Pólski töffarinn Joanna Jedrzejczyk Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. júní 2015 12:00 Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Berlín í Þýskalandi þar sem barist er upp á strávigtartitil kvenna. Hin pólska Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að klára fyrstu titilvörn sína með stæl. Joanna Jedrzejczyk sigraði strávigtartitil kvenna í mars á þessu ári þegar hún gjörsigraði Carla Esparza (sjá í vefspilaranum hér að ofan). Veðbankar töldu Esparza vera sigurstranglegri fyrirfram en Jedrzejczyk gjörsamlega valtaði yfir hana. Jedrzejczyk er aðeins þriðji Evrópubúinn til að sigra titil í UFC á eftir Andrei Arlovski og Bas Rutten. Jedrzejczyk hefur gríðarlega mikla trú á sér. Hún er skemmtilega öðruvísi í viðtölum þar sem sjálfstraustið hennar skín í gegn. Bjagaða enskan hennar gerir viðtölin við hana enn skemmtilegri en hún ber með sér ákveðinn töffaraskap. Carla Esparza er fyrst og fremst glímukona en Jedrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn henni og tókst að stöðva flestar fellur hennar. Andstæðingur hennar í kvöld, Jessica Penne, er ekki ósvipuð Carla Esparza og veit því hvað bíður sín ef henni tekst ekki að taka Jedrzejczyk í gólfið. Jedrzejczyk er sexfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari í Muay Thai og því óhætt að segja að hún sé firnasterk standandi. Hún var atvinnumaður í íþróttinni í nokkur ár og háði rúmlega 60 bardaga í Muay Thai áður en hún skipti yfir í MMA. Það eru því fáir sem standast henni snúninginn standandi. Takist Jedrzejczyk að sigra í kvöld verður hún sú fyrsta til að verja titilinn í nýskipaðri strávigt kvenna. Það eru margir sem hafa mikla trú á henni en enginn hefur jafn mikla trú á henni og hún sjálf. Bardaginn er aðalbardagi bardagakvöldsins en bein útsending hefst kl 19 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Penne Fjaðurvigt: Dennis Siver gegn Tatsuya Kawajiri Veltivigt: Peter Sobotta gegn Steve Kennedy Léttvigt: Nick Hein gegn Łukasz Sajewski MMA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Berlín í Þýskalandi þar sem barist er upp á strávigtartitil kvenna. Hin pólska Joanna Jedrzejczyk mun freista þess að klára fyrstu titilvörn sína með stæl. Joanna Jedrzejczyk sigraði strávigtartitil kvenna í mars á þessu ári þegar hún gjörsigraði Carla Esparza (sjá í vefspilaranum hér að ofan). Veðbankar töldu Esparza vera sigurstranglegri fyrirfram en Jedrzejczyk gjörsamlega valtaði yfir hana. Jedrzejczyk er aðeins þriðji Evrópubúinn til að sigra titil í UFC á eftir Andrei Arlovski og Bas Rutten. Jedrzejczyk hefur gríðarlega mikla trú á sér. Hún er skemmtilega öðruvísi í viðtölum þar sem sjálfstraustið hennar skín í gegn. Bjagaða enskan hennar gerir viðtölin við hana enn skemmtilegri en hún ber með sér ákveðinn töffaraskap. Carla Esparza er fyrst og fremst glímukona en Jedrzejczyk sýndi frábæra felluvörn gegn henni og tókst að stöðva flestar fellur hennar. Andstæðingur hennar í kvöld, Jessica Penne, er ekki ósvipuð Carla Esparza og veit því hvað bíður sín ef henni tekst ekki að taka Jedrzejczyk í gólfið. Jedrzejczyk er sexfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari í Muay Thai og því óhætt að segja að hún sé firnasterk standandi. Hún var atvinnumaður í íþróttinni í nokkur ár og háði rúmlega 60 bardaga í Muay Thai áður en hún skipti yfir í MMA. Það eru því fáir sem standast henni snúninginn standandi. Takist Jedrzejczyk að sigra í kvöld verður hún sú fyrsta til að verja titilinn í nýskipaðri strávigt kvenna. Það eru margir sem hafa mikla trú á henni en enginn hefur jafn mikla trú á henni og hún sjálf. Bardaginn er aðalbardagi bardagakvöldsins en bein útsending hefst kl 19 á Stöð 2 Sport. Eftirtaldir fjórir bardagar verða á dagskrá. Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Jessica Penne Fjaðurvigt: Dennis Siver gegn Tatsuya Kawajiri Veltivigt: Peter Sobotta gegn Steve Kennedy Léttvigt: Nick Hein gegn Łukasz Sajewski
MMA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Sjá meira