Það er fólksins að ákveða og ég held að þetta muni standa mjög tæpt. Ég vona að nógu margir styðji þá stefnu sem við höfum markað fyrir Danmörku, með styrkingu efnahagslífsins og auknum framlögum til velferðarmála. Ef það er það sem fólkið vill ætti það að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn,“ sagði Helle sem varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra í Danmörku í kosningunum árið 2011. Það er fátítt að algerar kollsteypur verði í dönskum kosningum og þar ríkir almenn sátt um helstu þætti samfélagsgerðarinnar, þótt vissulega sé áherslumunur milli fylkinga. Lars Lökke og hægriblokkinn hefur til að mynda lagt meiri áherslu á innflytjendamál í þessum kosningum en áður. „Ég, flokkurinn minn og samtök hægriblokkarinnar í heild berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Við hættum ekki kosningabaráttunni fyrr henni lýkur að fullu,“ sagði Lars Lökke á kjörstað í morgun. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og benda útgönguspár til þess að Blá blokkinn hafi nauman sigur með 50,9 prósentum atkvæða og 89 þingmenn. Rauða blokkinn fengi 49,1 prósent og 86 þingmenn. Níutíu þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því gætu fjórir þingmenn Færeyja og Grænlands skipt sköpum. En búast má við lokatölum í þessum sögulegu kosningum um klukkan tíu í kvöld. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Útgönguspár benda til þess að hægri blokkin vinni dönsku þingkosningarnar með 50,9 prósentum atkvæða en kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Danska stjórnin er því fallin samkvæmt þessu. Búist er við að talningu ljúki um klukkan tíu í kvöld og þá liggi endanlega fyrir hver verður forsætisráðherra Danmerkur næstu fjögur árin. Þingkosningarnar í Danmörku eru mjög spennandi þar sem kannanir síðustu daga hafa ýmist sýnt vinstriblokk Helle Thoring Schmidt forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins eða hægriblokkina undir forystu Lars Lökke Rasmussen formanns Venstre ná naumum meirihluta. Hvert atkvæði skiptir því máli í þessum kosningum sem forsætisráðherrann boðaði í dag um þremur mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út í september. Helle Thorning Schmidt var ekki viss um sigur þegar hún mætti á kjörstað í dag. „Það er fólksins að ákveða og ég held að þetta muni standa mjög tæpt. Ég vona að nógu margir styðji þá stefnu sem við höfum markað fyrir Danmörku, með styrkingu efnahagslífsins og auknum framlögum til velferðarmála. Ef það er það sem fólkið vill ætti það að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn,“ sagði Helle sem varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra í Danmörku í kosningunum árið 2011. Það er fátítt að algerar kollsteypur verði í dönskum kosningum og þar ríkir almenn sátt um helstu þætti samfélagsgerðarinnar, þótt vissulega sé áherslumunur milli fylkinga. Lars Lökke og hægriblokkinn hefur til að mynda lagt meiri áherslu á innflytjendamál í þessum kosningum en áður. „Ég, flokkurinn minn og samtök hægriblokkarinnar í heild berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Við hættum ekki kosningabaráttunni fyrr henni lýkur að fullu,“ sagði Lars Lökke á kjörstað í morgun. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og benda útgönguspár til þess að Blá blokkinn hafi nauman sigur með 50,9 prósentum atkvæða og 89 þingmenn. Rauða blokkinn fengi 49,1 prósent og 86 þingmenn. Níutíu þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því gætu fjórir þingmenn Færeyja og Grænlands skipt sköpum. En búast má við lokatölum í þessum sögulegu kosningum um klukkan tíu í kvöld.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira