Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2015 11:37 Í svarbréfi MAST kemur einnig fram að stofnunin hafi sótt tvisvar um undanþágu til undanþágunefndar BHM og ríkisins vegna erindis Inness. Því hefur verið hafnað í bæði skiptin. Vísir/Pjetur Mætvælastofnun hefur hafnað beiðni Inness ehf. um að stofnunin votti innflutning á búvörum frá EES-ríkjum. Félag atvinnurekenda segir að því sé ljóst að áfram muni tugir tonna af innfluttum mat liggja undir skemmdum á hafnarbakkanum vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Í tilkynningu segir FA að innflutningur á kjöti, ostum, hunangi og kartöflum hafi stöðvast vegna verkfallsins. Félagið hefur áður sent MAST erindi þar sem rök hafa verið færð fyrir því að stofnunin geti vottað innfluttning þrátt fyrir verkfall dýralækna. Engin krafa sé á að dýralæknar stimpli vottorð sem gefin eru út af öðrum dýralæknum í útflutningsríkjunum og hins vegar geti yfirmenn MAST, forstjóri og yfirdýralæknir gengið í störf undirmanna sinna. „Í svarbréfi MAST kemur fram það álit stofnunarinnar að ekki sé heimilt eða mögulegt að leita til annarra starfsmanna en dýralækna til að sinna þessu verkefni. Yfirdýralæknir sé ekki yfirmaður starfsmanna inn- og útflutningsskrifstofu stofnunarinnar, sem séu í verkfalli. Þá sé hann í sama stéttarfélagi og aðrir dýralæknar hjá stofnuninni. Forstjóri stofnuinarinnar geti ekki gengið í störf allra þeirra tæplega sextíu starfsmanna sem séu í verkfalli eða sett sig inn í verkefni þeirra og störf,“ segir í tilkynningunni. Í svarbréfi MAST kemur einnig fram að stofnunin hafi sótt tvisvar um undanþágu til undanþágunefndar BHM og ríkisins vegna erindis Inness. Því hefur verið hafnað í bæði skiptin. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, bendir á í tilkynningunni að fyrirtækið hafi þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að MAST hafi ekki vottað innflutning búvara. Enn frekara tjón sé fyrirsjáanlegt, enda liggi vörur undir skemmdum. Yfirmenn stofnunarinnar hefðu getað gengið í störf undirmanna sinna til að bjarga verðmætum. „Undanþágunefnd hefur breytt afstöðu sinni, þannig að nú er verið að auglýsa ferskan innlendan kjúkling í búðum. Á sama tíma er engin tilhliðrun fyrir innfluttar vörur. Við íhugum alvarlega að sækja á hendur stofnuninni okkar tjón vegna þessa máls,“ segir Magnús Óli. Verkfall 2016 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Mætvælastofnun hefur hafnað beiðni Inness ehf. um að stofnunin votti innflutning á búvörum frá EES-ríkjum. Félag atvinnurekenda segir að því sé ljóst að áfram muni tugir tonna af innfluttum mat liggja undir skemmdum á hafnarbakkanum vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Í tilkynningu segir FA að innflutningur á kjöti, ostum, hunangi og kartöflum hafi stöðvast vegna verkfallsins. Félagið hefur áður sent MAST erindi þar sem rök hafa verið færð fyrir því að stofnunin geti vottað innfluttning þrátt fyrir verkfall dýralækna. Engin krafa sé á að dýralæknar stimpli vottorð sem gefin eru út af öðrum dýralæknum í útflutningsríkjunum og hins vegar geti yfirmenn MAST, forstjóri og yfirdýralæknir gengið í störf undirmanna sinna. „Í svarbréfi MAST kemur fram það álit stofnunarinnar að ekki sé heimilt eða mögulegt að leita til annarra starfsmanna en dýralækna til að sinna þessu verkefni. Yfirdýralæknir sé ekki yfirmaður starfsmanna inn- og útflutningsskrifstofu stofnunarinnar, sem séu í verkfalli. Þá sé hann í sama stéttarfélagi og aðrir dýralæknar hjá stofnuninni. Forstjóri stofnuinarinnar geti ekki gengið í störf allra þeirra tæplega sextíu starfsmanna sem séu í verkfalli eða sett sig inn í verkefni þeirra og störf,“ segir í tilkynningunni. Í svarbréfi MAST kemur einnig fram að stofnunin hafi sótt tvisvar um undanþágu til undanþágunefndar BHM og ríkisins vegna erindis Inness. Því hefur verið hafnað í bæði skiptin. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, bendir á í tilkynningunni að fyrirtækið hafi þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að MAST hafi ekki vottað innflutning búvara. Enn frekara tjón sé fyrirsjáanlegt, enda liggi vörur undir skemmdum. Yfirmenn stofnunarinnar hefðu getað gengið í störf undirmanna sinna til að bjarga verðmætum. „Undanþágunefnd hefur breytt afstöðu sinni, þannig að nú er verið að auglýsa ferskan innlendan kjúkling í búðum. Á sama tíma er engin tilhliðrun fyrir innfluttar vörur. Við íhugum alvarlega að sækja á hendur stofnuninni okkar tjón vegna þessa máls,“ segir Magnús Óli.
Verkfall 2016 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira